Fréttir

Bruno Bernat framlengir um 2 ár!

Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin. Bruno kom af krafti ungur inn í markið í meistaraflokksliði KA en hann verður 21 árs á næstu dögum og verður afar gaman að fylgjast áfram með hans framgöngu

KA/Þór í bikarúrslitum kl. 18:00 í dag

KA/Þór mætir Val í úrslitaleik Powerade bikars 4. flokks kvenna í handbolta klukkan 18:00 í Laugardalshöllinni í dag. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs

Ívar í U17 og Ingimar í U19 landsliðunum

Það eru stórir leikir framundan hjá U17 og U19 ára landsliðum Íslands í fótbolta en bæði lið leika í milliriðlum í undankeppni EM dagana 22.-28. mars næstkomandi og eigum við KA-menn einn fulltrúa í hvoru liði

Myndaveisla frá softballmóti KA og KA/Þórs

Meistaraflokkar KA og KA/Þórs stóðu fyrir glæsilegu softballmóti í KA-Heimilinu á dögunum og tóku alls 17 lið þátt. Keppt var í tveimur styrkleikaflokkum en fjölmargar gamlar kempur úr starfi KA og KA/Þórs rifu fram skóna og léku listir sínar á þessu stórskemmtilega móti

KA í úrslit Kjörísbikars kvenna!

KA leikur til úrslita í Kjörísbikarnum í blaki kvenna en stelpurnar okkar tryggðu sig í úrslitaleikinn með afar sannfærandi 3-0 sigri á Þrótti Fjarðabyggð í undanúrslitum í dag. Sigur stelpnanna var í raun aldrei í hættu og alveg ljóst að stelpurnar ætla sér að verja bikarmeistaratitilinn

Metnaðarfullar breytingar hjá fótboltanum

Knattspyrnudeild KA hefur gert metnaðarfullar breytingar á starfi sínu sem feljast í því að fjölga stöðugildum á skrifstofu félagsins þar sem markmiðið er að auka enn á faglegheit í kringum okkar öfluga starfs og bjóða upp á enn betri þjónustu fyrir iðkendur okkar

KA Podcastið - Blakbikarveisla

KA Podcastið hefur göngu sína að nýju enda blakveisla framundan þegar úrslitahelgi Kjörísbikarsins fer fram. Veislan hefst kl. 17:30 í dag þegar karlalið KA mætir Vestra og á morgun, föstudag, mætir kvennalið KA liði Þróttar Fjarðabyggðar kl. 20:15

Kjörísbikarveislan hefst í dag!

Úrslitahelgi Kjörísbikarsins í blaki er runnin upp og strákarnir okkar ríða á vaðið klukkan 17:30 þegar þeir mæta liði Vestra í undanúrslitunum í dag. Á morgun, föstudag, leika svo stelpurnar okkar gegn Þrótti Fjarðabyggð í undanúrslitum kvenna kl. 20:15 og ekki spurning að bæði lið ætla sér í úrslitaleikinn

6 Íslandsmeistaratitlar og 3 íslandsmet

KA átti sjö keppendur á Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum um helgina. Um er að ræða fyrsta mót KA í kraftlyftingum í áraraðir. Það má með sanni segja að félagið hafi staðið sig með sóma á mótinu. Sex Íslandsmeistaratitlar, ein silfurverðlaun og þrjú Íslandsmet skiluðu sér heim í KA heimilið ásamt því að félagið endaði í öðru sæti í liðakeppninni í karlaflokki með 45 stig

Fimm fulltrúar KA/Þórs í Tékklandi

Stúlknalandslið Íslands í handbolta skipuð leikmönnum U19 og U17 léku bæði tvo vináttulandsleiki í Tékklandi um helgina en bæði lið undirbúa sig nú fyrir EM í sumar. U19 leikur á EM í Rúmeníu og U17 leikur á EM í Svartfjallalandi