20.08.2011
6. flokkur karla og kvenna léku í dag á annars vegar Pollamóti og hins vegar Hnátumóti sem eru Íslandsmót 6. flokks. Mótunum er skipt
í Suðurlandskeppni og Norður-&Austurlandskeppni
20.08.2011
Nú þegar skólarnir eru í þann mund að byrja hefur tímatafla ynfri flokka tekið nokkrum breytingum og æfa flokkarnir frá og með
mánudeginum næsta til 8.september eins og stendur hér að neðan:
20.08.2011
Á morgun tekur 2.flokkur á mót ÍA í A-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Akureyrarvelli og allir eru hvattir til að láta sjá sig
eftir frábæran 3-0 sigur á Víking! Fyrri leikur liðanna fór 3-3 í hörku leik þar sem KA jafnaði á 93.mínútu og
því má búast við hörku leik aftur á morgun. Liðin sitja í 5 og 6 sæti deildarinnar og eru Skagamenn með 19 stig einu meira en KA.
Þannig allir á völlinn á morgun og styðjum KA!!!!
19.08.2011
KA-menn tóku á móti Selfyssingum í fyrstu deild karla í kvöld í frábæru veðri á Akureyrarvelli. Eins mikið og mig myndi
langa að skrifa langa umfjöllun er það bara ekki hægt, en þrátt fyrir 3 mörk gerðist EKKERT nema örfá dómaramistök.
18.08.2011
Á morgun, föstudag, taka KA-menn á móti Selfossi á Akureyrarvelli. Spáð er draumaveðri til
knattspyrnuiðkunar, 13 stiga hita, 3 metrum norð/austan og skýjuðu = ENGIN AFSÖKUN FYRIR AÐ MÆTA EKKI!
Leikurinn hefst klukkan 18:15 og ALLIR VERÐA ÞAR!
16.08.2011
2. flokkur kk lék í gær við Víking R. að viðstöddum örfáum hræðum á Akureyrarvelli. Víkingar voru í
öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn og unnu þeir fyrri leik liðanna 5-2, en þeir sáu aldrei til sólar í leiknum og var gamli KA-maðurinn
Davíð Örn Atlason, sem var á láni hjá KA fyrripart sumars frá Víkingi, þeirra langbesti maður.
14.08.2011
Vinsamlegast athugið að vikuna 15-19.ágúst breytast æfingatími afrekshópa.
14.08.2011
Vinsamlegast athugið að vikuna 15-19.ágúst breytast æfingar hjá afrekshópum.
14.08.2011
Hér kemur stundakskrá fyrir parkournámskeiðið
14.08.2011
Leik 2. flokks við Víking, sem fram átti að fara sunnudaginn 14. ágúst, hefur verið frestað um sólarhring og verður hann spilaður á
Akureyrarvelli mánudaginn 15. ágúst kl. 17:30. Ástæða frestunarinnar er sú að Víkingar náðu ekki í lið
eftir að hafa fengið 2 rauð spjöld gegn Þór sl. föstudag og meginþorrinn af liðinu var í útlöndum að skemmta sér,
því var leiknum frestað þannig að Víkingar gætu náð saman í lið. Það breytir engu fyrir KA-menn því
þeir ætla sér sigur gegn toppliðinu. Leikurinn fer fram sem fyrr segir á Akureyrarvelli og eru allir hvattir til að mæta og styðja strákana
í baráttunni!