17.02.2023
KA tekur á móti Vestra í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Það er heldur betur mikið í húfi en bæði lið eru í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni og sannkallaður sex stiga leikur framundan
17.02.2023
Laugardaginn 4. mars setur handknattleiksdeild KA/Þórs og KA á stokk softballmót fyrir alla þá sem hafa gaman af því að hreyfa sig og hafa gaman. Spilað verður í KA heimilinu en mótið er aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri. Búningar lífga upp á stemmninguna en verður það valkvætt fyrir lið hvort tekið sé þátt í því. Aldrei að vita nema verðlaun verði veitt fyrir flottustu búningana🤩
Þátttökugjaldið er 3990kr á mann og er innifalið í því glaðningur fyrir liðið sem verður veittur við upphaf mótsins og miði á lokhófið sem verður haldið með pomp og prakt um kvöldið (meira um það síðar).
Ertu áhugamaður um handbolta eða jafnvel gömul kempa? Þá ertu á réttum stað því við bjóðum upp á tvær deildir (atvinnumannadeild og áhugamannadeild). Reglurnar eru einfaldar: spilað er með mjúkan bolta, 5 inná í einu (með markmanni), markmaður kemur með í sókn, hver leikur er 10 mín, bónusstig fyrir tilþrif og margt fleira skemmtilegt.
Skráning fer fram í gegnum netfangið softballmotak@gmail.com!Þegar þú skráir liðið þitt til leiks þurfa þessir þættir að koma fram:
- Nafn liðsins
- Fyrirliði liðsins (Fullt nafn og netfang) Til þess að hægt sé að hafa samband
- Í hvaða deild villtu að liðið þitt spili (áhugamanna- eða atvinnumannadeildinni)?
- Hvað eru margir liðsmenn?
Skorum á alla til að taka þátt og hafa gaman saman
15.02.2023
Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn í KA-Heimilinu miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 18:00
15.02.2023
KA/Þór tekur á móti Haukum í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 17:30 í KA-Heimilinu í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leik og því um algjöran fjögurra stiga leik að ræða
14.02.2023
Það er heldur betur stórleikur framundan hjá karlaliði KA í handboltanum klukkan 20:00 í KA-Heimilinu á miðvikudaginn. Afturelding mætir norður í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar og er því sæti í sjálfri bikarúrslitahelginni í húfi
12.02.2023
Það er heldur betur stórleikur framundan í dag þegar KA tekur á móti Aftureldingu í risaleik í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna. Leikurinn hefst klukkan 15:00 í KA-Heimilinu og við þurfum á þínum stuðning að halda
12.02.2023
ATHUGIÐ BREYTINGU Á LEIKTÍMA! LEIKURINN ER NÚ SETTUR Á KL. 13:30
10.02.2023
ATHUGIÐ AÐ LEIK KA OG VALS Í OLÍSDEILD KARLA HEFUR VERIÐ FLÝTT UM HÁLFTÍMA OG ER NÝR LEIKTÍMI ÞVÍ KL. 17:30 Í KVÖLD Í KA-HEIMILINU! SAMA GILDIR MEÐ LEIK UNGMENNALIÐS KA OG ÞÓRS, HANN ER NÚ KL. 19:45
10.02.2023
Það er sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu í kvöld er KA tekur á móti Val í Olísdeild karla kl. 17:30 og í kjölfarið tekur ungmennalið KA á móti Þór í Grill 66 deildinni kl. 19:45. Það má búast við svakalegri spennu í báðum leikjum og ljóst að þú vilt ekki missa af þessari veislu
09.02.2023
Handknattleiksdeild KA og Halldór Stefán Haraldsson hafa gert með sér þriggja ára samning og mun Halldór því taka við stjórn á meistaraflokksliði KA eftir núverandi tímabil. Áður hafði Jónatan Magnússon núverandi þjálfari liðsins gefið út að hann myndi hætta með liðið í vor