Fréttir

Úrslitakeppnin hefst á morgun!

KA hefur leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á morgun er strákarnir sækja Hauka heim klukkan 19:30. Þetta er annað árið í röð sem KA leikur í úrslitakeppninni og alveg klárt að strákarnir ætla sér áfram í undanúrslit keppninnar

Mikilvægur sigur í fyrsta leik (myndir)

KA tók á móti Leiknismönnum í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á Dalvíkurvelli í gær. Mikil eftirvænting er fyrir sumrinu enda náði KA liðið frábærum árangri á síðustu leiktíð og var gaman að sjá hve margir lögðu leið sína til Dalvíkur til að styðja strákana

KA fer af stað í Bestu deildinni

KA tekur á móti Leikni R. í Bestu-deild karla í knattspyrnu á morgun, miðvikudag. Leikurinn hefst kl. 18:00 á Dalvíkurvelli

Handknattleiksdeild KA í Macron

Handknattleiksdeild KA skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Macron og verða því handknattleikslið KA og KA/Þórs í fatnaði á vegum Macron frá og með næsta tímabili

Öldungur 2023 í umsjá KA og Völsungs

KA og Völsungur munu halda Öldung árið 2023 en Öldungur er stærsta öldungablakmót landsins. Gríðarleg gróska er í blaki öldunga á Íslandi og mikill fjöldi einstaklinga sem sækir þetta stóra mót ár hvert

Hádegismatur og kynning á þriðjudaginn

Við ætlum að hita upp fyrir fótboltasumarið með hádegismat í KA-Heimilinu á þriðjudaginn 19. apríl klukkan 12:15. Arnar Grétarsson þjálfari KA mun fara yfir komandi sumar og þá sérstaklega Leiknismenn sem eru fyrstu andstæðingar okkar í sumar

Aldís Ásta framlengir við KA/Þór

Aldís Ásta Heimisdóttir framlengdi í dag til tveggja ára við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu. Aldís sem er uppalin hjá KA/Þór er algjör lykilmaður í liðinu hvort sem er í sókn eða vörn. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í vetur og gerði sín fyrstu landsliðsmörk í leik gegn Sviss

Framkvæmdir hafnar á KA-svæðinu!

Langþráður dagur rann upp í dag á KA-svæðinu þegar framkvæmdir hófust við endurbætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Akureyrarbær sér um og heldur utan um framkvæmdina.

Óðinn markakóngur Olísdeildarinnar

Óðinn Þór Ríkharðsson leikmaður KA er markakóngur Olísdeildar karla þennan veturinn en hann gerði alls 149 mörk í 21 leik. Ekki nóg með að vera markakóngur deildarinnar þá var hann einnig með flest mörk að meðaltali í leik eða 7,1 mark. Óðinn er auk þess í liði ársins hjá HBStatz í hægra horni

Myndaveislur er bikarinn fór á loft

KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í blaki kvenna á sunnudaginn en stelpurnar hafa verið algjörlega magnaðar í vetur. Þær unnu alla leiki sína í deildinni fyrir utan einn og eru því verðskuldaðir Deildarmeistarar auk þess sem að þær urðu Bikarmeistarar helgina áður