05.05.2022
KA hampaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki öldunga karla um nýliðna helgi og varði þar með titilinn enn eitt árið. Mikil gróska er í öldungastarfinu hjá KA en alls léku 13 lið á vegum KA á öldungamótinu sem fór fram í Kópavogi þetta árið en mótið verður haldið á Akureyri næsta ár en á öldung leika leikmenn 30 ára og eldri
05.05.2022
Rakel Sara Elvarsdóttir mun ganga til liðs við Volda í Noregi á næsta tímabili og hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Rakel Sara sem er uppalin í KA/Þór er aðeins 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk í okkar liði undanfarin fjögur tímabil
04.05.2022
KA og Þór/KA eiga alls sex fulltrúa í U16 ára landsliðshópum karla og kvenna sem taka þátt í UEFA Development Tournament á næstunni. Framundan eru ansi spennandi verkefni og verður gaman að sjá hvernig okkar fulltrúum vegnar á mótunum
03.05.2022
KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna fyrir troðfullu KA-Heimili í kvöld er stelpurnar unnu afar sannfærandi 3-0 sigur á Aftureldingu. KA vann þar með úrslitaeinvígið 3-0 í leikjum og vann í raun alla leikina án þess að tapa hrinu
03.05.2022
KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna með sigri á Aftureldingu klukkan 19:00 í KA-Heimilinu í kvöld. Það er frítt inn og eina vitið að mæta og styðja okkar magnaða lið til sigurs
02.05.2022
KA er tvöfaldur Deildarmeistari á eldra ári 4. flokks karla í handboltanum og lyftu bæði lið bikarnum í KA-Heimilinu um helgina. Það er heldur betur bjart framundan hjá þessum strákum en fyrr á árinu varð KA einnig Bikarmeistari í flokknum
01.05.2022
KA tekur á móti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á þriðjudaginn klukkan 19:00 í KA-Heimilinu. Stelpurnar hafa unnið fyrstu tvo leikina og verða því Íslandsmeistarar með sigri í leiknum
01.05.2022
Veislan í Bestu deildinni heldur áfram þegar KA tekur á móti Keflavík á Dalvíkurvelli á morgun, mánudag, klukkan 18:00. KA er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina og eru staðráðnir í að leggja Keflvíkinga að velli
01.05.2022
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.
29.04.2022
KA á alls fjóra fulltrúa í úrvalsliði efstudeildar í blaki kvenna sem Blaksamband Íslands gaf út á dögunum. Alls eru þrír leikmenn úr okkar röðum í liðunu auk þess sem að Mateo Castrillo er þjálfari liðsins