05.04.2022
Húsasmiðjan og handknattleiksdeild KA undirrituðu á dögunum þriggja ára styrktarsamning og verður Húsasmiðjan þar með einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar næstu þrjú ár. Haddur Júlíus Stefánsson formaður handknattleiksdeildar KA og Magnús Magnússon markaðsstjóri Húsasmiðjunnar skrifuðu undir samninginn
04.04.2022
Við minnum á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi í KA-Heimilinu klukkan 20:00. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA
04.04.2022
KA er Bikarmeistari í blaki kvenna eftir stórkostlegan sigur á Aftureldingu í ótrúlegum úrslitaleik. KA og Afturelding hafa verið langbestu lið vetrarins, hafa unnið alla sína leiki gegn öðrum liðum landsins og því um algjöran draumaúrslitaleik að ræða
01.04.2022
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju.
01.04.2022
Úkraínumaðurinn Oleksiy Bykov er genginn til liðs við KA á lánsamning og leikur því með liðinu í Bestu deildinni sem hefst þann 20. apríl næstkomandi með heimaleik KA gegn Leikni
31.03.2022
Fótboltasumarið er að hefjast en baráttan í Bestu deildinni hefst 20. apríl með heimaleik KA gegn Leikni. Það er því um að gera að koma sér strax í gírinn og tryggja sér ársmiða en ársmiðasalan er nú hafin og fer öll fram í gegnum miðasöluappið Stubbur að þessu sinni
31.03.2022
Á laugardaginn fer fram hið stórskemmtilega Sprettsmót KA fyrir 8. flokk í handboltanum en þar munu yngstu iðkendur okkar í handboltanum leika listir sínar. Það er ljóst að stórskemmtileg veisla er framundan og án efa mikil spenna hjá krökkunum fyrir því að fara á mót
30.03.2022
Það er stór helgi framundan í blakheiminum þegar úrslitin ráðast í Kjörísbikarnum. Karla- og kvennalið KA verða í eldlínunni og alveg ljóst að bæði lið ætla sér áfram í úrslitaleikinn. Úrslitahelgi Kjörísbikarsins er í raun stóri viðburðurinn í blakheiminum ár hvert og frábært að bæði okkar lið séu með í ár
30.03.2022
KA/Þór tekur á móti ÍBV í mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 18:00 í KA-Heimilinu í dag. Liðin mættust nýverið í hörkuleik í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi. KA/Þór svaraði hinsvegar vel fyrir sig í kjölfarið með sigrum á Haukum og Fram
28.03.2022
KA tók á móti Aftureldingu í 19. umferð Olísdeildar karla í handbolta í KA-Heimilinu í gær og úr varð algjör háspennuleikur sem endaði loks með 25-25 jafntefli. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð nú þegar stutt er í úrslitakeppnina og ljóst að það verður mikil spenna í síðustu þremur umferðum deildarinnar