01.03.2007
Um síðustu helgi voru haldnar árlegar hæfileikabúðir Blaksambands Íslands á Akureyri. Sjötíu krakkar komu í búðirnar að þessu sinni sem er fjölmennasti hópur sem tekið hefur þátt í búðunum þessi fimm skipti sem búðirnar hafa verið haldnar frá árinu 2003. Sigurður Arnar Ólafsson og Marek Bernat stjórnuðu búðunum en þeir eru báðir þjálfarar hjá Blakdeild KA en Marek þjálfar jafnframt unglingalandslið pilta undir 17 ára og undir 19 ára. Þjálfarar þeim til aðstoðar voru Hilmar Sigurjónsson og Viðar Gylfason. Fjöldi fólks kom að umsjón búðanna enda var rekið mötuneyti alla dagana fyrir þennan stóra og myndarlega hóp. Krakkarnir fóru í fjölda prófa og mælinga sem mældi líkamlegt atgerfi og tækni. Á grundvelli niðurstaða þeirra og fleiri þátta verða síðan valdir 18-24 einstaklingar í pilta og stúlknaflokki í forvalsbúðir U17 unglingalandsliðanna en þær búðir fara fram í byrjun júní. Þar verða síðan valdir þeir 12 einstaklingar í hvorum flokki sem fara á Norðurlandamót í haust. Það er mat þjálfara búanna að hópurinn sem var í búðunum að þessu sinni hafi verið óvenjulega tæknilega sterkur miðað við aldur og það er því að sjá sem framtíð unglingalandsliðanna í blaki sé björt. F.h. ULN BLÍ Sigurður Arnar Ólafsson
26.02.2007
Síðastliðna helgi fór fimleikahópurinn I-3 til Hveragerðis að taka þátt í hópfimleikamóti sem haldið var laugardaginn 24.feb.Stelpurnar náðu ekki að krækja sér í verðlaun á mótinu en að sögn þjálfara stelpnanna þá stóðu þær sig frábærlega á sínu fyrsta móti.
25.02.2007
Í gær lék KA gegn Íslandsmeisturum FH í Akraneshöllinni og fóru FH-ingarnir með 3-0 sigur af hólmi. Sjáið mynd og frekari útlistingar á leiknum á fótboltasíðunni.
25.02.2007
Um helgina voru æfingabúðir í blaki. Þar 70 unglingar á aldrinum 14-17 ára víðsvegar á landinu saman komnir til að stunda blak. Að sögn Sigurðar Arnars, formanns unglingaráðs blakdeildar KA, gengu æfingabúðirnar mjög vel og skiluðu þær miklum árangri. Í frammhaldi af þessum æfinga búðum verður svo valið í unglinga landslið Blaksambands Íslands. Hér eru meðfylgjandi mynd frá æfingabúðunum sem tekin í dag, sunnudag.
25.02.2007
Í dag lék KA gegn Íslandsmeisturum FH í Akraneshöllinni og fóru FH-ingarnir með 3-0 sigur af hólmi. Nánari umfjöllun og myndir úr leiknum eru væntanlegar á fóboltasíðuna á morgun.
25.02.2007
Það var nóg um að vera í handbolta yfir helgina, en 7 leikir voru leiknir, hér eru úrslit þeirra leikja. Föstudagur:KA – Víkingur 3fl kk 19 – 24Laugardagur: KA ÍR 4 fl kk b deild 27-22KA – Haukar 4 fl kvk b 1 deild 16-12KA – Haukar 4 fl kvk a 25-19Grótta - Akureyri DHL deild kvk 32 - 22Sunnudagur:KA 2 – ÍBV 3 fl kk 28-19 HK - Akureyri DHL deild kk 31 - 23
21.02.2007
Með nýrri síðu höfum við tekið upp öðruvísi viðburða dagatal. Í þessu dagatali verða ALLIR viðburðir sem fara fram innan félagsins og eru ætlaðir félagsmönnum og/eða allmenningi. Til þess að lesa nánar um atburðina sem koma undir "Á næstunni" þarf einfaldlega bara að smella á nafn viðburðarins og þá koma frekari upplýsingar. Einnig er hægt að skoða viðburði einstakra daga, en þeir eru litaðir með bláum tölustöfum á dagatalinu.Það er okkar von að þessi vefsíða muni bæta þjónustu félagsins við félagsmenn og aðra.
21.02.2007
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA fór fram síðastliðinn föstudag í KA-heimilinu og var m.a. kosið í nýja stjórn deildarinnar og þá var einnig kosið í stjórnir yngriflokkaráðs.
21.02.2007
Nú hefur ný heimasíða KA verið opnuð en það var netfyrirtækið Stefna sem sá um alla gerð síðunnar.
20.02.2007
KA lék tvo leiki við ÍS í Hagaskóla í 1. deild karla um helgina. KA sigraði í báðum leikjunum og lyftu sér upp fyrir HK í annað sæti deildarinnar.