24.09.2022
Karla- og kvennalið KA í blaki berjast um titilinn Meistari Meistaranna í KA-Heimilinu í dag og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja liðin okkar til sigurs
23.09.2022
Knattspyrnudeild KA hefur samið við Hallgrím Jónasson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla næstu þrú árin af Arnari Grétarssyni. Hallgrímur hefur verið leikmaður KA frá árinu 2018 og aðstoðarþjálfari liðsins frá 2020.
23.09.2022
KA/Þór tekur á móti Haukum á sunnudaginn í fyrsta heimaleik vetrarins í Olísdeild kvenna. Martha Hermannsdóttir hefur nú lagt skóna á hilluna og munum við að sjálfsögðu hylla hana fyrir leikinn en hann hefst klukkan 16:00 og því eina vitið að mæta snemma
22.09.2022
Agnes Vala Tryggvadóttir, Telma Ósk Þórhallsdóttir, Lydía Gunnþórsdóttir og Aþena Sif Einvarðsdóttir skrifuðu allar undir samning við KA/Þór á dögunum en allar eru þær þrælefnilegar og að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins
21.09.2022
Sveinn Margeir Hauksson var í dag valinn í U-21 árs landslið Íslands sem undirbýr sig fyrir umspilsleiki gegn Tékklandi fyrir lokakeppni EM 2023. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkar mann og ansi spennandi verkefni framundan
21.09.2022
Blaktímabilið fer af stað á laugardaginn þegar bæði karla- og kvennalið KA leika um titilinn Meistari Meistaranna og fara báðir leikir fram í KA-Heimilinu. Það má búast við hörkuleikjum enda fyrstu titlar vetrarins í húfi og leikmenn spenntir að hefja tímabilið
21.09.2022
Handboltaleikjaskóli KA hefst á sunnudaginn, 25. september, eftir gott sumarfrí en skólinn hefur slegið í gegn undanfarin ár. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt
21.09.2022
Jóna Margrét Arnarsdóttir æfir þessa dagana með spænska liðinu FC Cartagena þar sem hún er nú á reynslu. Jóna hefur staðið í ströngu í sumar með A-landsliði Íslands í blaki í undankeppni EM og fær núna þetta spennandi tækifæri hjá öflugu liði Cartagena
21.09.2022
Handboltinn er farinn að rúlla og var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu á dögunum er KA tók á móti ÍBV í fyrsta heimaleik vetrarins. Eftir æsispennandi leik þurftu liðin að sættast á jafnan hlut eftir 35-35 jafntefli
19.09.2022
Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti enn eitt félagsmetið hjá KA í 0-1 sigrinum á Val á dögunum en hann er nú leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild með 128 leiki