03.03.2023
Gabríel Lucas Freitas Meira og Ívar Arnbro Þórhallsson hafa skrifað undir nýja samninga við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu út sumarið 2025. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda báðir gríðarlega efnilegir og spennandi leikmenn
02.03.2023
Um helgina fer fram íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og fer mótið fram í Miðgarði í Garðabæ.
72 keppendur eru skráðir á mótið og á KA 7 af þeim, sem verður að teljast frábært afrek fyrir deildina sem heldur uppá 1 árs afmæli í lok marsmánaðar.
01.03.2023
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í mars innilega til hamingju.
01.03.2023
Dregið var í undanúrslit Kjörísbikars karla og kvenna í blakinu í dag og voru bæði lið KA að sjálfsögðu í pottinum og eðlilega mikil eftirvænting í loftinu. Það eru landsbyggðarslagir framundan en karlalið KA mætir liði Vestra og kvennaliðið mætir Þrótti Fjarðabyggð
01.03.2023
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verðum við að fresta áhorfenda viku sem átti að hefjast í dag fram í næstu viku.
Áhorfendavika verður því dagana 6.-11.mars :)
28.02.2023
Þorvaldur Daði Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Þetta eru frábærar fréttir enda Þorvaldur öflugur og spennandi leikmaður sem kemur úr yngriflokkastarfi KA
23.02.2023
Bikarkeppni yngriflokka í blaki fór fram á Akureyri um síðustu helgi í umsjón blakdeildar KA. Þetta er eitt stærsta yngriflokkamót í blaki undanfarin ár og getum við verið afar stolt af því hve vel mótið gekk fyrir sig en lið hvaðan æva af landinu léku listir sínar
17.02.2023
Það verður heldur betur nóg um að vera í íþróttahúsum Akureyrarbæjar um helgina þegar bikarkeppni yngriflokka í blaki fer fram á laugardag og sunnudag. Alls verður keppt í KA-Heimilinu, Íþróttahöllinni og Naustaskóla en bæði strákar og stelpur á aldrinum U14 og upp í U20 leika listir sínar
17.02.2023
KA tekur á móti Vestra í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Það er heldur betur mikið í húfi en bæði lið eru í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni og sannkallaður sex stiga leikur framundan
17.02.2023
Laugardaginn 4. mars setur handknattleiksdeild KA/Þórs og KA á stokk softballmót fyrir alla þá sem hafa gaman af því að hreyfa sig og hafa gaman. Spilað verður í KA heimilinu en mótið er aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri. Búningar lífga upp á stemmninguna en verður það valkvætt fyrir lið hvort tekið sé þátt í því. Aldrei að vita nema verðlaun verði veitt fyrir flottustu búningana🤩
Þátttökugjaldið er 3990kr á mann og er innifalið í því glaðningur fyrir liðið sem verður veittur við upphaf mótsins og miði á lokhófið sem verður haldið með pomp og prakt um kvöldið (meira um það síðar).
Ertu áhugamaður um handbolta eða jafnvel gömul kempa? Þá ertu á réttum stað því við bjóðum upp á tvær deildir (atvinnumannadeild og áhugamannadeild). Reglurnar eru einfaldar: spilað er með mjúkan bolta, 5 inná í einu (með markmanni), markmaður kemur með í sókn, hver leikur er 10 mín, bónusstig fyrir tilþrif og margt fleira skemmtilegt.
Skráning fer fram í gegnum netfangið softballmotak@gmail.com!Þegar þú skráir liðið þitt til leiks þurfa þessir þættir að koma fram:
- Nafn liðsins
- Fyrirliði liðsins (Fullt nafn og netfang) Til þess að hægt sé að hafa samband
- Í hvaða deild villtu að liðið þitt spili (áhugamanna- eða atvinnumannadeildinni)?
- Hvað eru margir liðsmenn?
Skorum á alla til að taka þátt og hafa gaman saman