Fréttir

Davíð Rúnar og Ómar gera nýja tveggja ára samninga við KA

Davíð Rúnar Bjarnason og Ómar Friðriksson, leikmenn meistaraflokks KA í knattsyrnu, framlengdu í dag samninga sína við félagið til næstu tveggja ára.

Fyrsti úrvalsdeildarleikur KA/Þór á heimavelli á laugardaginn

Það er FH sem kemur í heimsókn til KA/Þór á laugardaginn þegar meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik að þessu sinni í N1 deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og það er ókeypis aðgangur. Segja má að þetta verði alger kvenna leikur hjá KA/Þór – FH, því dómararnir verða þær Guðrún Dóra Bjarnadóttir og Ragna K. Sigurðardóttir.  Frábært að fá loks kvenndómarapar.  Eftirlitsmaður á leiknum verður hin þrautreynda Helga Magnúsdóttir. Við hvetjum alla til að fjölmenna í KA heimilið og styðja stelpurnar og jafnframt geta menn barið augum nýja gólfið í húsinu en loksins er langþráður draumur orðinn að veruleika með úrbætur á gólfinu.

K.A. - Knattspyrnufélag Akureyrar - leitar að framkvæmdastjóra

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar eftir að ráða öflugan starfsmann, sem framkvæmdastjóra félagsins. Félagið leitar að einstaklingi, karli eða konu, með brennandi áhuga á íþrótta- og félagastarfsemi, sem getur unnið sjálfstætt og hefur metnað til að ná árangri.

5. flokkur KA/Þór gerir það gott - myndir

5. flokkur kvenna yngra ár gerði góða ferð suður um liðna helgi. KA/Þór hafði tvö lið skráð til leiks, annars vegar lið KA/Þór1 sem var skipað reynslumeiri leikmönnum og KA/Þór2 sem var skipað leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og þeim sem hingað til hafa reynt að hafa sig til hlés inn á vellinum.

Handboltadagur KA laugardaginn 15. okt - fréttabréf unglingaráðs

KA handboltadagur verður haldin laugardaginn 15. október og vonumst við til að sjá sem flesta.  Þá verður skráning iðkenda/innheimt æfingagjöld og  boðið upp á veitingar.   Í ár ætlum við að leggja áherslu á kvennaboltann í KA/Þór.  Einvarður Jóhannsson ætlar að hafa skemmtilega æfingu fyrir stelpur í 1.-5. bekk kl. 11:30-12:30 og er ÖLLUM  stelpum í bænum á þessum aldri boðið að koma og prófa handbolta. Kl. 12:30 spilar 3. flokkur KA/Þór við FH, kl.14:00 spila sömu lið í 4. flokki og kl.16:00 sömu lið í meistaraflokki kvk.  Þannig að það er tilvalið að koma í KA heimilið á laugardaginn, prófa handbolta, horfa á leiki og fá sér vöflukaffi.

Ómar valinn í U-19 landsliðið

Ómar Friðriksson hefur verið valinn í U-19 landsliðið sem spilar í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur dagana 21. til 26. október nk.

Skrifstofan lokuð

Skrifstofan verður lokuð fimmtudaginn 27.október en hægt er að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.is.Skrifstofan verður svo opin eftir helgina samkvæmt opnunartíma.Kv, Guðný á skrifstofu fimak.

Þakkir til allra sem gerðu handknattleiksmót 6. flokks mögulegt

Nú er lokið fyrsta stóra handboltamótinu sem KA kemur að í vetur, það var Íslandsmót 6. flokks yngra ár í stelpna og drengja flokki sem við héldum ásamt Þór. Við viljum byrja á því að þakka Þór fyrir gott samstarf og einnig öllum þeim sem gerðu okkur mögulegt að halda þetta mót jafnt styrktaraðilum, samstarfsaðilum og þeim sem unnu óeigingjarna sjálfboðavinnu.

Handknattleiksmót 6. flokks karla og kvenna - lokastaða og myndir

Nú um helgina fór fram hér á Akureyri umferð í Íslandsmótinu í handknattleik fyrir 6. flokk karla og kvenna. Það voru KA og Þór sem héldu mótið og var leikið í KA heimilinu og Íþróttahöllinni. Nú liggja fyrir öll úrslit og lokastaða í mótsins og er hægt að sjá það allt í leikjaskránni. Einnig eru komnar ljósmyndir frá mótinu. Smelltu hér til að sjá allt um mótið!                

Góður árangur KA á Haustmóti JSÍ.

KA átti fjóra keppendur á Haustmóti JSÍ (fullorðinna) sem fram fór á Selfossi í gær.  Árangur þeirra varð eftirfarandi: