15.05.2023
Kvennalið KA í blaki gerði sér lítið fyrir og hampaði Íslandsmeistaratitlinum, Bikarmeistaratitlinum og Deildarmeistaratitlinum annað árið í röð auk þess sem liðið er Meistari Meistaranna. Stelpurnar kláruðu Íslandsmeistaratitilinn á föstudaginn með stórbrotnum sigri í oddahrinu í oddaleik gegn Aftureldingu
15.05.2023
FIMAK og GK hafa gert með sér áframhaldandi styrktarsamning til 3 ára. Allir okkar þjálfarar og iðkendur munu klæðast glæsilegum fatnaði frá þeim.
Við erum afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf við GK sem mun skipta okkur í FIMAK miklu máli.
15.05.2023
Það hrannast áfram inn Íslandsmeistaratitlarnir hjá blakdeild KA en um helgina hömpuðu stelpurnar okkar í U14 titlinum en stelpurnar töpuðu ekki leik í allan vetur og því verðskuldaðir Íslandsmeistarar
14.05.2023
Blakdeild KA gerði upp frábært tímabil sitt með glæsilegu lokahófi í gær en bæði karla- og kvennalið KA lönduðu sjálfum Íslandsmeistaratitlinum í vikunni en stelpurnar urðu einnig Bikarmeistarar, Deildarmeistarar og Meistarar Meistaranna í vetur
12.05.2023
Við minnum félagsmenn á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 23. maí klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá verða aðalfundir deilda félagsins einnig haldnir um það leiti en dagskrá næstu daga er eftirfarandi
12.05.2023
KA og Afturelding mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna klukkan 19:00 í KA-Heimilinu í dag. Liðin hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu og ljóst að sigurliðið í kvöld mun hampa titlinum. Nú þurfum við á ykkar stuðning að halda í stúkunni gott fólk
11.05.2023
FIMAK óskar eftir því að ráða þjálfara í hópfimleika. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2023. Umsóknum ásamt ítarlegri ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is. Umsóknarfrestur er til og með 31.maí. Fyrir frekari upplýsingar veitir Alexandra skrifstofustjóri félagsins, hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.is.
10.05.2023
Dagur Gautason hefur skrifað undir samning við norska liðið ØIF Arendal. Þetta er gríðarlega spennandi skref hjá okkar manni og óskum við honum góðs gengis í norsku úrvalsdeildinni
10.05.2023
Arnar Gauti Finnsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri KA og hefur hann störf í ágúst mánuði. Um er að ræða nýtt stöðugildi innan félagsins og alveg ljóst að þetta mun auka enn á faglegheit í starfi okkar öfluga félags og gefa okkur möguleika á að bjóða okkar félagsmönnum upp á enn betri þjónustu
10.05.2023
FIMAK óskar eftir því að ráða í stöðu yfirþjálfara í hópfimleikum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2023. Umsóknum ásamt ítarlegri ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is. Umsóknarfrestur er til og með 31.maí. Fyrir frekari upplýsingar veitir Alexandra skrifstofustjóri félagsins, hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.is.