01.10.2022
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.
30.09.2022
KA tekur á móti Aftureldingu í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Það er spennandi vetur framundan en töluverðar breytingar hafa orðið á KA liðinu frá síðustu leiktíð en þrátt fyrir það stóðu strákarnir vel í þreföldum meisturum Hamars í leik Meistara Meistaranna á dögunum
30.09.2022
Það er heldur betur risaleikur á Greifavellinum á sunnudaginn þegar KA tekur á móti KR í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í Bestu deildinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta en KA endaði í 2.-3. sæti deildarinnar fyrir skiptinguna og spennandi barátta framundan
29.09.2022
Sjö leikmenn skrifuðu á dögunum undir samning hjá karlaliði KA í blaki en fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni er í KA-Heimilinu á morgun, föstudag, klukkan 20:15 og eru nokkrar breytingar á liðinu fyrir komandi átök
29.09.2022
Blakveislan hefst á föstudaginn þegar KA tekur á móti Aftureldingu í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla klukkan 20:15. Það er heldur betur spennandi vetur framundan hjá bæði karla- og kvennaliði KA og því eina vitið að tryggja sér ársmiða og vera með í allan vetur
29.09.2022
Það er stórveldaslagur að Hlíðarenda klukkan 18:00 í dag þegar KA sækir Valsmenn heim í Olísdeild karla. Liðin mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar á síðustu leiktíð sem og í upphafsleik vetrarins er þau börðust um titilinn Meistari Meistaranna
27.09.2022
Andri Fannar Stefánsson framlengdi í dag samning sinn við knattspyrnudeild KA út sumarið 2024. Andri sem er 31 árs gamall miðjumaður er uppalinn hjá KA en auk þess að spila með liðinu gegnir hann stóru hlutverki í þjálfun yngriflokka hjá félaginu
26.09.2022
KA/Þór tók á móti Haukum í fyrsta heimaleik vetrarins á sunnudaginn en liðunum er spáð svipuðu gengi í vetur og úr varð hörkuleikur þar sem stelpurnar okkar náðu að knýja fram sigur á lokasekúndum leiksins
26.09.2022
KA hampaði fyrsta titli vetrarins í blaki kvenna eftir magnaðan leik gegn Aftureldingu í KA-Heimilinu á laugardaginn. Þarna mættust tvö bestu lið síðasta tímabils í uppgjöri Meistara Meistaranna og úr varð stórkostlegur leikur. Síðar um kvöldið mættust svo karlalið KA og Hamars
25.09.2022
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Hildur Marín Andrésdóttir gengu á dögunum í raðir KA/Þórs og munu án nokkurs vafa styrkja liðið fyrir baráttuna í vetur. Þá framlengdu þær Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir og Katrín Vilhjálmsdóttir sína samninga við félagið