24.11.2022
Kvennalið KA/Þórs tekur nú við pöntunum á frábærum KA, KA/Þórs og Þórs náttfötum hvort sem er fyrir börn eða fullorðna. Það er fátt notalegra en að vera í góðum náttfötum og hvað þá þegar þau eru merkt þínu liði
19.11.2022
Lyftingadeild KA hefur tekið í notkun nýjan lyftingasal.
Salurinn er staðsettur að Tryggvabraut 22 og er í samstarfi við líkamsræktarstöðina Norður.
18.11.2022
Mikael Breki Þórðarson skrifaði í dag undir nýjan fjögurra ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Þetta eru frábærar fréttir enda Mikki gríðarlega efnilegur og öflugur leikmaður
15.11.2022
U16 ára landslið karla í fótbolta kemur saman til æfinga dagana 28.-30. nóvember næstkomandi og á KA alls þrjá fulltrúa í hópnum. Þetta eru þeir Aron Daði Stefánsson, Jóhann Mikael Ingólfsson og Mikael Breki Þórðarson
12.11.2022
Birgir Baldvinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína á nýliðnu sumri
11.11.2022
Það er heldur betur nóg um að vera hjá okkur í KA-Heimilinu um helgina en öll þrjú meistaraflokkslið okkar í handboltanum eiga heimaleik
10.11.2022
Knattspyrnudeild KA fékk góðan liðsstyrk í dag þegar Harley Bryn Willard skrifaði undir hjá félaginu. Willard er 25 ára gamall framherji frá Skotlandi sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2019 og vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína
09.11.2022
Blakveislan heldur áfram í kvöld þegar KA tekur á móti Völsung í nágrannaslag í úrvalsdeild kvenna klukkan 20:15. KA vann góðan heimasigur á Þrótti Fjarðabyggð um helgina og eru stelpurnar því með tvo sigra og eitt tap eftir fyrstu þrjá leiki sína
08.11.2022
Dregið hefur verið í Evrópuhappdrætti knattspyrnudeildar KA en fjórir stórir vinningar voru í húfi. Þeir heppnu geta sótt vinningana upp í afgreiðslu KA-Heimilisins og þökkum við þeim sem lögðu okkur lið með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn
08.11.2022
Knattspyrnudeild KA framlengdi í dag samninga sína við þá Branislav Radakovic og Eið Ben Eiríksson. Branislav eða Bane eins og hann er iðulega kallaður hefur verið markmannsþjálfari KA frá árinu 2018 auk þess sem hann hefur aðstoðað markmenn yngriflokka félagsins