27.03.2023
Nú eru aðeins tvær vikur í að KA hefji leik í Bestu deild karla ! Fyrsti leikur KA er á heimavelli gegn KR þann 10. apríl næstkomandi.
KA.is ætlar að hita upp fyrir komandi sumar
24.03.2023
KA/Þór tekur á móti Fram í síðasta heimaleik sínum fyrir úrslitakeppnina á laugardaginn klukkan 15:00. Það má búast við hörkuleik enda bæði lið í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni en leikur helgarinnar er liður í næstsíðustu umferð Olísdeildarinnar
24.03.2023
Sandra María Jessen var í dag valin í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem leikur vináttulandsleiki gegn Nýja-Sjálandi og Sviss dagana 7.-11. apríl næstkomandi. Sandra hefur farið hamförum á undirbúningstímabilinu kemur því aftur inn í hópinn en hún lék síðast með landsliðinu árið 2020
24.03.2023
Jónatan Magnússon tekur við sem nýr þjálfari IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næsta tímabili en Jonni sem hefur stýrt liði KA frá árinu 2019 gaf það út í vetur að hann myndi róa á önnur mið að núverandi tímabili loknu
22.03.2023
KA tekur á móti Aftureldingu í Olísdeild karla í handboltanum á morgun, fimmtudag, klukkan 19:00 í KA-Heimilinu en leikurinn er næstsíðasti heimaleikur strákanna í deildinni í vetur. Það er því ekki spurning að við þurfum að fjölmenna og styðja strákana til sigurs
22.03.2023
Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Hamar í fyrsta leik krossspils efstu liðanna í úrvalsdeild karla í blaki klukkan 20:15. Efstu þrjú lið deildarinnar mætast innbyrðis í krossspilinu og fáum við því rosalega leiki í lok deildarinnar
22.03.2023
Þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir úr Þór/KA eru báðar í lokahóp U19 ára landsliðs kvenna sem leikur í milliriðli undankeppni EM 2023. Ísland er þar í riðli með Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu en leikið er í Danmörku dagana 5.-11. apríl næstkomandi
20.03.2023
Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta frábærar fréttir enda Einar einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar og algjör lykilmaður í okkar liði
19.03.2023
Ungir KA menn náðu góðum árangri í bæði 18 ára 21 árs flokki um helgina í Judo en mótið var haldið í KA heimilinu. Í flokki undir 18 ára vann Margrét Matthíasdóttir til gullverðlauna í 63kg. flokki kvenna og Samir Jónsson til silfurverðlauna í -66 kg þyngdarflokki karla.
18.03.2023
KA og ÍBV mætast í undanúrslitum Lengjubikarsins klukkan 16:05 í Akraneshöllinni í dag en bæði lið unnu sinn riðil og fóru því áfram í undanúrslitin. Í hinum leiknum mætast Víkingur og Valur og verður spennandi að sjá hvaða lið fara áfram í sjálfan úrslitaleikinn