13.04.2007
Þróttur Neskaupstað komst áfram í úrslit Íslandsmóts kvenna í blaki þegar liðið sigraði HK í Digranesi í dag. Þá komst Þróttur Reykjavík áfram en liðið lék við KA. HK sigraði KA í öðrum leik liðanna og komst í úrslit Íslandsmóts karla í blaki.
13.04.2007
Fimleikafélag Akureyrar stendur fyrir fimleikamóti laugardaginn 14. apríl. Um er að ræða þrepamót kvenna þar sem keppt verður í 4., 5. og 6. þrepi. Keppnin fer fram í KA-heimilinu og hefst kl. 9:00. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 14 ára og eldri.Allar æfingar falla niður á meðan mótinu stendur.
12.04.2007
Fimleikafélag Akureyrar stendur fyrir fimleikamóti laugardaginn 14.apríl.Um er að ræða þrepamót kvenna þar sem keppt verður í 4.5 og 6 þrepi.Keppnin fer fram í KA heimilinu og hefst kl.
11.04.2007
Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni á morgun fimmtudag. KA og Þróttur Reykjavík mætast í kvennaflokki og KA og HK í karlaflokki en HK sigraði fyrstu viðureign félaganna í Kópavogi í gærkvöld naumlega 3-2. Kvennaleikurinn hefst klukkan 18 og karlaleikurinn klukkan 19.30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.
11.04.2007
Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni á morgun fimmtudag. KA og Þróttur Reykjavík mætast í kvennaflokki og KA og HK í karlaflokki en HK sigraði fyrstu viðureign félaganna í Kópavogi í gærkvöld naumlega 3-2. Kvennaleikurinn hefst klukkan 18 og karlaleikurinn klukkan 19.30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.
11.04.2007
Í karlaflokki börðust KA og HK í æsispennandi leik í Digranesi. KA vann fyrstu hrinuna og HK aðra hrinu. KA sigraði þriðju hrinu og var vel yfir í fjórðu hrinunni og ætluðu sér sigur í leiknum. En þá small HK liðið í gír, náði að vinna upp forskot KA manna og vinna hrinuna 25-22. HK var sterkara í oddahrinunni og sigraði 15-9 og þar með leikinn. Þeir leiða því einvígið 1-0 en tvo sigra þarf til að komast áfram.
11.04.2007
Eftirfarandi frétt birtist á vef BLÍ Í kvennaflokki bar Þróttur Nes sigurorð af HK nokkuð örugglega 3-0 í Neskaupstað. KA mætti Þrótti Reykjavík í Reykjavík en Þróttur sigraði þann leik örugglega 3-0. Þróttarliðin leiða því viðureignir sínar 1-0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í úrslit Íslandsmótsins.Í karlaflokki börðust KA og HK í æsispennandi leik í Digranesi. KA vann fyrstu hrinuna og HK aðra hrinu. KA sigraði þriðju hrinu og var vel yfir í fjórðu hrinunni og ætluðu sér sigur í leiknum. En þá small HK liðið í gír, náði að vinna upp forskot KA manna og vinna hrinuna 25-22. HK var sigursælla í oddahrinunni og var yfir 6-2 og 10-5. HK sigraði hrinuna 15-9 og þar með leikinn 3-2 og eru nú 1-0 yfir í viðureigninni.Einn leikur fer fram á morgun miðvikudag í úrslitakeppninni þegar ÍS mætir Stjörnunni í Ásgarði.
09.04.2007
Á morgun 10.Apríl hefst starf hjá F1 og F1a - Hópum Fimleikafélags Akureyrar aftur.Starf hjá öllum öðrum hópum það er að segja A1-A11, F2-F4 I1-I3, K1-K3 og M1-M2 hópum hefst svo á Miðvikudaginn eins og skólarnir.
09.04.2007
Strákarnir í A-liði KA í þriðja flokki gerðu sér lítið fyrir og urðu Blackpool Cup meistarar árið 2007 í aldursflokki undir 16 ára. Strákarnir unnu skoskt lið í úrslitaleik mótsins í dag, annan dag páska. KA-strákarnir voru yfir nær allan leikinn, en á síðstu sekúndum leiksins náðu Skotarnir að jafna í 1-1. En okkar menn höfðu betur í vítaspyrnukeppni og niðurstaðan varð 6-5 fyrir KA. Hreint frábær árangur okkar drengja og gefur til kynna hversu sterkur og samstilltur þessi hópur er. Hin tvö KA-liðin stóðu sig líka prýðilega í mótinu og var C-liðið t.d. hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Ástæða er til að óska þriðja flokks strákunum og þjálfurum þeirra, Pétri Ólafssyni og Steingrími Eiðssyni, til hamingju með þennan stórgóða árangur! Hópurinn er væntanlegur til landsins í kvöld og verður kominn norður snemma í fyrramálið.
04.04.2007
Herrakvöld K.A.!Laugardaginn 21. apríl kl. 20.00 verður Herrakvöld KA haldið á Hótel KEA. * Veislustjóri verður hinn gamalkunni bakvörður Friðfinnur Hermannsson.* Ræðumaður kvöldsins verður hinn góðkunni frétta- og Mýramaður Gísli Einarsson.Þá má búast við ýmsum uppákomum svo sem: Skriðjöklinum Ragga Sót, Árna Hemm Hemm, Svani Valgeirs og Torfa Rafni Halldórs.MiðapantanirGunni Nella 860 1192Bjössi Gunnars 895 3422Gassi 899 7888 og gassi@ka-sport.is