28.12.2021
Böggubikarinn verður afhendur í áttunda skiptið á 94 ára afmæli KA í janúar en alls eru sjö ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2021 frá deildum félagsins
24.12.2021
Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir ómetanlegan stuðning á árinu sem nú er að líða auk allrar þeirrar sjálfboðavinnu sem félagsmenn unnu fyrir félagið
23.12.2021
Samtök íþróttafréttamanna tilkynntu í dag um tilnefningar sínar til íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Lið KA/Þórs er eitt þriggja liða sem koma til greina sem lið ársins og Rut Jónsdóttir er ein af þeim tíu sem koma til greina sem íþróttamaður ársins
21.12.2021
Blaksamband Íslands valdi í dag úrvalslið fyrri hluta úrvalsdeildanna í blaki við hátíðlega athöfn. KA á tvo fulltrúa í liði úrvalsdeildar kvenna en það eru þær Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Tea Andric en báðar hafa þær staðið sig frábærlega með liði KA sem trónir á toppi deildarinnar
18.12.2021
Yngri landslið Íslands í handbolta, nánar tiltekið U20, U18, U16 og U15 hjá strákunum og U16 og U15 hjá stelpunum munu æfa á Höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar auk þess sem verður haldið áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar þar sem yngri landsliðin fá fræðslu sem nýtist þeim innan vallar sem utan
18.12.2021
Strákarnir á eldra ári í 4. flokki unnu afar sannfærandi 19-41 sigur á nágrönnum sínum í Þór í Síðuskóla í gærkvöldi en KA liðið náði 0-6 forystu í leiknum og leiddi 7-18 í hálfleik. Þetta var síðasti leikur strákanna á árinu sem hefur svo sannarlega verið magnað hjá þeim
17.12.2021
Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður KA/Þórs var í dag valin besta handknattleikskona ársins af Handknattsleikssambandi Íslands. Rut fór fyrir liði KA/Þórs á árinu sem varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem að hún spilaði sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd á árinu
16.12.2021
KA og Akureyrarbær skrifuðu í dag undir samning vegna uppbyggingar við nýjan gervigrasvöll með stúku á KA-svæðinu auk endurnýjunar og endurnýtingu á þeim gervigrasvelli sem nú er til staðar á svæðinu
16.12.2021
KA jólakúlurnar sem yngriflokkaráð KA í knattspyrnu var með til sölu á dögunum eru tilbúnar til afhendingu og verður hægt að nálgast þær í KA-Heimilinu milli klukkan 13:00 og 14:00 á laugardag og sunnudag
15.12.2021
Dregið hefur verið í jólahappdrætti KA og KA/Þórs og kunnum við öllum þeim sem styrktu handboltaliðin okkar með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn. Aðeins var dregið úr seldum miðum en vinningana má vitja í KA-Heimilið frá og með morgundeginum, 16. desember og fram til 23. desember