Fréttir

Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA 2022

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA fyrir árið 2022 verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 21. febrúar næstkomandi klukkan 19:30. Áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar

Þrefaldur leikdagur kl. 16:00

Það er af nógu að taka í dag þegar KA/Þór sækir Stjörnuna heim í Olísdeild kvenna í handboltanum og KA og Þór/KA hefja leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu en allir leikir dagsins hefjast kl. 16:00

Loksins heimaleikur á sunnudaginn!

Það er loksins komið að næsta heimaleik í handboltanum hjá strákunum eftir langa EM pásu auk þess sem að leikurinn gegn ÍBV sem átti að fara fram síðustu helgi var frestað vegna ófærðar. Á sunnudaginn klukkan 17:00 eru það Stjörnumenn sem mæta norður og við ætlum okkur tvö stig

Iðunn og Kimberley á úrtaksæfingar U17

Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hafa verið valdar á úrtaksæfingar U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu. Hópurinn kemur saman dagana 17.-19. febrúar næstkomandi en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði

Leik KA og ÍBV frestað um sinn

Eftir góða EM pásu er loksins komið að fyrsta leik ársins hjá strákunum í handboltanum er KA tekur á móti ÍBV í stórleik í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Strákarnir koma af miklum krafti inn í leikinn en þeir hafa unnið þrjá síðustu leiki sína og ætla sér enn meira

Brynjar Ingi íþróttakarl Akureyrar 2021

Íþróttabandalag Akureyrar stóð fyrir glæsilegu hófi í kvöld þar sem íþróttakarl og íþróttakona Akureyrar fyrir árið 2021 voru valin. Alls áttu KA, KA/Þór og Þór/KA sjö fulltrúa í kjörinu og var Brynjar Ingi Bjarnason knattspyrnumaður kjörinn íþróttakarl Akureyrar

Íþróttafólk Akureyrar valið á morgun

Íþróttabandalag Akureyrar stendur fyrir vali á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021 sem fer fram á morgun, fimmtudag. Vegna covid aðstæðna verður athöfnin lágstemmd og fámenn líkt og í fyrra en þetta er í 43. sinn sem framúrskarandi íþróttafólk Akureyrar er heiðrað

Frábær uppskera um helgina

Það var nóg um að vera í yngriflokkunum í handboltanum um nýliðna helgi en 4. flokkur karla og kvenna léku mikilvæga leiki auk 3. flokks kvenna og ungmennaliðs drengja. Alls léku flokkarnir níu leiki um helgina og tapaðist ekki einn einasti þeirra. Átta leikir unnust og einn endaði í jafntefli

Áhorfsvika 1-7 febrúar

Ákveðið hefur verið að halda áhorfsviku með takmörkunum. Í boði verður að koma 1x á þessari viku að horfa á æfingu, aðeins 1 foreldri frá iðkanda má mæta í einu. Ekki er í boði að koma með systkini með sér í þetta skiptið. Grímuskylda er inn í húsinu og spritt þegar labbað er inn í salinn. Meðan við erum enþá að vinna með hólfaskiptingu innan FIMAK þá höfum við ákveðið að fara milliveginn þessa áhorfsvikuna með von um að næstu mánuðir geti gefið okkur meiri slaka.

Stórafmæli í febrúar

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju.