Fréttir

2.fl: Tap gegn Þórsurum - KA í B deild

Lokatölur leiks Þórs og KA sem fram fór á Þórsvelli í dag voru 3 - 1 fyrir Þór. Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 2 - 0 í fyrri hálfleik og leiddu þannig fram að 70. mínútu. Þá minnkuðu KA-menn muninn 2 - 1. Mikil barátta var í okkar mönnum en þrátt fyrir það komust Þórsarar í 3 - 1 stuttu eftir mark okkar manna og þannig lyktaði leiknum. Með sigri eða jafntefli hefði KA tryggt sætið í A-deildinni á næsta ári. Hins vegar fór það ekki þannig í þetta skipti og leikur 2. flokkur KA því í B-deild á næsta ári.

2.fl: Alvöru KA/Þórs-slagur á Þórsvelli

Það verður örugglega ekkert gefið eftir á Þórsvelli kl. 17.00 á morgun, þriðjudag, þegar 2. flokkur Þórs og KA mætast í síðasta leik sumarsins í A-deild Íslandsmótsins. Og ekki nóg með að þetta verði Akureyrarslagur með öllu sem því fylgir, heldur verður þetta væntanlega hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fellur úr A-deildinni niður í B-deild á næsta keppnistímabili.

Höldur og Hafnyt ehf styðja Júdódeild KA

Höldur og Hafnyt hafa fjármagnað kaup á vandaðri vog fyrir Júdódeild KA. Eins og flestir vita keppa júdómenn í þyngdarflokkum og því mikilvægt að hafa löglega vog við mótahald. Nákvæm vog er einnig gríðarlega mikilvæg fyrir allt afreksfólk okkar á keppnistímabilum.

Glærur frá fyrirlestri Fríðu Rúnar um næringarfræði

Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur var með fyrirlestur um næringarfræði miðvikudaginn 7. september síðastliðinn í KA heimilinu fyrir þjálfara, iðkendur og foreldra.

Haukur Heiðar leikmaður ársins

Haukur Heiðar Hauksson var útnefndur leikmaður ársins hjá meistaraflokki KA í knattspyrnu í lokahófi félagsins á Hótel KEA í gærkvöld. Ómar Friðriksson var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn.

KA með öruggan sigur á BÍ/Bolungarvík

KA vann öruggan og sanngjarnan sigur á BÍ/Bolungarvík í síðustu umferð 1. deildar karla á Akureyrarvelli í dag - 3-0.

Allt að smella á Akureyrarvelli! - Opið hús á morgun

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Akureyrarvelli, heimavelli KA, núna í sumar. Þetta er loksins allt að smella, stúkan að verða klár og þökulagning í kringum völlin hafin. Nú er nánast búið að þekja gömlu hlaupabrautina, síðan verður þökulagt sunnan við völlinn á næstunni. Það er síðan von manna að hægt verði að færa völlinn seinna meir aðeins sunnar á nýtt gras og sömuleiðis aðeins vestar, nær stúkunni. Það mun bæði bæta aðstæður til knattspyrnuiðkunar og einnig yfirlit yfir völlinn úr stúkunni.

Logi Geirsson var með opna æfingu fyrir handboltakrakka - myndir

Handknappleikskappinn Logi Geirsson kom til okkar á dögunum að kynna handboltaskó frá ASICS þar sem gerður hefur verið samningur milli Unglingaráðs KA og Sportís um 25% afslátt af handboltaskóm fyrir iðkendur KA. Einnig var Logi með opna æfingu þar sem mættu krakkar af öllum aldri og heppnaðist bara vel. Hér á eftir eru nokkrar myndir sem Hannes Pétursson tók á æfingunni.

Foreldrafundur hjá 5. flokk kvenna

Á morgun, fimmtudag, er foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn 5. flokks kvenna í handboltanum. Fundurinn hefst klukkan 17:30 og er inn í fundarsalnum. Hægt er að ná í þjálfara flokksins í síma 868-2396 (Stefán) 848-5144 (Kolla) Einnig er hægt að senda tölvupóst á stebbigje@gmail.com ef þið hafið einhverjar spurningar. Kv. Þjálfarar

3.fl: KA bikarmeistari í 3. flokki kk!

KA-strákarnir í 3. flokki karla eru bikarmeistarar KSÍ fyrir Norður- og Austurland. Þeir sigruðu KF/Tindastól í frábærum úrslitaleik á Akureyrarvelli í kvöld með fjórum mörkum gegn tveimur.