Fréttir

FIMAK stóð sig frábærlega á Haustmóti FSÍ

FIMAK átti 4 keppendur á haustmóti FSÍ um helgina sem fram fór í Gerplu. Þeir stóðu sig allir frábærlega vel og erum við stolt af strákunum. Sólon Sverrisson (unglingaflokkur) keppti í fjölþraut og tók þar 2.sæti. Hann hlaut brons á gólfi, gull í hringum og gull í stökki. Patrekur Páll Pétursson (3.þrep) keppti í fjölþraut og tók þar 2.sæti. Hann hlaut silfur á gólfi, brons á boghesti, gull í hringum og gull á svifrá. Jóel Orri Jóhannesson (3.þrep) fékk silfur í stökki. Mikael Máni Jensson (3.þrep) fékk gull átvíslá. Stórglæislegt hjá þeim og óskum við þeim innilega til hamingju með þessa frábæru frammistöðu, áfram FIMAK!

Stórleikur KA og Hauka kl. 19:30

Það er heldur betur handboltaveisla framundan í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Haukum í Olísdeild karla kl. 19:30. Bæði lið hafa farið vel af stað og eru með 6 stig eftir fyrstu fimm leiki vetrarins og ljóst að það er hörkuleikur framundan

Hallgrímur Mar leikið 203 leiki í röð fyrir KA!

Hallgrímur Mar Steingrímsson heldur áfram að skrifa söguna með því bæta félagsmet sín fyrir KA en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins auk þess að vera sá markahæsti. Hann gerði svo gott betur í sumar og bætti við Íslandsmeti er hann lék sinn 182 deildarleik í röð fyrir KA

Hallgrímur Mar bestur - Ingimar efnilegastur

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram um helgina eftir frábæran sigur á HK í lokaumferð Bestu deildarinnar. KA kláraði eftirminnilegt sumar með stæl en strákarnir unnu afar sannfærandi sigur í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir að hafa farið í bikarúrslit

Áhorfsvika 9.október - 14.október

í næstu viku 9.- 14.október verður áhorfsvika í FIMAK. Þá eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á.Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur. Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.

Haustönn 2023 komin á fullt

Haustönnin fer vel af stað og allt komið á fullt, mikil efturspurn og aðsókn er eftir því að komast í fimleika og parkour sem er frábært. Búið er að halda foreldrafundi með öllum hópum þar sem farið var yfir önnina og hvað sé framundan. Á haustönn eru um 430 skráðir iðkendur. Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar eru 49. Það styttist í fyrsta mót hjá okkar iðkendum og einnig þrepamót 1 sem FIMAK mun koma til með að halda 4.nóv nk og er mikil tilhlökkun fyrir því.

Vinningshafar í happadrætti blakdeildar KA

Þetta eru vinningashafar í happadrætti blakdeildar KA

Ungmennalið KA tekur á móti Þór í KA-heimilinu í kvöld

Í kvöld fer fram stórleikur í Grill66 deild karla í handbolta þegar að ungmennalið KA tekur á móti Þór. Leikurinn hefst kl. 19:30 og gilda ársmiðar KA á leikinn! Það verða hamborgarar á grillinu og góð stemming!

Stórafmæli í október

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.

Vinningaskrá happdrætti blakdeildar

Smelltu hér til að sjá vinningaskrá í happdrætti blakdeildar