Fréttir

Frá aðalstjórn KA

KA harmar það slys sem varð sumarið 2021 þegar hoppukastali tókst á loft með þeim hörmulegu afleiðingum sem af því hlaust. Hugur okkar í KA hefur fyrst og fremst verið hjá þeim sem fyrir þessu skelfilega slysi urðu. Svo verður áfram

Birkir Bergsveinsson með brons á Reykjavik Judo Open.

Birkir Bergsveinsson átti gott mót og lenti í þriðja sæti á Reykjavik Judo Open um helgina. Reykjavik Judo Open er alþjóðlegt mót sem hefur farið stækkandi undanfarin ár og í ár voru tæplega 50 erlendir keppendur mættir til leiks.

KA/Þór tekur á móti toppliði Vals

KA/Þór tekur á móti toppliði Vals í Olísdeild kvenna í handboltanum á morgun, laugardag, klukkan 15:00. Stelpurnar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru staðráðnar í að leggja sterkt lið Vals að velli en þurfa á þínum stuðning að halda

Pætur Petersen til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Pætur Petersen en hann er 24 ára gamall landsliðsmaður Færeyja. Pætur gengur til liðs við KA frá færeyska liðinu HB í Þórshöfn og er samningurinn til þriggja ára

Sigríður og Þormóður fengu heiðursviðurkenningu

Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2022 fór fram í Hofi í gær við hátíðlega athöfn og voru fjórar heiðursviðurkenningar frá fræðslu- og lýðheilsuráði Akureyrar fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta á Akureyri afhentar. Við í KA áttum þar tvo fulltrúa en það eru þau Sigríður Jóhannsdóttir og Þormóður Einarsson

Nökkvi er íþróttakarl Akureyrar 2022!

Nökkvi Þeyr Þórisson var í kvöld kjörinn íþróttakarl Akureyrar fyrir árið 2022 og er þetta annað árið í röð sem að íþróttakarl ársins kemur úr röðum knattspyrnudeildar KA en Brynjar Ingi Bjarnason varð efstur í kjörinu fyrir árið 2021

Íþróttafólk Akureyrar valið í dag

Kjör íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2022 fer fram í Hofi í dag klukkan 17:30 en húsið opnar klukkan 17:00 og er athöfnin opin öllum sem áhuga hafa. ÍBA stendur fyrir kjörinu og eigum við í KA fjölmarga tilnefnda í ár

KA vann 4-0, fyrsti leikur Jóhanns Mikaels

KA vann þriðja stórsigur sinn í Kjarnafæðismótinu um helgina er strákarnir sóttu Völsung heim. Staðan var að vísu markalaus í hálfleik en fjögur mörk í þeim síðari tryggðu sannfærandi 0-4 sigur KA liðsins sem er því með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í mótinu

Risaheimaleikir á laugardaginn!

Blakið fer heldur betur aftur af stað með krafti en bæði karla- og kvennalið KA leika heimaleik á laugardaginn í toppbaráttu efstu deildanna. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 12:00 þegar topplið Hamars mætir norður en Hamarsmenn eru ósigraðir í deildinni til þessa

Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun

Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun, laugardag, gott fólk þegar KA/Þór tekur á móti HK í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 15:00. Stelpurnar unnu frábæran sigur í fyrsta leik ársins og ætla að fylgja því eftir með heimasigri