Fréttir

8 frá KA á Evrópukeppnum smáþjóða

Blakdeild KA á alls 8 fulltrúa í íslensku landsliðunum sem taka þátt í Evrópukeppnum smáþjóða um helgina. Kvennalandsliðið leikur að Varmá í Mosfellsbæ en karlalandsliðið leikur í Færeyjum og spennandi verkefni framundan

Hákon Atli semur við KA út 2024

Hákon Atli Aðalsteinsson skrifaði í gær undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024. Þetta eru afar jákvæðar fréttir en Hákon er gríðarlega öflugur og metnaðarfullur strákur sem er að koma uppúr yngriflokkum KA

Flautumark tryggði sætan sigur á FH

KA tók á móti FH á Dalvíkurvelli í 5. umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem strákarnir tryggðu sér sigurinn með hálfgerðu flautumarki en Nökkvi Þeyr Þórisson gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma og gríðarlega sæt og mikilvæg þrjú stig í hús

Ert þú sjálfboðaliði?

Framundan á næstu vikum eru fjölmörg handtökin á KA-svæðinu við það að ganga frá gervigrasvellinum okkar ásamt því að reisa stúku og gera klárt fyrir það að KA geti spilað heimaleiki sína á KA-svæðinu. KA er ríkt af sjálfboðaliðum og hafa þónokkrir lagt hönd á plóg undanfarnar vikur. Við getum alltaf þegið fleiri hendur og því er spurt, ert þú sjálfboðaliði sem villt aðstoða? Ef svo er, hafðu samband við Sævar, Siguróla eða Ágúst og við bætum þér í grúppuna okkar á Facebook þar sem auglýst er á hverjum degi hvenær og hvar við ætlum að vinna þann daginn!

Mikilvægur heimaleikur gegn FH

KA tekur á móti FH á Dalvíkurvelli klukkan 19:15 í kvöld í 5. umferð Bestu deildar karla í fótboltanum. KA liðið hefur byrjað sumarið gríðarlega vel og eru strákarnir í 2. sæti með 10 stig en aðeins topplið Breiðabliks hefur gert betur í upphafi sumars

Jákvæður fundur með framboðum sveitastjórnakosninga 2022

Stórskemmtilegur hádegisfundur var haldinn í KA-heimilinu í dag þegar fulltrúar framboða til sveitastjórnakosninga á Akureyri mættu til þess að ræða málefni íþrótta og uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri

Frábær sigur KA/Þórs (myndaveisla)

KA/Þór vann frábæran og sanngjarnan 26-23 sigur á Val í KA-Heimilinu í gær og jafnaði þar með metin í 1-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Stelpurnar náðu snemma frumkvæðinu og spiluðu lengst af stórkostlegan handbolta

Anna Soffía tvöfaldur íslandsmeistari í júdó

Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði tvöfalt á íslandsmeistaramóti í júdó um helgina en hún keppir fyrir hönd KA. Anna Soffía kom ákveðin til leiks og sigraði allar sínar glímur á ippon eða fullnaðarsigri á mótinu. Alls hefur Anna Soffía Víkingsdóttir orðið nítján sinnum íslandsmeistari í júdó.

Paula og Mateo best á lokahófi blakdeildar

Blakdeild KA fagnaði glæsilegu tímabili með lokahófi um helgina en kvennalið KA stóð uppi sem þrefaldur meistari og er því Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem að karlalið KA lék til úrslita í bikarkeppninni

Leiga á fimleikasalnum fyrir afmæli

Þar sem mjög mikil eftirspurn er búin að vera eftir leigu á fimleikasalnum fyrir afmæli þá er hann orðin uppbókaður til 12.júní. Því fer hver að verða síðastur að bóka afmæli fyrir sumarfrí, síðasta helgi fyrir sumarfrí er 26.júní. Byrjum svo aftur með afmælin 14.ágúst. Hægt er að senda póst á afmaeli@fimak.is til að bóka afmæli