Fréttir

Aðalfundur KA og deilda félagsins

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi í KA-Heimilinu klukkan 20:00. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA

Íþróttafyrirlesturinn karlmennskan

ÍBA, ÍSÍ og Akureyrarbær standa fyrir áhugaverðum íþróttafyrirlestri á fimmtudaginn þar sem fjallað er um hvernig og hvers vegna jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og hvernig skaðleg karlmennska bitnar á strákum og körlum

Hópfimleikamót á Akureyri

Hópfimleikamót verður haldið hjá Fimleikafélagi Akureyrar laugardaginn 26. mars. Við eigum von á besta hópfimleikafólki landsins. Mótið er fyrir annan, fyrsta og meistaraflokk. Meðal þátttakenda eru m.a. nýkrýndir Evrópumeistarar kvenna í hópfimleikum og við eigum því von á frábærri sýningu. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir Akureyringa og nærsveitamenn til koma að sjá okkar færasta fólk. Keppnin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn hefst kl. 12:40 og seinni hlutinn kl. 16:00. Dagskrá mótsins er að finna á síðu Fimleikasambands Íslands. Við hvetjum áhugafólk til að mæta!

Myndaveislur frá úrslitahelgi bikarsins

KA og KA/Þór léku í úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins á dögunum þar sem strákarnir fóru í bikarúrslit eftir æsispennandi sigur á Selfoss í framlengdum leik en stelpurnar þurftu að sætta sig við tap gegn Fram

ÍBV - KA/Þór frestað til morguns

Leik ÍBV og KA/Þórs í Olísdeild kvenna sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Stelpurnar áttu flug í dag en ekki er hægt að fljúga í veðrinu sem nú gengur yfir og ljóst að þess í stað mun liðið keyra og sigla til Vestmannaeyja

Heimaleikur gegn Völsung á morgun

KA tekur á móti Völsung annaðkvöld, miðvikudag, klukkan 20:15 í úrvalsdeild kvenna í blaki. Stelpurnar unnu frækinn 3-0 sigur á Aftureldingu í síðasta leik sem færði liðið skrefi nær Deildarmeistaratitlinum en KA og Afturelding eru langefst í deildinni

KA og KA/Þór bikarmeistarar í 4. flokki

KA og KA/Þór tryggðu sér bikarmeistaratitla í 4. flokki karla og kvenna á sunnudeginum en alls léku þrjú lið til úrslita í flokknum auk meistaraflokks KA sem lék til úrslita á laugardeginum. Það segir ansi mikið um hve blómlegt starfið er hjá handknattleiksdeild KA og ljóst að afar spennandi tímar eru framundan

Dregið í undanúrslitum Kjörísbikarsins

Dregið var í undanúrslit Kjörísbikarsins í blaki í dag og voru karla- og kvennalið KA að sjálfsögðu í pottinum. Bikarúrslitahelgin er í raun stærsti punkturinn á blaktímabilinu og algjörlega frábært að bæði okkar lið taki þátt í þeirri veislu

Stofnfundur lyftingardeildar

Hópferð á bikarúrslitin

KA tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca-Cola bikars karla í gær með stórkostlegum 28-27 sigri á Selfoss eftir framlengdan spennuleik. Framundan er úrslitaleikur gegn Val á laugardaginn klukkan 16:00 á Ásvöllum í Hafnarfirði og ætlum við að vera með hópferð á bikarveisluna