Fréttir

Akureyri-Valur í KA-heimilinu í dag kl. 19:30

Nú er búið að ákveða að leikur Akureyrar og Vals hefst klukkan 19:30 í dag.

Stefnumóti 4.fl karla AFLÝST

Vegna veðurs hefur verið aflýst Stefnumót í 4.fl karla

Boð á kvennalandsleik Íslands og Frakklands 26. mars

Handknattleikssamband Íslands býður hér með öllum kvenniðkendum í yngri flokkum ( 3. flokkur kvenna og niður) hjá aðildarfélögum sínum á landsleik Íslands og Frakklands sem fram fer í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 26. mars n.k. kl 19.30. Þetta er leikur í riðlakeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember n.k. Ísland er í baráttu um að komast á Evrópumótið og er því allur stuðningur vel þeginn. Vinsamlega mætið í bláu því íslenska liðið kemur til með að spila í bláum búningum. ÁFRAM ÍSLAND HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS

Bjarki Þór og Ólafur Hrafn til Portúgals

Bjarki Þór Viðarsson og Ólafur Hrafn Kjartansson eru báðir í 18-manna hóp U17 ára landsliði Íslendinga sem tekur þátt í milliriðli EM í Portúgal.

Íslandsmót í þrepum frestað

Fimleikasamband Íslands hefur ákveðið að fresta Íslandsmótinu í þrepum vegna veðurs/ófærðar.Keppni í 1.og 2.þrepi fer fram á sunnudaginn í Ármanni, en keppni í 3.

Fjórar á úrtaksæfingar

Um næstu helgi fara Anna Rakel, Harpa Jóhanns, Saga Líf og Sara Mjöll á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði Íslands.

Aðalfundur handknattleiksdeildar KA

Aðalfundur handknattleiksdeildar KA fer fram miðvikudaginn 26. mars næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 18.00 í KA-heimilinu.

Unglingaflokkur kvenna: KA/Þór með sigur á ÍBV

Síðastliðinn föstudag mætti ÍBV í heimsókn til Akureyrar til að etja kappi við KA/Þór í 3. flokki kvenna. Liðin höfðu mæst fyrr í vetur en þá fór ÍBV með sigurorð í hörkuleik 30-27. ÍBV situr í 3. sæti deildarinnar á meðan KA/Þór situr í 7. sæti og berst fyrir því að komast í úrslitakeppnina en efstu 6 sætin í deildinni gefa sæti í úrslitakeppninni.

Símalausar keppnisferðir vekja athygli

Egill Ármann skrifaði grein um símalausar keppnisferðir og fór í framhaldinu í viðtal við Bylgjuna.

Góður sigur á Íslandsmeisturunum

Þór/KA gerði góða ferð suður á sunnudaginn þegar þær sigurðu Stjörnuna 2-1 í Akraneshöllinni.