Fréttir

Hallgrímur og Helena íþróttafólk KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Helena Kristin Gunnarsdóttir voru í gær kjörin íþróttafólk KA árið 2023.

Tilnefningar til Böggubikarsins 2023

Böggubikarinn verður afhendur í tíunda skiptið í ár á 96 ára afmæli KA þann 8. janúar næstkomandi en alls eru sex ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2023 frá deildum félagsins

Tilnefningar til þjálfara ársins 2023

Fimm öflugir þjálfarar eru tilnefndir til þjálfara ársins hjá KA fyrir árið 2023. Þetta verður í fjórða skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins. Valið verður kunngjört á afmælisfögnuði KA þann 8. janúar næstkomandi í vöfflukaffi sem stendur milli kl. 16:00 og 18:00

Tilnefningar til liðs ársins hjá KA 2023

Sjö lið eru tilnefnd til liðs ársins hjá KA á árinu 2023 en þetta verður í fjórða skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Verðlaunin verða tilkynnt á 96 ára afmæli félagsins á mánudaginn á glæsilegu vöfflukaffi og spennandi að sjá hvaða lið hreppir þetta mikla sæmdarheiti

Ingimar Stöle framlengir út 2025!

Ingimar Torbjörnsson Stöle hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Eru þetta frábærar fréttir en Ingimar sem er 19 ára gamall sló í gegn á síðustu leiktíð og var valinn efnilegasti leikmaður KA liðsins

Vöffluboð í tilefni 96 ára afmælis KA

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 96 ára afmæli sínu mánudaginn 8. janúar næstkomandi og í tilefni áfangans verðum við með opið vöfflukaffi í KA-Heimilinu á sjálfan afmælisdaginn frá klukkan 16:00 til 18:00. Bjóðum félagsmenn og aðra velunnara félagsins hjartanlega velkomna

Tilnefningar til íþróttakarls KA 2023

Sex karlar eru tilnefndir til íþróttakarls KA fyrir árið 2023. Þetta er í fjórðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu allar aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 96 ára afmæli félagsins

Tilnefningar til íþróttakonu KA 2023

Fimm konur eru tilnefndar til íþróttakonu KA fyrir árið 2023. Þetta er í fjórða skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni fyrir sig og hefur mikil ánægja ríkt með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 96 ára afmæli félagsins

Stórafmæli í janúar

Nýárskveðja knattspyrnudeildar KA

Knattspyrnudeild KA vill þakka öllum KA mönnum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum fyrir frábæran stuðning sem og samstarf á árinu sem nú er að líða