19.01.2022
KA leikur sinn fyrsta leik á nýju ári í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld er liðið tekur á móti Álftanes klukkan 20:15. KA er í harðri baráttu um Deildarmeistaratitilinn og alveg ljóst að stelpurnar eru staðráðnar í að sækja þrjú mikilvæg stig í leik kvöldsins
18.01.2022
Þór/KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu en það eru þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Æfingarnar fara fram dagana 24.-26. janúar næstkomandi en liðið undirbýr sig nú fyrir undankeppni EM 2022 en liðinu stýrir Jörundur Áki Sveinsson
18.01.2022
KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 24.-26. janúar næstkomandi. Þetta eru þeir Jóhann Mikael Ingólfsson og Mikael Breki Þórðarson en strákarnir hafa verið fastamenn í undanförnum hópum landsliðsins
18.01.2022
Þór/KA á þrjá fulltrúa í U23 landsliði Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga 24.-26. janúar. Þetta eru þær Hulda Björg Hannesdóttir, Margrét Árnadóttir og Saga Líf Sigurðardóttir. Þjálfari liðsins er Þorsteinn Halldórsson sem einnig stýrir A-landsliðinu
15.01.2022
Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið
11.01.2022
KA á þrjá fulltrúa í úrtakshóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 17.-19. janúar næstkomandi. Þetta eru þeir Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson og Valdimar Logi Sævarsson en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði
11.01.2022
Þór/KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 12.-14. janúar næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði. Þetta eru þær Sonja Björg Sigurðardóttir og Krista Dís Kristinsdóttir og óskum við þeim til hamingju með valið
10.01.2022
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnaði 94 ára afmæli sínu með afmælisþætti sem birtur var á miðlum félagsins í gær. Þar var farið yfir nýliðið ár sem var heldur betur blómlegt hjá öllum deildum félagsins og var því mikil spenna er við heiðruðum þá einstaklinga og lið sem stóðu uppúr á árinu
10.01.2022
Á 94 ára afmælisfögnuði KA var Böggubikarinn afhentur í áttunda sinn auk þess sem að lið og þjálfari ársins voru valin í annað skiptið. Það er mikil gróska í starfi allra deilda KA um þessar mundir og voru sjö iðkendur tilnefndir til Böggubikarsins, 7 þjálfarar til þjálfara ársins og 5 lið tilnefnd til liðs ársins
09.01.2022
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar nú 94 ára afmæli sínu en annað árið í röð förum við þá leið að halda upp á afmæli félagsins með sjónvarpsþætti vegna Covid stöðunnar. Árið 2021 var heldur betur blómlegt hjá okkur í KA og gaman að rifja upp þá stóru sigra sem unnust á árinu