Fréttir

Ótrúlegt tap í Eyjum hjá Þór/KA

Þór/KA mætti til Vestmannaeyja í dag þar sem liðið mætti sterku liði ÍBV. Eftir góðan fyrri hálfleik þar sem liðið leiddi 0-2 fór að ganga verr og heimastúlkur komu til baka og unnu á endanum 3-2.

Mikilvægur heimaleikur í dag

KA tekur á móti Víkingi Ólafsvík í 17. umferð Pepsi deildarinnar í dag klukkan 18:00. Bæði lið eru í áhugaverðri stöðu en bæði er stutt í fallslaginn sem og upp í baráttuna í efri hluta deildarinnar.

Stórleikur í Eyjum hjá Þór/KA

Kvennalið Þórs/KA leikur í dag gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttu Pepsi deildarinnar þegar liðið sækir ÍBV heim til Vestmannaeyja. Leikurinn er liður í 15. umferð deildarinnar og er okkar lið með 8 stiga forskot á toppnum þegar einungis 12 stig eru eftir í pottinum.

Þór/KA lagði KR örugglega að velli

Kvennalið Þórs/KA vann í kvöld góðan 3-0 sigur á KR á Þórsvelli. Sigurinn kemur liðinu í enn betri stöðu á toppi deildarinnar þegar einungis fjórar umferðir eru eftir af sumrinu.

Mikilvægur heimaleikur hjá Þór/KA

Kvennalið Þórs/KA fær KR í heimsókn á Þórsvöll í dag klukkan 18:00. Leikurinn er liður í 14. umferð Pepsi deildar og má með sanni segja að mikið sé undir í leiknum.

Baráttusigur á Víkingum

KA mætti Víkingi frá Reykjavík í kvöld í Fossvoginum og fóru leikar þannig að KA hafði betur 0-1 í miklum baráttuleik.

Þór/KA í frábærri stöðu eftir útisigur

Kvennalið Þórs/KA vann í kvöld góðan 1-4 útisigur á Haukum og á sama tíma töpuðu helstu keppinautar liðsins í toppslagnum stigum.

Dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni

KA og Stjarnan gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Tvö rauð spjöld fengu að líta dagins ljós í miklum hitaleik þar sem gestirnir jöfnuðu metin þegar að skammt var eftir.

Stórleikur gegn Stjörnunni á mánudaginn

KA tekur á móti Stjörnunni á Akureyrarvelli mánudaginn 14. ágúst klukkan 18:00. Baráttan í deildinni er gríðarleg og er stutt í baráttuna um Evrópusæti sem og í botnbaráttuna, það er því heilmikið undir í leiknum.

Frábær endurkoma Þórs/KA gegn Fylki

Topplið Þórs/KA tók á móti Fylki í kvöld í 12. umferð Pepsi deildar kvenna. Þrátt fyrir mikinn mun á stöðu liðanna í deildinni mátti búast við hörkuleik og það varð svo sannarlega raunin.