Fréttir

N1 mótið byrjað! KA-TV sýnir beint

N1 mót okkar KA manna er hafið og stendur fram að 16:00 á laugardeginum. Í ár eru 30 ár frá fyrsta mótinu en mótið í ár er það stærsta frá upphafi með 188 liðum sem keppa í 7 mismunandi deildum sem gera alls 792 leiki!

Þór/KA lagði Breiðablik í baráttuleik

Það var enginn smá slagur á Kópavogsvelli í dag þegar toppliðin í Pepsi deild kvenna mættust. Ljóst var að okkar stelpur í Þór/KA myndu halda toppsætinu en stóra spurningin var hversu stórt forskotið yrði

Risaleikur hjá Þór/KA í dag

Kvennalið Þórs/KA á risaleik í dag þegar liðið sækir Bikarmeistara Breiðabliks heim í 11. umferð Pepsi deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og hvetjum við alla sem geta til að mæta og hvetja stelpurnar til sigurs. Fyrir ykkur sem ekki komist þá verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Leikjanámskeiðum lokið, í bili.

Við eigum bara ekki til orð hversu frábærir krakkarnir voru á leikjanámskeiði hjá okkur í sumar! Og viðtökurnar, upppantað á öll námskeiðin og langir biðlistar.Reynum að fá fleira starfsfólk á næsta ári, svo allir komist að.

Andrius Stelmokas í heimsókn

KA goðsögnin Andrius Stelmokas er í heimsókn á Akureyri með fjölskyldu sinni en Stelmokas var algjör burðarstoð í liði KA á árunum 2000 til 2004. Með KA varð hann Deildarmeistari árið 2001, Íslandsmeistari árið 2002 og Bikarmeistari árið 2004. Svo má ekki gleyma sigrum á gamla góða Sjallamótinu!

Afhending á myndum frá Vorsýningu

Mánudaginn 3.júlí verður afhendingardagur á myndum frá vorsýningunni.Við verðum stödd upp í fimleikahúsi á milli kl.17:00 og 19:00.Við biðjum ykkur eftir fremsta megni að nýta þennan tíma til að sækja myndirnar.

Þór/KA gerði jafntefli á Valsvelli

Það kom að því að eitthvað lið næði að kroppa stig af okkar stelpum og það gerðist í kvöld á Valsvelli. 1-1 jafntefli varð niðurstaðan á erfiðum útivelli.

Þór/KA sækir Val heim

Kvennalið Þórs/KA sækir Val heim í gríðarlega mikilvægum leik. Leikurinn fer fram á Valsvelli á þriðjudaginn klukkan 18:00.

Tap gegn KR

KA beið í dag lægri hlut fyrir KR-ingum í 9. umferð Pepsi-deildarinnar í miklum markaleik.

Úrslit á stigamóti

Hér er hægt að fylgjast með úrslitum frá stigamótinu