Fréttir

Áhorfsvika 1-7 mars

Í upphafi hvers mánaðar, 1. til og með 7. hvers mánaðar, eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur.Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.

Stórafmæli í mars

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í mars innilega til hamingju.

Fjórar frá KA/Þór í B-landsliðinu

B-landslið Íslands í handbolta kvenna kemur saman til æfinga í vikunni en þær Hrafnhildur Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir þjálfarar liðsins völdu alls 16 leikmenn í æfingahópinn sem kemur saman á fimmtudag og æfir út sunnudag

Breytingar í aðalstjórn KA

Kæru félagar, mér þykir það miður að tilkynna um, að vegna utanaðkomandi aðstæðna verð ég að stíga til hliðar sem formaður KA frá og með deginum í dag. Ég hef farið þess á leit við varaformann okkar Eirík S. Jóhannsson að hann taki við stjórn félagsins fram að aðalfundi KA

Undanúrslitin klár í Coca-Cola bikarnum

Dregið var í undanúrslit Coca-Cola bikars karla og kvenna í handboltanum í dag og voru bæði KA og KA/Þór í pottinum eftir frækna sigra í 8-liða úrslitum keppninnar á dögunum. Karlalið KA lagði Hauka að velli í spennuleik á meðan KA/Þór vann sannfærandi tíu marka sigur á HK

Þakkarkveðja frá forseta Íslands

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti á leik KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla í handboltanum á dögunum. Ingvar Már Gíslason formaður KA sá um að taka á móti Guðna og fór vel á með þeim í stúkunni á spennuleiknum sem KA vann að lokum 25-24

Leik KA og ÍBV frestað til fimmtudags

Leik KA og ÍBV sem átti að fara fram í KA-Heimilinu í dag hefur verið frestað um einn dag vegna veðurs. Leikurinn fer nú fram klukkan 17:30 fimmtudaginn 24. febrúar og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja strákana til sigurs

Félagsfundur 8. mars kl. 20:00

Aðalstjórn KA boðar til félagsfundar þriðjudaginn 8. mars klukkan 20:00 í félagsheimili KA-Heimilisins. Aðalstjórn félagsins hefur samþykkt að mæla með og leggja fyrir félagsmenn stofnun lyftingadeildar innan KA. Í samræmi við lög félagsins eru félagar í KA því boðaðir á félagsfund 8. mars næstkomandi þar sem tillagan verður kynnt og lögð fyrir

12 frá KA og Þór/KA í landsliðsverkefnum

Það er nóg um að vera hjá yngrilandsliðum Íslands í fótboltanum um þessar mundir og eru alls 12 fulltrúar frá KA og Þór/KA í landsliðsverkefnum næstu dagana

KA/Þór líka í úrslitahelgi bikarsins

Stelpurnar í KA/Þór tryggðu sér sæti í úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins þriðja árið í röð með afar sannfærandi 30-20 sigri á HK í KA-Heimilinu en stelpurnar eru einmitt ríkjandi Bikarmeistarar eftir sigur í keppninni í haust