Fréttir

Risahandboltaveisla á föstudaginn!

Þú vilt svo sannarlega ekki missa af svakalegri handboltaveislu í KA-Heimilinu á föstudaginn en KA tekur þá á móti Íslandsmeisturum Vals í hörkuslag í Olísdeildinni klukkan 18:00 og í kjölfarið tekur við bæjarslagur þegar ungmennalið KA tekur á móti aðalliði Þórs í Grill 66 deildinni klukkan 20:15

Mögnuð keppni í tilefni fyrsta heimaleiksins

KA tekur á móti Herði í fyrsta heimaleik ársins í Olísdeild karla í handboltanum á morgun, laugardaginn 4. febrúar, klukkan 15:00. Þetta er fyrsti heimaleikur strákanna í næstum því tvo mánuði og eftirvæntingin mikil fyrir leiknum

Frítt á fyrsta heimaleik ársins!

Olísdeild karla í handboltanum fer loksins aftur af stað með alvöru landsbyggðarslag í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar strákarnir okkar taka á móti Herði í fyrsta leiknum í tæpa tvo mánuði og við ætlum okkur mikilvægan sigur með ykkar stuðning

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju.

Áhorfsvika 1.-7. Febrúar

Í upphafi hvers mánaðar, 1. til og með 7. hvers mánaðar, eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur. Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.

Jóna, Gísli og Helena í úrvalsliðum fyrri hlutans

KA á þrjá fulltrúa í úrvalsliðum fyrri hluta úrvalsdeilda karla og kvenna í blaki en þetta eru þau Jóna Margrét Arnarsdóttir, Gísli Marteinn Baldvinsson og Helena Kristín Gunnarsdóttir. Öll hafa þau farið hamförum það sem af er vetri og ansi vel að heiðrinum komin

Kristoffer og Ingimar til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur þegar þeir Kristoffer Forgaard Paulsen og Ingimar Torbjörnsson Stöle gengu í raðir félagsins. Báðir koma þeir frá norska liðinu Viking Stavanger en Ingimar skrifaði undir þriggja ára samning við KA en Kristoffer kemur á láni

Kári Gauta framlengir út 2025

Kári Gautason skrifaði undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA í dag og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2025. Kári sem er uppalinn hjá KA er afar spennandi leikmaður en þrátt fyrir að vera einungis 19 ára gamall hefur hann nú þegar leikið þrjá leiki í efstudeild og bikar fyrir meistaraflokk KA

Steinþór Freyr framlengir út 2023

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið

Oscar og Zdravko fengu gull á RIG

Þeir Oscar Fernández Celis og Zdravko Kamenov leikmenn KA í blaki gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun í strandblaksmótinu Kóngur Vallarins á Reykjavík International Games eða RIG