Fréttir

Hildur Lilja í 8. sæti á HM með U18

Hildur Lilja Jónsdóttir stóð í ströngu með U18 ára landsliði Íslands í handbolta sem lék á HM í Norður-Makedóníu á dögunum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega á mótinu og náðu á endanum besta árangri hjá íslensku kvennalandsliði í handbolta

Allan og Jóhann framlengja

Hornamennirnir Allan Norðberg og Jóhann Geir Sævarsson skrifuðu báðir undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu næstu tvö árin. Það er innan við mánuður í fyrsta leik vetrarins og afar jákvætt að þeir Allan og Jói verði áfram innan okkar raða

Sunna til Sviss og Ásdís til Svíþjóðar

Það eru spennandi tímar framundan hjá þeim Sunnu Guðrúnu Pétursdóttiu og Ásdísi Guðmundsdóttur en þær halda báðar á ný mið á komandi handboltavetri. Báðar eru þær uppaldar hjá KA/Þór og verið í lykilhlutverki í velgengni liðsins undanfarin ár

Undanúrslit í húfi á miðvikudaginn

KA tekur á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Sæti í undanúrslitum bikarsins er því í húfi og ljóst að við KA-menn þurfum að fjölmenna á völlinn og styðja strákana áfram í næstu umferð

Mögnuð staða KA fyrir síðari hluta sumars

Það er heldur betur stór vika framundan í fótboltanum hjá okkur í KA en á morgun, sunnudag, mætir KA liði FH í Kaplakrika í 16. umferð Bestu deildar karla og viku síðar tekur KA á móti ÍA í 17. umferð deildarinnar. Þar á milli tekur KA á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn

Stórafmæli í ágúst

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í ágúst innilega til hamingju.

Arnór Ísak og Bruno framlengja við handknattleiksdeild

Arnór Ísak Haddsson og Bruno Bernat framlengdu í gær samninga sína við handknattleiksdeild KA til tveggja ára

Gaber Dobrovoljc til liðs við KA

KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir endasprettinn í Bestu deildinni í sumar en Gaber Dobrovoljc hefur skrifað undir samning við félagið út núverandi tímabil. Gaber er 29 ára gamall miðvörður sem kemur frá Slóveníu en hann kemur frá liði NK Domžale í Slóveníu

Vel heppnaður Midtjylland skóli

KA og danska stórliðið FC Midtjylland héldu flottan knattspyrnuskóla á KA-svæðinu dagana 11.-14. júlí í samstarfi við Niceair. Strákar og stelpur fædd 2006 til 2013 höfðu tækifæri á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og var þátttakan frábær

Eiður Ben tekur við 3. flokk karla

Eiður Ben Eiríksson tekur við 3. flokk karla hjá okkur KA-mönnum í byrjun ágúst og þá mun hann koma inn í þjálfarateymi í öðrum flokkum félagsins í haust. Óskar Bragason var aðalþjálfari flokksins en hann lét af störfum á dögunum til að taka við liði Magna Grenivík