Fréttir

Borgunarbikarinn: Mætum Hömrunum eða Magna

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Borgunarbikars karla og kvenna 2014. Við mætum Hömrunum eða Magna 15. maí.

Tap gegn FH

FH-ingar höfðu betur gegn KA í fyrsta leik Lengjubikarins.

Stórleikur ársins í Olís-deildinni hjá KA/Þór

Þriðjudaginn 18. febrúar tekur meistaraflokkur KA/Þór á móti toppliði Stjörnunnar en það er leikur sem enginn má missa af.

Baráttusigur 3. flokks kvenna hjá KA/Þór á FH

KA/Þór hélt suður með 3. flokk kvenna um helgina en leika átti við FH. Stelpurnar voru búnar að mæta FH liðinu tvisvar í vetur og voru liðin búin að sigra sitthvorn leikinn.

Stórmerkileg helgi hjá 4. flokki kvenna

Yngra ár 4. flokks kvenna styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar nú um helgina með góðum sigrum gegn Haukum og ÍBV í Reykjavík. Haukaliðið spilar hraðan og skemmtilegan bolta og því erfiðar heim að sækja en norðanstúlkur náðu þó fljótt undirtökunum og héldu þeim allt til enda. ÍBV er síðan höfuð andstæðingurinn í deildinni enda bæði lið taplaus fyrir þessa viðureign og eina stigið sem hvort liðið hafði tapað var í jafnteflisleik þessara tveggja liða í haust. Leikurinn var í járnum frá upphafi og frá 10 mínútu voru ÍBV skrefi á undan. KA/Þór stelpurnar voru stressaðar og spiluðu illa í sókninni en vörn og markvarsla hélt þeim inn í leiknum. Á síðustu mínútunum náðu KA/Þór stelpur loksins yfirhöndinni. Arnrún Guðmundsdóttir varði víti frá aðal skyttu ÍBV og KA/Þór fór upp í sókn sem endaði með að varnarbuffið Helena Arnbjörg fór inn úr öfugu horni og gróf boltann í fjærhornið og kom KA/Þór í 17-16 og rétt tæpar tvær mínútur eftir. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum, vörn KA/Þórs stóðst öll áhlaup sem ÍBV gerði enda náðu eyjastúlkur ekki skoti á markið síðustu tvær mínúturnar. Það gerðu norðan stúlkur hins vegar, tvö skot í slánna og niður en inn vildi boltinn ekki. Eflaust til að stytta ævi þjálfaranna um einhver ár sökum hjartaskemmda.

HK hafði 3-1 sigur gegn KA í leikjum helgarinnar

HK sótti KA menn heim um helgina og fóru fram tveir leikir milli liðanna. HK sem var efst í deildinni tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á KA í mjög jöfnum leikjum.

FH á Skaganum á sunnudaginn

Strákarnir í meistaraflokknum mæta FH kl. 14:00 á sunnudaginn í Akraneshöllinni í fyrsta leik í Lengjubikarnum.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA

Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA verður haldinn föstudaginn.21. febrúar 2014 kl 20:00 í KA-heimilinu.

Akureyri – FH í Olís-deildinni á fimmtudaginn

Það er leikið þétt í handboltanum þessa dagana og mætast Akureyri og FH aftur hér í Íþróttahöllinni á fimmtudaginn.

Þrepamót í áhaldafimleikum 1.-5. þrep, úrslit

Síðustu tvær helgar fór fram þrepamót í áhaldafimleikum.Keppt var í 1.-5.Þrepi íslenska fimleikastigans og fóru mótin fram í Hafnafirði hjá Björkunum, Stjörnunni í Garðabæ og Ármenningum í Reykjavík.