Fréttir

Ársmiðasalan er hafin í Stubb!

Handboltaveturinn hefst með látum á laugardaginn þegar KA og KA/Þór hefja leik í Olísdeildunum. Strákarnir sækja Selfyssinga heim en stelpurnar okkar eiga heimaleik á móti ÍBV. Sérstakt kynningarkvöld verður í KA-Heimilinu kl. 20:00 í kvöld og hvetjum við alla sem geta til að mæta

3 dagar í fyrsta leik | Patrekur Stefánsson: Samheldni og leikgleði mun koma okkur langt í vetur

Það eru aðeins þrír dagar í að KA hefji leik í Olís-deild karla. KA leikur gegn Selfossi, á Selfossi á laugardaginn kemur. Það er mikil tilhlökkun fyrir komandi vetri hjá karlaliðinu okkar og af því tilefni fékk heimasíðan Patrek Stefánsson til að svara nokkrum spurningum

4 dagar í fyrsta leik | Anna Þyrí svarar hraðaspurningum

Anna Þyrí Halldórsdóttir leikmaður KA/Þórs er spennt fyrir komandi tímabili. Það eru aðeins fjórir dagar í það að KA/Þór taki á móti ÍBV á heimavelli laugardaginn 9. september kl. 13:00

Miðasala hafin á bikarúrslitaleikinn

KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í knattspyrnu laugardaginn 16. september á Laugardalsvelli og er eftirvæntingin í hámarki. Miðasala er nú farin af stað en miðasalan fer öll í gegnum Tix.is, athugið að ekki er hægt að kaupa miða á vellinum eða á öðrum stöðum

Kynningarkvöld handboltans á miðvikudaginn

Kynningarkvöld handknattleiksdeildar KA verður í KA-Heimilinu á miðvikudaginn 6. september kl. 20:00. Það er spennandi handboltavetur framundan og eina vitið að koma sér í gírinn fyrir handboltaveislu vetrarins

Óskum eftir foreldrum í foreldraráð

Nú þegar önnin er farin af stað er búið að halda foreldrafundi í nokkrum hópum og fleiri fundir verða á næstunni. Þar er m.a. óskað eftir fulltrúum í foreldraráð og einnig óskað eftir foreldrum/forráðamönnum sem nokkurskonar tengillið hópsins við þjálfara, stjórn og starfsfólk. Þeim sem hafa áhuga á að skrá sig í foreldraráð eða gerast tengiliður vinsamlegast sendið póst á formadur@fimak.is - FIMAK vantar fleiri sjálfboðaliða, án sjálfboðaliðans er ekkert félag.

Stórafmæli í september

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.

Breytt fyrirkomulag á áhorfsviku

FIMAK tilkynnir breytt fyrirkomulag á áhorfsviku. Frá og með haustönn 2023 mun vera haldin ein áhorfsvika um miðbik annar. Þá er foreldrum/forráðamönnum,systkinum, ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og fylgjast með. Fyrir utan þessa einu áhorfsviku biðjum við alla að bíða frammi í anddyri hússins. Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku, þá talið endilega við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem auglýstur hefur verið. Þeir sem koma með lítil börn inn í fimleikasalinn á meðan æfingar standa yfir þurfa að passa vel upp á. Að börn séu EKKI inn á æfingasvæðinu eða fimleikaáhöldum, það getur skapað hættu. Einbeiting og hraði iðkenda er mikill í hlaupum og stökkvum og því getur skapast mikil hætta ef barn verður fyrir eða truflar iðkendur. Áhorfsvikan mun vera auglýst á heimasíðu FIMAK og facebooksíðu. Einnig munu allir fá skilboð á Sportabler með dagsetningu.

Patti framlengir við KA um tvö ár

Patrekur Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta afar góðar fregnir enda Patti lykilmaður í KA-liðinu og verið það undanfarin ár

Kristín Aðalheiður framlengir um tvö ár

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því með áfram með liðinu. Þetta eru frábærar fréttir en Kristín er uppalin hjá KA/Þór og afar mikilvægur hlekkur í okkar öfluga liði