Fréttir

Breytingar á æfingum I1-I2-I3-F1-F2ogK1

Vinsamlegast athugið að vikuna 15-19.ágúst breytast æfingar hjá afrekshópum.

Parkournámskeið stundaskrá

Hér kemur stundakskrá fyrir parkournámskeiðið

Leik 2.flokks frestað: Fer fram mánudaginn 15. ágúst!!

Leik 2. flokks við Víking, sem fram átti að fara sunnudaginn 14. ágúst, hefur verið frestað um sólarhring og verður hann spilaður á Akureyrarvelli mánudaginn 15. ágúst kl. 17:30. Ástæða frestunarinnar er sú að Víkingar náðu ekki í lið eftir að hafa fengið 2 rauð spjöld gegn Þór sl. föstudag og meginþorrinn af liðinu var í útlöndum að skemmta sér, því var leiknum frestað þannig að Víkingar gætu náð saman í lið.  Það breytir engu fyrir KA-menn því þeir ætla sér sigur gegn toppliðinu. Leikurinn fer fram sem fyrr segir á Akureyrarvelli  og eru allir hvattir til að mæta og styðja strákana í baráttunni!

Myndaveisla: KA 4 - 1 Þróttur

KA sigraði Þrótt á Fimmtudag eins og flestir vita og Sævar Geir var á vellinum og tók myndir. Ef smellt er á lesa meira, má sjá myndirnar og einnig 4.mark KA, sem er samsett úr nokkrum myndum sem Þórir Tryggva tók.

Handboltaæfingar 4. flokks 15. - 20. ágúst

Mánudagur - KA heimili - útiæfing kl. 17.00 Þriðjudagur - Höllin - æfing í sal kl. 17.00 - mæta líka með útiföt Fimmtudagur - KA heimili - útiæfing kl. 17.00 Föstudagur - Höllin - æfing í sal kl. 17.00 - mæta líka með útiföt Minni á Facebook síðu flokksins "4. flokkur handbolti KA piltar" þar sem allar upplýsingar um æfingar og keppnisferðir verður að finna. Jói Bjarna í s. 662-3200.

Umfjöllun: Stórsigur á Þrótti

Það er spurning hvort KA-mönnum verði ekki mútað til að mæta á völlinn framvegis með góðum kræsingum, því fjöldinn allur af fólki mætti á KA-völl (hinn neðri) í kvöld og ber að fangna því! Húrra fyrir ykkur!

KA tekur á móti Þrótti í kvöld og ÞÚ MÆTIR! (myndband)

Í kvöld taka KA-menn á móti Þrótti í afar mikilvægum leik í 1. deildinni. Leikurinn fer sem fyrr fram á hinum iðgræna KA-velli niður í miðbæ, mikið verður um fínerí fyrir leik þar sem gulir og góðir KA-menn ætla að grilla pylsur fyrir KA-menn og aðra og fyrst um sinn verða gefnir sundboltar frá Nivea á meðan birgðir endast. Tendrað verður í grillinnu klukkan 18 en leikurinn hefst svo klukkan 19. Allir að henda í sig einni pylsu með öllu til að slaka á raddböndum svo hægt verði að þenja þau á meðan á leik stendur!

Grillveisla yngri flokka KA fyrir Þróttaraleikinn.

Á morgun, fimmtudaginn 11. ágúst, á meistaraflokkur KA heimaleik gegn Þrótti Reykjavík klukkan 19 á okkar iðagræna Akureyrarvelli. Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir okkar menn sem hafa hægt og sígandi verið að bæta fleiri stigum í sarpinn. Það er því afskaplega mikilvægt að allir KA-menn, stórir sem smáir, mæti á völlinn og hvetji strákana okkar til dáða.

Parkour Námskeið

Næstu viku (15.-18.ágúst) fer fram Parkour námskeið hjá okkur.Við höfum fengið til okkar Parkour þjálfara frá Danmörku Tom Nyeng Möller.Tom mun sjá um námskeiðið ásamt þeim Stefáni Þór Friðriksyni og Erni Haraldssyni.

C-stigs námskeið fyrir handknattleiksdómara

Helgina 26.-28. ágúst verður haldið C-stigs dómaranámskeið, en það er efsta stig dómararéttinda. Skráning fer fram á robert@hsi.is og lýkur föstudaginn 19. ágúst nk. Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma. Áhugasamir KA menn sem vilja dæma í vetur geta fengið námskeiðið og ferðir greiddar af félaginu.  Hafið sambandi við Erling í síma 690-1078.