08.01.2022
KA fagnar í dag 94 ára afmæli sínu og munum við halda upp á tímamótin með glæsilegum afmælisþætti á KA-TV sem birtur verður kl. 15:30 á morgun, sunnudag. Hægt verður að nálgast þáttinn hér á heimasíðunni sem og á YouTube rás KA-TV
07.01.2022
Það er heldur betur stórslagur framundan í KA-Heimilinu þegar KA/Þór tekur á móti Fram í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 16:00 á laugardaginn. Stelpurnar eru staðráðnar í að sækja tvö dýrmæt stig en þurfa á þínum stuðning að halda
06.01.2022
Þór/KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 10.-12. janúar næstkomandi. Þetta eru þær Angela Mary Helgadóttir og Iðunn Rán Gunnarsdóttir og óskum við þeim innilega til hamingju með valið
04.01.2022
Skráning er opin í K-hópana okkar.
K-hóparnir eru fyrir stráka á aldrinum 8+ sem vilja æfa áhaldafimleika.
04.01.2022
Tekin hefur verið ákvörðun vegna ástandins í þjóðfélaginu að seinka byrjunni á vorönninni hjá Krílahópunum um eina viku. Því er fyrsti tími 15.janúar, við munum svo bæta við tíma í enda annarinnar sem kemur í staðinn fyrir þennan tíma sem átti að vera núna 8.janúar.
02.01.2022
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
31.12.2021
Skráning er hafin í krílahópana fyrir vorönn 2022
Fimleikafélag Akureyrar verður með íþróttaskóla fyrir börn fædd 2016-2019
Hóparnir kallast S-hópar og æfa 1x í viku á laugardögum.
Æfingar hefjast laugardaginn 8.janúar
Yfirþjálfari er Ármann Ketilsson ásamt hjálparhellum
29.12.2021
Fimm karlar og fimm konur eru tilnefnd til íþróttakarls og íþróttakonu KA fyrir árið 2021. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru afhent hvoru kyni og er mikil ánægja með þá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu aðila úr sínum röðum og verður valið kunngjört á 94 ára afmæli félagsins í byrjun janúar
29.12.2021
Alls eru sjö þjálfarar eða þjálfarapör tilnefnd til þjálfara ársins hjá KA fyrir árið 2021. Þetta verður í annað skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins og verða verðlaunin tilkynnt á 94 ára afmæli félagsins í byrjun janúar
28.12.2021
Fimm lið hjá KA eru tilnefnd til liðs ársins 2021 en þetta verður í annað skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Verðlaunin verða tilkynnt á 94 ára afmæli félagsins í byrjun nýs árs og spennandi að sjá hvaða lið hreppir þetta mikla sæmdarheiti