26.09.2011
Sigurbjörg Níelsdóttir, sem flestir þekktu undir gælunafninu Bögga, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi
sunnudagsins 25. september, á 54. aldursári.
26.09.2011
Svíinn Boris Lumbana kom til KA sl. vor að láni frá sænska úrvalsdeildarliðinu
Örebro þar sem meðal annars þjálfarinn Gunnlaugur Jónsson lék um tíma. Heimasíðan sló á þráðinn til Boris og spurði hann út í sumarið. “Sumarið var
mjög gott, en ég get ekki sagt það sama um veðrið! Það var frekar kalt en í heildina litið var sumarið mjög gott,” sagði
Boris.
26.09.2011
KA endaði tímabilið í 8. sæti 1. deildar og er Gunnlaugur Jónsson þjálfari sáttur með seinni
umferðina en KA var með þriðja besta árangur allra liða í seinni umferð. “Ég er mjög sáttur við stígandann í
liðinu, í seinni umferðinni er liðið með þriðja besta árangur í deildinni, aðeins toppliðin tvö, ÍA og Selfoss, eru með
betri árangur. Við byrjum mótið mjög vel en frá og með 4. umferð kom mikil lægð þar sem aðeins vannst einn sigur í 9
leikjum,” sagði Gunnlaugur í samtali við ka-sport.is.
25.09.2011
Steingrímur Örn Eiðsson er næstur á dagskrá í 100 leikja klúbb félagsins en það má með sanni segja að hann hafi
rétt slefað inní þennan góða klúbb. Steini er uppalinn á Ólafsfirði og lék með Leiftri áður en að hann gekk til
liðs við KA, 4 Apríl 1997.
21.09.2011
Á laugardaginn ætla nokkrir góðir KA menn að taka til hendinni í félagsheimili KA og þrífa þar allt hátt og lágt og eru
öllum KA - mönnum og konum velkomið að mæta í þó ekki nema smá stund og hjálpa til. Boðið verður upp á
glóðvolgt kaffi svo allir endilega að mæta og hjálpa til. Byrjað verður klukkan 11 og er áætlað að vinnu verði lokið um 14.
Allir mega mæta og þurfa ekki að vera allan tímann
21.09.2011
Um síðustu helgi tók meistaraflokkur kvenna þátt í Errea-mótinu á Seltjarnarnesi. Mótið var æfingamót en auk
KA/Þór tóku Grótta, HK, ÍBV og þátt í mótinu. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.
21.09.2011
Getraunastarf KA hefst á ný eftir sumarfrí. Fyrirkomulagið verður með öðru sniði en áður eða deildarkeppni þar
sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð.
20.09.2011
Haukur Heiðar Hauksson, fyrirliði KA, var valinn í lið ársins í 1. deild Íslandsmótsins á Fotbolti.net, en niðurstaða
vefsíðunnar var kunngjörð síðdegis í dag.