11.03.2024
Magnús Dagur Jónatansson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Magnús sem er 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins og nú þegar kominn í stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA
11.03.2024
Nóel Atli Arnórsson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með liði Álaborg í gær er Álaborg vann 4-3 sigur á Vendsyssel í toppslag í næstefstu deild í Danmörku. Er þetta afar flott skref hjá Nóel en hann er aðeins 17 ára gamall en með sigrinum fór Álaborg á topp deildarinnar
07.03.2024
Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður úr Lyftingadeild KA náði frábærum árangri um síðastliðna helgi þegar hann gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum með búnaði
07.03.2024
Skemmtilegasta helgin í íslenskum handbolta er framundan þegar úrslitaleikir í Powerade bikarnum fara fram í Laugardalshöllinni. Það myndast ávallt afar skemmtileg stemning í Höllinni þessa helgina en einstaklega skemmtilegt er að úrslitaleikir í öllum aldursflokkum fara fram í sömu umgjörð
05.03.2024
Handknattleiksdeild KA stóð fyrir hinu árlega softball móti um helgina og má með sanni segja að mótið hafi heppnast stórkostlega. Fjölmörg lið skráðu sig til leiks á þetta stórskemmtilega mót og sáust magnaðir taktar á vellinum
04.03.2024
Máni Dalstein Ingimarsson skrifaði á dögunum undir samning við knattspyrnudeild KA sem gildir út keppnistímabilið 2025. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Máni sem er efnilegur miðvörður er fæddur árið 2006 og er í lykilhlutverki í 2. flokki KA
02.03.2024
Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri lék tvo æfingaleiki við Finna í vikunni en leikið var í Finnlandi. KA átti fjóra fulltrúa í liðinu og átti ekkert lið jafn marga í hópnum
29.02.2024
Handknattleiksdeild KA verður með frábæran meistaraskóla fyrir öfluga stráka og stelpur um páskana. Krakkar í 4. til 7. flokks geta skráð sig í skólann sem fer fram dagana 25.-27. mars (mánudag til miðvikudags)
28.02.2024
Í dag, 28. febrúar, er heldur betur merkisdagur í sögu okkar KA-manna en fyrir 20 árum síðan hampaði KA sínum þriðja Bikarmeistaratitli í handbolta karla. KA mætti Fram í úrslitaleiknum fyrir framan algula Laugardalshöll en stuðningsmenn KA voru í miklum meirihluta