10.03.2014
Leik KA og Fjölnis lauk með 1-1 jafntefli í Egilshöll á laugardaginn.
10.03.2014
Stelpurnar á yngra ári 4. flokks kvenna spiluðu sinn hvoran leikinn gegn Fram og Fram 2 í gær. KA/Þór 2 spilaði fyrst gegn Fram2 og fóru vægast sagt á kostum. Mikil mannekla var í liðinu þar sem vetrarfríið stóð sem hæst þannig að einungis þrjár úr 99 árgangnum spiluðu leikinn. Auk þess var Heiðbjört markvörður sem staðið hefur vaktina vel á milli stangana í Reykjavík þannig að Sædís Marínósdóttir tók á sig að fara í markið.
10.03.2014
Um helgina kom Fylkir í heimsókn til að spila við KA/Þór í 3. flokki kvenna. Liðin höfðu mæst einu sinni í vetur þar sem Fylkir bar sigurorð af KA/Þór 31-17. Fylkir situr í 2. sæti deildarinnar en KA/Þór í því 7. svo það var búist við erfiðum leik fyrir norðanstúlkur.
07.03.2014
Fjölnir - KA i Lengjubikarnum fer fram laugardaginn 8. mars kl. 15:00 í Egilshöll.
07.03.2014
Í dag komu inn kröfur fyrir 1.hluta æfingagjalda vorannar 2014.Þær koma óvenju seint af tæknilegum ástæðum og vonum við að það komi sér ekki illa fyrir fólk.Einhverjar leiðréttingar eiga eftir að fara fram hjá einstaklingum sem byrjuðu önnina seinna eða skiptu um hópa eftir að önnin hófst og verður það gert áður en næstu reikningar verða sendir út um næstu mánaðarmót.
06.03.2014
Fannar Hafsteins og Ævar Ingi voru báðir í byrjunarliði U19 ára landsliði Íslands sem vann sinn annan sigur á þremur dögum gegn Svíþjóð.
06.03.2014
Þórir Tryggvason var með myndavélina á lofti þegar að KA og ÍA skyldu jöfn 2-2 í byrjun mars.
05.03.2014
Síðasti heimaleikur Akureyrar var gegn FH og er óhætt að segja að þeir sem voru þar viðstaddir fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Akureyri fór það með magnaðan baráttusigur, með marki á lokasekúndum leiksins.
04.03.2014
Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði U19 þegar það sigraði Svíþjóð 3-0 í Kórnum í dag.
03.03.2014
Meistaraflokkar karla og kvenna spiluðu á Neskaupstað um helgina. Ferðalögin gengu þó ekki þrautalaust fyrir sig en allir komust til síns heima í kvöld, mánudag.