Fréttir

Sumarnámskeið FIMAK

Upplýsingar um sumarnámskeið

Æfingabúðir í blaki

Í dag fara fram æfingabúðir í blaki í KA heimilinu fyrir börn fædd 1999 - 2005. Þátttakendur eru um 30 og koma víðsvegar af Norðurlandi, allt frá Siglufirði til Þórshafnar. Umsjón með búðunum hefur Piotr Kempisty en Daniele Capriotti landsliðsþjálfari stjórnar æfingunum. ENOR býður þátttakendum upp á mat í hléi.

Umfjöllun: Jafntefli gegn Keflavík

KA og Keflavík áttust við í dag í 5. umferð Inkasso-deildarinnar á Akureyrarvelli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Keflavík leiddu í hálfleik 0-1 en Elfar Árni bjargaði stigi fyrir KA úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Óskilamunir

Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar við Giljaskóla hafa nú sett alla óskilamuni fram í anddyrið.Við hvetjum foreldra/forráðamenn til þess að kíkja í kassana og athuga hvort börn þeirra eigi eitthvað þar.

KA-TV komið með sérhorn á síðunni

Í dag opnum við nýtt horn á síðuna sem er tileinkað KA-TV. Þar má sjá hvenær næstu útsendingar eru og einnig má þar finna fyrri dagskrárliði.

Mynd af vorsýningu

Við erum ennþá að taka niður pantanir á myndum frá vorsýningu.Hægt er að skoða myndirnar sem hanga uppi í andyri FIMAK og síðan panta afrit af þeim á skrifstofu FIMAK.

Stórafmæli í júní

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju

KA spjallið: Guðmann Þórisson

KA tekur á móti Keflavík á Akureyrarvelli laugardaginn 4. júní klukkan 14:00 í stórleik enda var báðum liðum spáð upp fyrir tímabilið.

KA - Keflavík á laugardaginn á Akureyrarvelli

KA leikur sinn fyrsta leik á Akureyrarvelli í sumar á laugardaginn (4. júní) þegar liðið tekur á móti Keflavík klukkan 14:00.

Óskilamunir í KA-Heimilinu

Við minnum á að enn er töluvert af óskilamunum í KA-Heimilinu og hvetjum við alla til að kíkja við og sjá hvort ekki leynist einhver flík sem saknað er, hlökkum til að sjá ykkur.