20.07.2017
Tímabilið er hálfnað í Pepsi deildinni og ekki úr vegi að renna aðeins yfir tölfræði og gengi KA til þessa en KA situr í 5. sæti deildarinnar. Aðalsteinn Halldórsson tók tölfræðina saman og myndirnar eru teknar af Sævari Sigurjónssyni ljósmyndara.
17.07.2017
Kvennaliði KA/Þórs í handboltanum hefur borist mikill liðsstyrkur en Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í dag undir samning við liðið. Hulda er okkur vel kunnug enda er hún uppalin hjá félaginu og lék síðast með liðinu tímabilið 2015-2016
16.07.2017
KA vann í dag magnaðan sigur á ÍBV í miklum markaleik þar sem alls voru skoruð níu mörk.
10.07.2017
Handknattleiksdeild KA hefur gert samning við unga og efnilega örvhenta skyttu frá Færeyjum. Sá heitir Áki Egilsnes og er fæddur árið 1996.
09.07.2017
KA sótti Grindvíkinga heim í nýliðaslag í 10. umferð Pepsi deildar karla. Bæði lið höfðu byrjað mótið af krafti og var búist við hörkuleik sem úr varð.
08.07.2017
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.
05.07.2017
Ætlum að vera við á milli klukkan 17:00 og 18:00, miðvikudaginn 12.júlí upp í fimleikahúsi og afhenda þeim sem eiga eftir að sækja myndir.Skrifstofan er komin í frí og því ekki hægt að nálgast myndirnar á öðrum tíma fyrr en líður að ágúst.
05.07.2017
Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með morgundeginum, 6.júlí.Skrifstofan verður aftur opnuð mánudaginn 24.júlí.
05.07.2017
N1 mót okkar KA manna er hafið og stendur fram að 16:00 á laugardeginum. Í ár eru 30 ár frá fyrsta mótinu en mótið í ár er það stærsta frá upphafi með 188 liðum sem keppa í 7 mismunandi deildum sem gera alls 792 leiki!
02.07.2017
Það var enginn smá slagur á Kópavogsvelli í dag þegar toppliðin í Pepsi deild kvenna mættust. Ljóst var að okkar stelpur í Þór/KA myndu halda toppsætinu en stóra spurningin var hversu stórt forskotið yrði