11.11.2021
KA/Þór á alls fimm fulltrúa í landsliðshópnum sem fer til Cheb í Tékklandi dagana 25.-27. nóvember næstkomandi. Hópurinn telur alls 30 leikmenn en Ísland mun tefla fram tveimur liðum og er ansi spennandi að fylgjast með HSÍ setja enn meiri kraft í umgjörð kvennalandsliðsins
11.11.2021
KA á sex fulltrúa í æfingahópum U15 og U16 ára landsliða Íslands í knattspyrnu sem æfa þessa dagana. Báðir hópar æfa í Skessunni í Hafnarfirði og er frábært að við eigum jafn marga fulltrúa og raun ber vitni á æfingunum
11.11.2021
KA tók á móti Fram í Olísdeild karla í gær í KA-Heimilinu. Það var þó nokkur spenna fyrir leiknum enda var KA-liðið staðráðið í að koma sér aftur á beinu brautina og þá hafa leikir KA og Fram undanfarin ár verið jafnir og spennandi
10.11.2021
Það eru svo sannarlega gríðarlega mikilvæg stig í húfi í kvöld þegar KA tekur á móti Fram í Olísdeild karla í handbolta klukkan 18:00 í KA-Heimilinu í dag. KA liðið vann fyrstu tvo leiki sína í vetur en hefur nú tapað fjórum í röð og eru strákarnir einbeittir í að koma sér aftur á beinu brautina
04.11.2021
Þór/KA átti þrjá fulltrúa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem fóru fram á dögunum. Þetta voru þær Angela Mary Helgadóttir, Amalía Árnadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir og stóðu stelpurnar sig vel á æfingunum
01.11.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.
01.11.2021
Vikuna 1 - 7 nóvember verður áhorfsvika í FIMAK, foreldrar, systk, ömmur og afar eru velkomið að sitja inní sal á meðan á æfingu stendur og horfa á. Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur.
ATH Grímuskylda er inní sal hjá þeim sem mæta og horfa á æfingar
01.11.2021
Blakdeild KA stóð fyrir fyrirtækjamóti í blaki í KA-Heimilinu á föstudaginn þar sem stórglæsileg tilþrif litu dagsins ljós. Fjölmörg fyrirtæki sendu lið til leiks á mótið þar sem gleðin var í fyrirrúmi enda getustig leikmanna ansi misjafnt og aðalatriðið að hrista hópinn vel saman
31.10.2021
Norðurlandamót NEVZA í blaki hjá U19 ára landsliðunum fór fram um helgina og átti blakdeild KA alls fimm fulltrúa á mótinu sem fór fram í Rovaniemi í Finnlandi
31.10.2021
Júdódeild KA átti þrjá fulltrúa í landsliði Íslands sem kepptu á opna finnska meistaramótinu á laugardaginn. Þetta voru þau Hekla Dís Pálsdóttir, Gylfi Rúnar Edduson og Birkir Bergsveinsson en þau stóðu sig með miklum sóma og voru félagi sínu og þjóð til fyrirmyndar