07.09.2011
Í gær morgun lögðu drengir fæddir árið 1993 og 1994 land undir fót og héldu til Tenerife ásamt fyrrum (og núverandi)
þjálfara sínum, Einvarði Jóhannessyni. Markmið ferðarinnar eru æfingar ásamt æfingaleikjum gegn eyjaskeggjum á Tenerife.
06.09.2011
Fimmtudagskvöldið 8. september verður haldinn íbúafundur vegna deiliskipulagsins "Dalsbraut frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut".
Fundurinn verður í Lundarskóla og hefst kl. 20.30. Við hvetjum alla til að mæta.
06.09.2011
Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur verður með fyrirlestur um næringarfræði miðvikudaginn 7. september kl.
20:00. í KA heimilinu fyrir þjálfara, iðkendur í 3. og 4. flokki.
Einnig eru foreldrar allra barna sem æfa handbolta velkomnir.
06.09.2011
Í dag var undirritaður samstarfssamningur yngriflokkastarfs KA í knattspyrnu og fóðurvörufyrirtækisins Bústólpa sem felur í sér
stuðning fyrirtækisins við yngri flokkana í ár og næstu tvö ár og þar með verður Bústólpi einn af stærri
stuðningsaðilum yngri flokka KA í knattspyrnu.
06.09.2011
Næstkomandi fimmtudag, 8. september, verður efnt til lokahófs yngri flokka KA í knattspyrnu í KA-heimilinu og eru allir iðkendur í sumar
eindregið hvattir til að mæta og taka þátt.
06.09.2011
Goldieshópar byrja í dag 6.september.Æfingar eru á þriðjud.og fimmtud.kl: 20-22.
05.09.2011
Það verður ekki annað sagt en að gærdagurinn, sunnudagurinn 4. september, hafi verið heldur erfiður fyrir yngri flokka KA í fótbolta.
Fjórir flokkar voru í eldlínunni í úrslitum Íslandsmótsins í fótbolta en allir leikir gærdagsins töpuðust.
03.09.2011
Srdjan Tufegdzic betur þekktur sem Túfa hefur fyrir löngu skráð nafn sitt í hjörtu KA-manna en hann kom hingað frá Serbíu árið
2006. Síðan þá eru liðinn 101 leikur og hann því kominn í 100 leikja klúbinn sem undirritaður er að fara yfir og verða þeir
leikmenn sem komnir eru með yfir 100 leiki fyrir félagið nefndir hér á síðunni með nokkra daga millibili. En við óskum Túfa til hamingju
með þennan áfanga!!
03.09.2011
Það verða nokkrir gríðarlega mikilvægir leikir hjá yngri flokkum KA á morgun, sunnudag, í úrslitakeppni Íslandsmótsins
í knattspyrnu og eru allir sannir KA-menn hvattir til þess að hvetja okkar krakka af krafti.
03.09.2011
KA-menn sigldu góðum 4-3 sigri í land á Akureyrarvelli í dag gegn Víkingi Ólafsvík og eru nú komnir í 7. sæti deildarinnar.