Fréttir

Fyrsti í úrslitakeppninni hjá KA/Þór

KA/Þór tekur á móti Haukum klukkan 18:00 í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í KA-Heimilinu í kvöld. Stelpurnar ætla að byrja af krafti og þurfa svo sannarlega á því að halda að við fjölmennum í stúkuna, áfram KA/Þór!

Myndaveislur frá KA - Haukar og stemningunni

Það var hreint út sagt stórkostlegt að vera í KA-Heimilinu á mánudaginn er KA og Haukar mættust öðru sinni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Strákarnir gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum og stuðningsmenn KA gerðu heldur betur sitt í baráttunni og fjölmenntu á leikinn

Fyrsti í bestu deildinni hjá Þór/KA

Þór/KA hefur leik í Bestu deildinni í dag er liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll klukkan 17:30. Breiðablik er rétt eins og undanfarin ár með hörkulið og má reikna með krefjandi verkefni en stelpurnar okkar eru að sjálfsögðu klárar í verkefnið og ætla sér stærri hluti en á síðustu leiktíð

KA einum sigri frá þrennunni!

KA vann í kvöld 0-3 útisigur á Aftureldingu í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Stelpurnar unnu einnig 3-0 sigur í fyrsta leiknum sem fram fór í KA-Heimilinu á dögunum og geta því hampað titlinum með sigri í næsta leik

Óskum eftir þjálfurum

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða þjálfara til að þjálfa Hópfimleika Áhaldafimleika Parkour Þyrfti að geta hafið störf í ágúst 2022. Frekari upplýsingar gefur Margrét Jóna, skrifstofustjóri félagsins, sími 462-1135 eða á skrifstofa@fimak.is

KA - Haukar á KA-TV gegn vægu gjaldi

KA mun í kvöld taka upp þá nýjung að rukka hóflegt gjald fyrir útsendingu KA-TV á leik KA og Hauka í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Mörg félög á Íslandi hafa tekið þetta skref og hefur stjórn handknattleiksdeildar tekið þá ákvörðun að prófa fyrirkomulagið fyrir leikinn í kvöld. Leikurinn er ekki sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Dagur Gauta snýr aftur heim!

Dagur Gautason gengur til liðs við KA á ný á næstu leiktíð en þessi 22 ára gamli vinstri hornamaður er uppalinn hjá KA en hefur leikið undanfarin tvö ár með liði Stjörnunnar í Garðabæ. Það er gríðarlega jákvætt skref að fá Dag aftur heim en Dagur

Sannfærandi sigur KA í fyrsta leik

KA og Afturelding mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í gær. Liðin hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í vetur og barist um alla titla tímabilsins. Það var því mikil eftirvænting fyrir fyrsta leik liðanna í gær

Miðasala á stórleik KA og Hauka

KA tekur á móti Haukum í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta klukkan 18:30 á mánudaginn. Strákarnir unnu stórkostlegan sigur í fyrsta leiknum á Ásvöllum í gær og klára því einvígið með sigri á heimavelli

Stórkostlegur sigur KA á Ásvöllum

KA og Haukar mættust í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar á Ásvöllum í kvöld en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin. Haukar hafa heimaleikjarétt í einvíginu en þeir enduðu í 2. sæti deildarinnar en það varð strax ljóst að KA liðið var mætt til að sækja sigur í kvöld