Fréttir

Grunnskólamót í handbolta - Líf og fjör í K.A. heimilinu

Miðvikudaginn 23. september fór fram í KA heimilinu grunnskólamót í handbolta fyrir 5-6 bekk.  Um 200 krakkar mættu til leiks bæði strákar og stelpur, vanir og óvanir, frá flestum skólunum í bænum.  Að sögn skipuleggjenda, Jóa Bjarna og Sævars Árna, fór þátttakan fram úr björtustu vonum og varð úr hin besta skemmtun fyrir krakkana.

Foreldrar og forráðamenn iðkenda í 5. og 6. fl. kvenna - fundur

Ég vil minna á fund foreldra og forráðamanna stúlkna í 5. flokki kl. 17:00 og í 6. flokki kl. 18:00 á morgun, fimmtudaginn 24. september í KA-heimilinu við Dalsbraut. Miðar hafa verið sendir heim með stelpunum og ég hvet sem allra flesta til að láta sjá sig. Farið verður yfir starfið sem framundan er og ákvarðanir teknar varðandi þátttöku stúlknanna í mótum í vetur. Ef einhverjar spurningar vakna þá er um að gera að hafa samband. kveðja, Sindri Kristjánsson sindrik@gmail.com  868-7854

Kjarnafæðismótinu er lokið með sigri Stjörnunnar

Úrslit á Kjarnafæðismótinu í handknattleik meistaraflokks kvenna réðust í dag og má hér á eftir sjá úrslit úr öllum leikjum svo og röð liðanna.

Myndir frá Kjarnafæðismótinu

Hér koma nokkrar myndir frá Þóri Tryggvasyni frá Kjarnafæðismótinu sem nú fer fram í KA heimilinu.  Þetta eru myndir af „þeim eldri“ í liðinu sem nú hafa dregið fram skóna að nýju og spila með liði KA/Þórs í vetur. 

Kjarnafæðismót hjá meistaraflokki kvenna - breyting á leikjaplani

Kjarnafæðismótið í meistaraflokki kvenna í handknattleik hefur verið endurvakið. Mótið fer fram föstudaginn 18. sept. og laugardag 19. sept. í KA heimilinu á Akureyri. Það er KA /Þór sem stendur fyrir þessu móti og þar mæta einnig HK, Fram, Stjarnan og Fylkir. Leiktími er 2x30 mínútur.  Athugið að gerð hefur verið smávægileg breyting á leikjaplani laugardagsins en það er nú eins og sýnt er hér að neðan.

Breytingar á æfingatöflu yngri flokka

Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á æfingatöflu yngri flokkanna og mikilvægt að fólk kynni sér breytingarnar.  Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna í heild eða fá upplýsingar um hvern flokk fyrir sig.

4. flokkur karla: Foreldrafundurinn verður á fimmtudagskvöld klukkan 20:00

Foreldrafundur vegna 4. flokks karla verður næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 í KA heimilinu. Farið verður yfir veturinn og rætt um Svíþjóðarferðina sem farin verður næsta sumar. Kv. Gulli og Stebbi

Fjör á æfingum hjá KA/Þór - myndir

Æfingar eru komnar á fullt hjá stelpunum í KA /Þór eins og meðfylgjandi myndir Þóris Tryggvasonar frá einni útiæfingunni sýna.  Ekki er þó alltaf á hreinu hvað er verið að æfa!

Foreldrafundur vegna 4. flokks kvenna

Foreldrar stúlkna í 4. flokki handboltans eru beðnir að koma á fund í KA-heimilið á fimmtudaginn klukkan 20:00. Rætt verður um starfið í vetur svo og væntanlega ferð á Partille Cup í Svíþjóð næsta vor. Kveðja Stefán Guðnason sími: 8682396