Fréttir

Ásgeir framlengir út 2025!

Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA í knattspyrnu skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið sem gildir út árið 2025. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Geiri algjör lykilmaður í okkar liði og stórkostlegur karakter sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár

Stórafmæli í júlí

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.

KA 4.flokkur eru Partille Cup meistarar

KA varð í dag Partille Cup meistari í handknattleik karla í B16 ára flokki, 4. flokkur eldra ár, eftir sigur á sænska liðinu Önnered, 15-10 í úrslitaleik. Þetta er enn ein rósin í hnappagat strákanna en þeir eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar eftir að hafa ekki tapað leik undanfarin ár á Íslandsmótinu

Heimaleikur gegn ÍBV kl. 16:00

KA tekur á móti ÍBV í Bestu deildinni í knattspyrnu klukkan 16:00 í dag á Greifavellinum en athugið að leiktímanum hefur verið breytt vegna tafa á flugi

Lydía fór á kostum með U16

Lydía Gunnþórsdóttir leikmaður KA/Þórs fór á kostum með U16 ára landsliði Íslands í handbolta sem lék á European Open í Gautaborg síðustu daga. Stelpurnar stóðu sig vel á mótinu og hófu leikinn á stórkostlegri frammistöðu gegn sterku liði Noregs

Midtjylland knattspyrnuskóli á KA-svæðinu

Dagana 11.-14. júlí næstkomandi verður KA með knattspyrnuskóla á KA-svæðinu í samstarfi við danska stórliðið FC Midtjylland og Niceair. Þetta er frábært tækifæri fyrir efnilega fótboltakrakka til að bæta sig enn frekar og ákaflega gaman að við getum boðið upp á skólann fyrir okkar iðkendur

Myndaveisla frá jafntefli KA og Vals

KA og Valur skildu jöfn 1-1 í stórleik á Greifavellinum í gær en liðin eru í harðri baráttu í efri hluta Bestu deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom mikið líf í þeim síðari þar sem KA liðið reyndi hvað það gat til að tryggja sér öll stigin

Mikill kraftur innan lyftingadeildar KA

Það var ansi stór helgi hjá lyftingadeild KA 25.-26. júní síðastliðinn en gríðarlegur kraftur er innan þessarar nýstofnuðu deildar félgsins. Á laugardeginum hélt deildin dómaranámskeið í KA-Heimilinu en námskeiðið veitti landsdómararéttindi í ólympískum lyftingum og útskrifuðust alls fimm dómarar

Frábær árangur á N1 mótinu

36. N1 mót okkar KA manna var haldið á KA-svæðinu dagana 29. júní - 2. júlí og heppnaðist það ákaflega vel. Alls var keppt í 13 mismunandi deildum á mótinu þar sem 200 lið léku listir sínar. Keppendur voru rúmlega 2.000 en alls voru leiknir 900 leikir á mótinu og heldur betur mikið fjör á Akureyri á meðan mótinu stóð

Þrifdagur eftir N1 mót

Stórkostlegu N1-móti okkar KA manna lauk í dag þar sem gríðarlega margir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg! Á morgun, sunnudag, klukkan 11:00 ætlum við að taka saman höndum og pakka mótinu saman ofan í kassa! Við ætlum að ganga frá og hreinsa svæðið okkar. Við þiggjum allar hendur sem mögulegt er, bæði frá iðkendum og foreldrum þeirra. Á sama tíma þökkum við ykkur fyrir frábært mót, þetta væri aldrei hægt án ykkar allra - sjáumst vonandi sem flest á morgun