16.05.2022
Skarphéðinn Ívar Einarsson og Hildur Lilja Jónsdóttir eru bæði í U18 ára landsliðum Íslands í handbolta sem koma saman á næstunni til æfinga. Drengjalandsliðið kemur saman til æfinga 26.-29. maí næstkomandi og í kjölfarið verður lokahópur fyrir verkefni sumarsins gefinn út en Heimir Ríkarðsson stýrir liðinu
16.05.2022
KA/Þór á tvo fulltrúa í U16 ára landsliði Íslands í handbolta sem leikur tvo æfingaleiki gegn Færeyjum dagana 4. og 5. júní næstkomandi. Þetta eru þær Bergrós Ásta Guðmundsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir og óskum við stelpunum til hamingju með valið
16.05.2022
Strákarnir á yngra ári 5. flokks karla í handboltanum unnu gull í efstu deild á lokamóti Íslandsmótsins sem fram fór um helgina á Ísafirði. Fyrir sigurinn á mótinu fengu þeir Vestfjarðarbikarinn stóra og fræga en strákarnir unnu alla leiki sína um helgina
16.05.2022
A-landslið karla og kvenna í blaki léku á Evrópukeppni smáþjóða um helgina og átti KA alls 8 fulltrúa í hópunum, þrjá í kvennalandsliðinu og fimm í karlalandsliðinu. Kvennalandsliðið lék á Varmá í Mosfellsbæ en karlalandsliðið lék í Færeyjum
16.05.2022
Um helgina fór fram síðari hluti Íslandsmóts U14 og U16 í blaki en mótið fór fram á Neskaupstað. Mikil aukning iðkenda hefur átt sér stað hjá Blakdeild KA að undanförnu og tefldi KA fram sex liðum á mótinu og er afar gaman að sjá kraftinn í starfi yngriflokka í blakinu hjá okkur
15.05.2022
KA gerði sér lítið fyrir og sótti frábæran 0-3 sigur upp á Skipaskaga í 6. umferð Bestu deildar karla í dag og stórkostleg byrjun á fótboltasumrinu heldur því áfram. KA er nú með 16 stig af 18 mögulegum og situr á toppi deildarinnar en Breiðablik á leik til góða þar fyrir aftan
15.05.2022
KA mun leika um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta bæði á eldra og yngra ári 4. flokks karla en bæði lið unnu góða sigra í undanúrslitunum í KA-Heimilinu um helgina. Leikið verður til úrslita á laugardaginn og ansi spennandi dagur framundan hjá okkur KA fólki
15.05.2022
KA/Þór tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna í KA-Heimilinu á laugardaginn. Valur leiddi einvígið 1-2 fyrir leikinn og þurftu stelpurnar okkar því á sigri að halda til að knýja fram oddaleik í viðureigninni
13.05.2022
KA/Þór og Valur mætast í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 15:00. Valur leiðir einvígið 1-2 eftir sigur á Hlíðarenda í gær eftir afar sveiflukenndan leik
13.05.2022
Það er komið að úrslitastundu á öllum vígsstöðvum í handboltanum og eru þrír heimaleikir framundan um helgina hjá yngriflokkum KA og KA/Þórs. Það er því heldur betur handboltaveisla framundan sem enginn ætti að láta framhjá sér fara