15.07.2011
Fannar Hafsteinsson, hinn stórefnilegi 16 ára markvörður K.A. fer eftir helgi til fyrstu deildarliðsins Watford og
úrvalsdeildarfélagsins Tottenham til reynslu. Hann mun dvelja í Englandi næstu 12 daga.
15.07.2011
Í gær, fimmtudaginn 13. júlí, voru Hrefnu G. Torfadóttur, formanni KA og Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra á Akureyri veitt
samfélagsverðlaun Friðahlaupsins, Kyndilberi friðar. Þessi heiðursverðlaun eru veitt einstaklingum ,,sem hafa unnið þrotlaust
óeigingjarnt starf í þágu betra samfélags“.
15.07.2011
Elmar Dan Sigþórsson gekk í dag í raðir KA-manna og verður löglegur með KA í leiknum mikilvæga á móti Leikni á
Akureyrarvelli á morgun. Elmar Dan hefur undanfarin tvö ár búið í Noregi og spilað með tveimur þarlendum liðum, síðast með 2.
deildar liðinu Förde. Elmar Dan hefur nú flutt heim til Akureyrar með fjölskyldunni og er albúinn að taka þátt í slagnum sem framundan er
með KA.
15.07.2011
Þórir Tryggva stendur alltaf fyrir sínu og sendi að vanda myndir frá leik KA og Þórs í 2.flokki á miðvikudag.
Myndir má sjá hér!
14.07.2011
Ef smellt er á tengilinn að neðan er hægt að sjá myndir frá tapi KA gegn ÍA í síðustu viku. Myndirnar tók Þórir
Tryggva
Myndir hér
14.07.2011
Dagana.18.-23.júlí verða Evrópumeistararnir í Hópfimleikum á ferð um landið.
13.07.2011
Annar flokkur tók á móti Þór í, eins og við var að búast, miklum
baráttuleik þar sem bæði lið áttu lipra spretti og góð færi á milli harðra tæklinga og smá handalögmála.
Leikurinn besta skemmtun og alvöru nágrannaslagur.
13.07.2011
KA og Þór eigast við í ,,mini-derby" leik á Akureyrarvelli í kvöld og hefst hann kl 19.30
13.07.2011
Því miður tókst okkur ekki að sækja það sem við ætluðum vestur á firði í gær eða 3
stig. Eftir að við höfðum haft forustuna lengi tókst heimamönnum að tryggja sér sigur.
12.07.2011
Okkar menn leika í kvöld seinasta leik í fyrri umferð Íslandsmótsins gegn BÍ/Bolungarvík. Leikurinn fer fram á
Torfnesvelli og hefst hann kl. 20.00.
Gestgjöfum okkar hefur gengið þokkalega í deild, en þeirra bestu stundir í ár hafa komið í bikarnum þar sem við
þeim blasir leikur í undanúrslitum gegn KR. BÍ/Bol er sem stendur í áttunda sæti með þrettán stig, við í tíunda
með tíu stig.