Fréttir

Markalaust gegn FH

KA og FH gerðu í dag markalaust jafntefli á Akureyrarvelli í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var tíðindalítill og úrslit leiksins sanngjörn.

Handboltaæfingar fram að vetrartöflu

Handboltavertíðin er að hefjast og munu yngri flokkar hjá KA og KA/Þór byrja að æfa þriðjudaginn 8. ágúst að undanskildum 7. og 8. flokk. Hér fyrir neðan má sjá tímasetningar á æfingunum hjá öðrum flokkum fram að 21. ágúst þegar skólarnir byrja en þá kemur inn ný vetrartafla

Skráning á 5 stigamótið

Skráning á 5 stigamótið.

Dagur og félagar í U17 enduðu í 8. sæti

U17 ára landslið Íslands í handbolta lék í dag lokaleik sinn á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar þegar liðið mætti Ungverjum í leik um 7. sætið. Strákarnir byrjuðu leikinn ekki nægilega vel og Ungverjar leiddu 11-17 í hálfleik. Íslenska liðið kom sér inn í leikinn í þeim síðari en náði aldrei að jafna og Ungverjar unnu að lokum 24-29.

Ólöf og Margrét að fara á EM

U17 ára stúlknalandslið Íslands er að fara á EM í Makedóníu en fyrsti leikur liðsins er á mánudaginn gegn Kósóvó. Í lokahópnum eru tvær stelpur úr KA/Þór en það eru þær Ólöf Marín Hlynsdóttir og Margrét Einarsdóttir.

Enn fer Dagur á kostum með U17

U17 landslið Íslands í handbolta er að leika á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Liðið tapaði gegn Slóvenum í opnunarleik sínum á mótinu. Í gær tapaði liðið eftir hörkuleik gegn Frökkum en í dag vann liðið stórsigur á Spánverjum

U19 kvenna endaði í 4. sæti á SO

U19 landslið kvenna í handbolta lék á Scandinavian Open á dögunum og endaði þar í 4. sæti eftir að hafa leikið gegn Svíum, Dönum og Norðmönnum.

Dagur Gautason fór á kostum með U17

U17 ára landslið Íslands í handbolta lék sinn fyrsta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær þar sem liðið mætti Slóveníu. Eftir hörkuleik þar sem staðan var meðal annars jöfn 11-11 í hálfleik fóru Slóvenar með sigur af hólmi 27-26

Vedran Turkalj semur við KA

KA hefur komist að samkomulagi við króatískan miðvörð að nafni Vedran Turkalj um að spila með liðinu út leiktíðina. Turkalj er 29 ára gamall.

Tap gegn Breiðablik

KA beið í dag lægri hlut gegn Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildarinnar 2-4 en KA var 2-1 yfir í hálfleik.