Fréttir

Ida Hoberg til liðs við KA/Þór

KA/Þór fékk góðan liðsstyrk í dag fyrir síðari hluta keppnistímabilsins er Ida Hoberg skrifaði undir hjá liðinu. Ida kemur frá liði Randers HK í Danmörku þar sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár en þar áður var hún í Viborg HK en hún kemur uppúr yngriflokkastarfi Viborg

Tilnefningar til íþróttakarls KA 2022

Sex karlar eru tilnefndir til íþróttakarls KA fyrir árið 2022. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 95 ára afmæli félagsins þann 7. janúar næstkomandi

Tilnefningar til íþróttakonu KA 2022

Sex konur eru tilnefndar til íþróttakonu KA fyrir árið 2022. Þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og hefur ríkt mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 95 ára afmæli félagsins þann 7. janúar næstkomandi

Tilnefningar til þjálfara ársins 2022

Alls eru sjö þjálfarar eða þjálfarapör tilnefnd til þjálfara ársins hjá KA fyrir árið 2022. Þetta verður í þriðja skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins og verða verðlaunin tilkynnt á 95 ára afmæli félagsins í byrjun janúar

Tilnefningar til liðs ársins hjá KA 2022

Sex lið hjá KA eru tilnefnd til liðs ársins hjá félaginu árið 2022 en þetta verður í þriðja skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Verðlaunin verða tilkynnt á 95 ára afmæli félagsins í byrjun nýs árs og spennandi að sjá hvaða lið hreppir þetta mikla sæmdarheiti

Tilnefningar til Böggubikarsins 2022

Böggubikarinn verður afhendur í níunda skiptið á 95 ára afmæli KA í janúar en alls eru sex ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2022 frá deildum félagsins

Handboltaleikjaskólinn hefst aftur 15. jan

Handboltaleikjaskóli KA hefst aftur sunnudaginn 15. janúar eftir gott jólafrí. Skólinn hefur heldur betur slegið í gegn undanfarin ár og hafa viðtökurnar hafa verið frábærar þar sem bæði stelpur og strákar fá að kynnast handbolta á skemmtilegan hátt

Opið hús hjá lyftingadeild KA á gamlársdag

Lyftingadeild KA verður með opið hús á morgun, gamlársdag, þar sem öllum er velkomið að kíkja við og kynna sér aðstöðuna og starf deildarinnar. Einnig verður Gamlársmót sem stefnt er á að verði árlegur viðburður í kjölfarið

Skarpi og U19 með silfur á Sparkassen Cup

Skarphéðinn Ívar Einarsson og liðsfélagar hans í U19 ára landsliði Íslands í handbolta léku til úrslita á Sparkassen Cup í Þýskalandi sem lauk í dag. Íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu fjóra leiki sína sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum gegn heimamönnum í Þýskalandi

Jóhann Mikael skrifar undir fyrsta samninginn

Jóhann Mikael Ingólfsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta leikmannasamning hjá knattspyrnudeild KA en samningurinn er til þriggja ára. Jóhann sem er aðeins 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA