Fréttir

Rajkovic gengur til liðs við KA (staðfest)

Markmaðurinn Srdjan Rajkovic hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA. Þessi reynslumikli markmaður verður góður stuðningur við Fannar Hafsteins.

Fannar og Ævar Ingi mæta Svíþjóð

Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í U19 ára landslið Íslands sem mætir Svíþjóð í vináttuleikjum í byrjun mars á höfuðborgasvæðinu.

Tap gegn Blikum

Þór/KA beið lægri hlut gegn Breiðablik 3-0 í fyrsta leik lengjubikarins.

Aðalfundur Blakdeildar KA

Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu þriðjudaginn 4. mars n.k. kl. 20:00

Góður árangur TB-KA í Þórlákshöfn

Þór/KA - Breiðablik, Lengjubikarinn

Þriðjudaginn 25. febrúar klukkan 20:15 í Boganum fer fram leikur Þórs/KA og Breiðabliks í Lengjubikarnum.

Katrín Ásbjörns valin í A-landsliðið

Katrín Ásbjörnsdóttir leikmaður Þór/KA var valin í A-landsliðs Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í hinum árlega Algarvebikarnum.

Yngra ár fjórða flokks kvenna komið í bikarúrslit!

Stelpurnar á yngra ári í 4. flokki kvenna hjá KA/Þór mættu ÍR í undanúrslitum í KA heimilinu á sunnudeginum. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega spilaður á köflum hjá stelpunum en óákveðni í sókninni og einbeitingaleysi í vörninni voru þó áberandi heilt yfir. Þrátt fyrir að vera ekki að spila sinn besta leik í fyrri hálfleik fóru stelpurnar inn með 12-9 forystu. Í seinni hálfleik var ljóst frá fyrstu mínútu að þær ætluðu sér í Höllina. Vörnin lokaðist, Arnrún hrökk í gang í markinu og sóknarleikurinn varð miklu beittari. Forskotið óx jafnt og þétt og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Það fór svo að stelpurnar lönduðu glæsilegum 26-16 sigri fyrir framan dygga áhorfendur á pöllunum.

Úrslit helgarinnar

Meistaraflokkar karla og kvenna tóku á móti Þróttir R um helgina. Hvort lið spilaði tvo leiki. Karlarnir sigruðu báða sína leiki 3-1 og náðu þar með dýrmætum stigum í hús. Konurnar töpuðu fyrri leiknum 0-3 og hinum 1-3.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA í kvöld

Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA verður haldinn í kvöld, föstudaginn.21. febrúar 2014 kl 20:00 í KA-heimilinu.