Fréttir

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn í KA-Heimilinu miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 18:00

KA/Þór - Haukar í beinni á KA-TV

KA/Þór tekur á móti Haukum í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 17:30 í KA-Heimilinu í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leik og því um algjöran fjögurra stiga leik að ræða

Bikarúrslitahelgin í húfi gott fólk!

Það er heldur betur stórleikur framundan hjá karlaliði KA í handboltanum klukkan 20:00 í KA-Heimilinu á miðvikudaginn. Afturelding mætir norður í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar og er því sæti í sjálfri bikarúrslitahelginni í húfi

Toppslagur KA og Aftureldingar kl. 15:00

Það er heldur betur stórleikur framundan í dag þegar KA tekur á móti Aftureldingu í risaleik í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna. Leikurinn hefst klukkan 15:00 í KA-Heimilinu og við þurfum á þínum stuðning að halda

KA - Fylkir kl. 13:30 á KA-TV

ATHUGIÐ BREYTINGU Á LEIKTÍMA! LEIKURINN ER NÚ SETTUR Á KL. 13:30

KA - Val flýtt til 17:30 í kvöld!

ATHUGIÐ AÐ LEIK KA OG VALS Í OLÍSDEILD KARLA HEFUR VERIÐ FLÝTT UM HÁLFTÍMA OG ER NÝR LEIKTÍMI ÞVÍ KL. 17:30 Í KVÖLD Í KA-HEIMILINU! SAMA GILDIR MEÐ LEIK UNGMENNALIÐS KA OG ÞÓRS, HANN ER NÚ KL. 19:45

Báðir leikir kvöldsins í beinni á KA-TV

Það er sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu í kvöld er KA tekur á móti Val í Olísdeild karla kl. 17:30 og í kjölfarið tekur ungmennalið KA á móti Þór í Grill 66 deildinni kl. 19:45. Það má búast við svakalegri spennu í báðum leikjum og ljóst að þú vilt ekki missa af þessari veislu

Halldór Stefán tekur við meistaraflokk KA

Handknattleiksdeild KA og Halldór Stefán Haraldsson hafa gert með sér þriggja ára samning og mun Halldór því taka við stjórn á meistaraflokksliði KA eftir núverandi tímabil. Áður hafði Jónatan Magnússon núverandi þjálfari liðsins gefið út að hann myndi hætta með liðið í vor

Risahandboltaveisla á föstudaginn!

Þú vilt svo sannarlega ekki missa af svakalegri handboltaveislu í KA-Heimilinu á föstudaginn en KA tekur þá á móti Íslandsmeisturum Vals í hörkuslag í Olísdeildinni klukkan 18:00 og í kjölfarið tekur við bæjarslagur þegar ungmennalið KA tekur á móti aðalliði Þórs í Grill 66 deildinni klukkan 20:15

Mögnuð keppni í tilefni fyrsta heimaleiksins

KA tekur á móti Herði í fyrsta heimaleik ársins í Olísdeild karla í handboltanum á morgun, laugardaginn 4. febrúar, klukkan 15:00. Þetta er fyrsti heimaleikur strákanna í næstum því tvo mánuði og eftirvæntingin mikil fyrir leiknum