Fréttir

Karen María í úrtaki fyrir U-16 landsliðið

Karen María Sigurgeirsdóttir var í dag valin í úrtaksæfingar U-16 ára landslið Íslands í knattspyrnu fyrir Norðurlandamót U-16 í Finnlandi sem fer fram dagana 29. júní til 7. júlí. Æfingarnar fara fram 16. og 17. júní

Fyrsta æfing meistaraflokks í handboltanum

KA dró sig útúr Akureyri Handboltafélagi á dögunum og í gær (1. júní) fór fram fyrsta æfing meistaraflokks KA. Stefán Árnason er þjálfari strákanna og stjórnaði æfingunni eins og herforingi en Stefán er nýkominn aftur til landsins eftir vel heppnaðan handboltaskóla í Barcelona

Ásgeir, Ívar og Bjarki valdir í U-21

Þrír leikmenn KA hafa verið valdir í U-21 árs landslið Íslands í knattspyrnu fyrir æfingaleik gegn Englendingum sem fer fram þann 10. júní á St. George's Park sem er æfingasvæði Englendinga. Þetta eru þeir Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarki Þór Viðarsson og Ívar Örn Árnason

Stórafmæli í júní

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju.

Jónatan með KA/Þór næstu 2 árin

Jónatan Magnússon skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning sem þjálfari meistaraflokks KA/Þórs í kvennahandboltanum. Jonni þjálfaði liðið á nýliðnu tímabili þar sem liðið fór í úrslit umspilsins um laust sæti í efstu deild en tapaði þar gegn Selfossi

Sumarnámskeið FIMAK

Nú er hægt að skrá sig á sumarnámskeið hjá okkur í FIMAK.Ekki þarf að hafa verið skráður í fimleikafélagið til að fá að vera með.

Þór/KA skellti Íslandsmeisturunum!

Íslandsmeistarar Stjörnunnar tóku á móti toppliði Þór/KA í 7. umferð Pepsi deildar kvenna í kvöld. Fyrir leikinn munaði tveimur stigum á liðunum í efstu tveimur sætunum og mikið í húfi fyrir bæði lið

Toppslagur hjá Þór/KA í kvöld

Kvennalið Þórs/KA mætir í kvöld Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Garðabænum klukkan 18:00. Leikurinn er partur af 7. umferð Pepsi deildarinnar en Þór/KA er enn með fullt hús stiga og stefnir á að halda því áfram

Upplýsingar vegna leikjanámskeiða

Mikið er spurt um leikjanámskeið hjá okkur í sumar og erum við að leggja lokahönd á þá dagskrá.Það er þó þegar orðið ljóst að við verðum með morgunnámskeið.

Súrt jafntefli gegn Víkingum

KA og Víkingur R. gerðu 2-2 jafntefli í dag á Akureyrarvelli. KA komst yfir 2-0 en gestirnir komu til baka náðu að jafna í uppbótartíma eftir að hafa verið manni fleiri síðasta korter leiksins.