Fréttir

Myndir frá 30 ára afmæli félagsheimilisins

Í gær 11. ágúst var haldið upp á 30 ára afmæli félagsheimilis KA. Húsið var formlega opnað þann 28. júní árið 1986 en ákveðið var að halda upp á tímamótin í gær enda var mikið um að vera á KA-svæðinu í kringum afmælisdaginn sjálfan

Umfjöllun: 4-0 sigur á Leikni F.

KA vann í kvöld öruggan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði. Lokatölur urðu 4-0 KA í vil.

Fannar Hafsteinsson er farinn í tímabundið frí frá fótbolta

Það er samkomulag milli stjórnar knattspyrnudeildar og Fannars Hafsteinssonar að leikmaðurinn taki sér tímabundið frí vegna persónulegra ástæðna. Stjórn knattspynudeildar stendur heilshugar á bakvið þessa ákvörðun og vonast til þess að sjá Fannar sem fyrst aftur í leikmannahópnum. Aron Dagur mun nú fá stærra tækifæri í leikmannahópi KA og berum við fullt traust til hans til að stíga upp og sinna því verkefni.

KA spjallið: Aron Dagur Birnuson

Markvörður okkar KA manna hann Aron Dagur Birnuson mætti í stutt spjall en hann var á reynslu hjá Nordsjælland í Danmörku og hafði fyrr verið á reynslu hjá Stoke City í Englandi. Hann er á fyrsta ári í 2. flokk hjá KA en hann er einnig unglingalandsliðsmaður

Skráning fyrir haustið

Skráðir iðkendur á vorönn 2016 eru sjálfkrafa skráðir áfram hjá okkur á haustönn 2016.Núna erum við í óða önn að skipuleggja starfsemi vetrarins og raða niður í hópa.

Afmælishátíð félagsheimilis KA á fimmtudaginn

Nú á fimmtudaginn verður fagnað því að 30 ár eru frá því að félagsheimili KA var vígt. Pylsur og afmælisterta verður í boði fyrir gesti og gangandi. Herlegheitin hefjast kl. 17:00 í KA-heimilinu og er tilvalið að fjölmenna síðan niður á Akureyrarvöll kl. 19:15 og sjá KA leika við Leikni F.

Jafntefli á Akranesi hjá Þór/KA

Kvennalið Þórs/KA sótti botnlið ÍA heim í gær í 11. umferð Pepsi deildar kvenna. Fyrir fram var reiknað með sigri okkar liðs en Þór/KA vann fyrri leik liðanna í sumar 4-0 og þá höfðu orðið breytingar á þjálfarateymi ÍA liðsins, annað kom þó á daginn

Upphaf haustannar keppnishópa

Kæru félagsmenn.Stjórn Fimleikafélagsins hefur tekið ákvörðun um að framvegis verði annir keppnishópa lengri en unddanfarin ár og taka æfingjagjöld mið af þessari lengingu.

Umfjöllun: Svekkjandi tap fyrir austan

KA fór austur til Seyðisfjarðar síðastliðin föstudag og lék gegn Huginn. Heimamenn höfðu betur 1-0 með marki í uppbótartíma.

Hópfimleikar í Ollerup í Danmörku

Vikuna 30.júlí - 6.ágúst fór stór hópur frá FIMAK í hópfimleikum í æfingabúðir til Ollerup í Danmörku.Með í för voru 6 þjálfarar sem sóttu þjálfaranámskeið meðan krakkarnir voru á æfingum.