12.12.2021
KA tók á móti HK í síðasta heimaleik ársins í Olísdeild karla í KA-Heimilinu á föstudaginn en leikurinn var sá fyrsti í síðari umferð deildarinnar. KA vann góðan sigur er liðin mættust í Kópavogi fyrr í vetur og voru strákarnir staðráðnir í að sækja önnur mikilvæg tvö stig gegn liði HK
11.12.2021
KA hefur náð samkomulagi við VfL Gummersbach um að Óðinn Þór Ríkharðsson verði á láni hjá þýska liðinu út desember mánuð. Mikil meiðsli hafa herjað á lið Gummersbach sem er í efsta sæti næstefstu deildar en framundan eru þrír mikilvægir leikir sem Óðinn mun leika með liðinu
09.12.2021
KA tekur á móti HK í síðasta heimaleik ársins í handboltanum klukkan 19:30 á föstudaginn. Strákarnir unnu frábæran sigur í síðasta leik og þurfa á þínum stuðning að halda til að endurtaka leikinn
07.12.2021
Jóhann Gunnar Finnsson, 17 ára og Gísli Már Þórðarson, 16 ára voru valdir í 20 manna blandað unglingalandslið í lok júní á þessu ári. Þeir hafa æft stíft síðan þá, og dvalið tölvert mikið fyrir sunnan. Þeir voru í æfingabúðum á Akranesi síðastliðið sumar. Í september og október voru langar æfingahelgar hjá strákunum fyrir sunnan. Þeir þurftu svo undir það síðasta að dvelja eingöngu fyrir sunnan, þar sem æft var fimm sinnum í viku, þrjár klukkustundir í senn.
06.12.2021
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu stendur fyrir stórskemmtilegum jólabolta fyrir iðkendur í 4., 5., og 6. flokki dagana 21. og 22. desember næstkomandi. Á þessum tímapunkti verður jólafríið byrjað bæði í skóla og æfingum svo það er heldur betur tilvalið
06.12.2021
KA tók á móti Gróttu í 11. umferð Olísdeildar karla í KA-Heimilinu í gær en fyrir leikinn voru gestirnir einu stigi fyrir ofan í deildinni og ljóst að strákarnir þyrftu nauðsynlega á sigri til að lyfta sér ofar í deildinni fyrir síðari umferðina
04.12.2021
Kjarnafæðismótið hefst í dag þegar KA og Þór 2 mætast klukkan 17:15 í Boganum. KA er ríkjandi meistari á mótinu en mótið er mikilvægur liður í undirbúningnum fyrir komandi fótboltasumar
03.12.2021
KA tekur á móti Aftureldingu í algjörum toppslag í úrvalsdeild kvenna í blaki á morgun, laugardag, klukkan 18:00. KA er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Afturelding kemur þar skammt á eftir, en Mosfellingar hafa einungis tapað einum leik í vetur og var það einmitt gegn KA
03.12.2021
Það er gríðarlega mikilvægur leikur hjá strákunum í handboltanum á sunnudaginn þegar Grótta mætir norður kl. 18:00. Grótta er stigi fyrir ofan okkar lið og ljóst að með sigri munu strákarnir fara uppfyrir Seltirninga í töflunni og býður Greifinn ykkur frítt á leikinn
02.12.2021
Heimir Örn Árnason kemur inn í þjálfarateymi KA og verður þeim Jonna og Sverre til aðstoðar og halds og trausts. Handboltaunnendur ættu að þekkja Heimi en hann er fæddur og uppalinn KA maður og hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari