Fréttir

Strákarnir áfram í undanúrslitin

KA tryggði sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar í blaki karla með afar góðum 3-0 heimasigri á HK í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar. KA hafði unnið 1-3 útisigur er liðin mættust í Kópavogi og vann þar með báða leikina í einvíginu og fer sannfærandi áfram í næstu umferð

Leik KA og HK seinkað til 20:30

KA tekur á móti HK í síðari leik liðanna í úrslitakeppninni í blaki karla klukkan 20:30 í KA-Heimilinu í kvöld. Sigur tryggir strákunum sæti í undanúrslitunum og við þurfum á ykkar stuðning að halda

Jens Bragi framlengir um tvö ár

Jens Bragi Bergþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Jens sem er enn aðeins 16 ára gamall lék 11 leiki með meistaraflokksliði KA á nýliðnu tímabili þar sem hann gerði 17 mörk, þar af 6 í heimaleik gegn Selfyssingum

Góður útisigur í fyrri leiknum gegn HK

KA og HK mættust í fyrri leik sínum í úrslitakeppninni í blaki karla í Kópavogi í kvöld en KA endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar en HK í 6. sæti. Leikið er heima og heiman en í húfi er sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins

Tryggðu þér evróputreyju KA!

Í tilefni af þátttöku KA í Evrópukeppni í fótboltanum í sumar verðum við með evróputreyju liðsins til sölu. Athugið að afar takmarkað upplag er í boði og ljóst að fyrstur kemur, fyrstur fær

Úrslitakeppnin byrjar hjá strákunum

Úrslitakepnin í blaki karla hefst í kvöld þegar HK tekur á móti KA klukkan 19:30. KA endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar og mætir hér liði HK sem endaði í 6. sæti deildarinnar. Liðin mætast fyrst á heimavelli HK og svo á föstudaginn á heimavelli KA klukkan 19:00

Hilmar Bjarki framlengir um tvö ár

Hilmar Bjarki Gíslason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru afar góðar fréttir en Himmi sem verður tvítugur í sumar hefur unnið sig jafnt og þétt í stærra hlutverk í okkar öfluga liði

Heimaleikur gegn Uppsveitum í bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag en áætlað er að leikið verði dagana 19.-21. apríl næstkomandi. Liðin í Bestu deildinni komu inn í pottinn í umferðinni en hin 20 félögin í pottinum höfðu unnið sína leiki í fyrstu og annarri umferð keppninnar

Einar Rafn markakóngur Olísdeildarinnar

Einar Rafn Eiðsson gerði sér lítið fyrir og varð markakóngur Olísdeildar karla í handbolta og er þetta þriðja árið í röð sem leikmaður KA er markakóngur. Að auki er þetta þriðja árið í röð sem að örvhentur leikmaður KA er markakóngur sem er mögnuð staðreynd

Frábær útisigur og sætið tryggt!

KA gerði afar góða ferð á Seltjarnarnesið í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í dag þegar strákarnir okkar unnu 30-31 útisigur á liði Gróttu. Fyrir leikinn var enn möguleiki á að KA myndi missa sæti sitt í efstu deild en það var ljóst frá fyrstu mínútu að strákarnir ætluðu ekki að láta það gerast