Fréttir

Stefán B. Árnason er látinn

Góður KA maður, Stefán B. Árnason, fæddur þann 18. maí 1937, er látinn. Stefán sat í aðalstjórn KA til margra ára. Stefán lét uppbyggingu félagsins sig varða og var ötull að leggja fram krafta sína við ýmis verkefni og var alltaf boðinn og búinn þegar á þurfti að halda.

Dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni

KA og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Tvö rauð spjöld fengu að líta dagins ljós í miklum hitaleik þar sem gestirnir jöfnuðu metin þegar að skammt var eftir.

Stórleikur gegn Stjörnunni á mánudaginn

KA tekur á móti Stjörnunni á Akureyrarvelli mánudaginn 14. ágúst klukkan 18:00. Baráttan í deildinni er gríðarleg og er stutt í baráttuna um Evrópusæti sem og í botnbaráttuna, það er því heilmikið undir í leiknum.

Frábær endurkoma Þórs/KA gegn Fylki

Topplið Þórs/KA tók á móti Fylki í kvöld í 12. umferð Pepsi deildar kvenna. Þrátt fyrir mikinn mun á stöðu liðanna í deildinni mátti búast við hörkuleik og það varð svo sannarlega raunin.

Fyrsti leikur Þór/KA eftir EM pásu

Kvennalið Þórs/KA leikur í dag fyrsta leik sinn í rúman mánuð þegar liðið fær Fylki í heimsókn á Þórsvöll klukkan 18:00. Gert var hlé á deildinni á meðan EM fór fram en fyrirliði Þórs/KA hún Sandra María Jessen lék á mótinu og þá fór Þór/KA liðið í æfingarferð til Hollands og fylgdist vel með landsliðinu á EM

Vinna við æfingatöflu og gjaldskrá

Vinna er í fullum gangi við æfingatöflu og gjaldskrá vetrarins.Eldri keppnishópar í áhaldafimleikum byrjuðu í dag og eldri keppnishópar í hópfimleikum byrja á mánudaginn í næstu viku.

Stig gegn Fjölni

KA og Fjölnir gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Grafarvogi þar sem heimamenn í Fjölni komust í 2-0 í fyrri hálfleik.

Vel heppnaður Þór/KA dagur í gær

Í gær fór fram skemmtilegur Þór/KA dagur á KA svæðinu þar sem fótboltastelpur í Þór og KA æfðu saman undir handleiðslu meistaraflokks Þórs/KA. Alls æfðu tæplega 300 stelpur og að æfingunni lokinni var grillað

Mikilvægur leikur í Grafarvoginum í dag

KA mætir Fjölni í Grafarvoginum í dag klukkan 18:00 en leikurinn er liður í 14. umferð Pepsi deildarinnar. Það má með sanni segja að leikurinn í dag sé gríðarlega mikilvægur en einungis einu stigi munar á liðunum en KA er í 8. sæti með 16 stig á meðan Fjölnir er í 9. sætinu með 15 stig

Margrét og Ólöf enduðu í 6. sæti á EM

U17 ára stúlknalandslið Íslands lauk þátttöku á EM í Makedóníu í dag þegar liðið lék um 5. sætið á mótinu. Leikurinn í dag tapaðist og endaði liðið því í 6. sætinu en tveir leikmenn KA/Þórs voru í liðinu en það eru þær Ólöf Marín Hlynsdóttir og Margrét Einarsdóttir.