19.09.2009
Hér koma nokkrar myndir frá Þóri Tryggvasyni frá Kjarnafæðismótinu sem nú fer fram í KA heimilinu. Þetta eru myndir af
„þeim eldri“ í liðinu sem nú hafa dregið fram skóna að nýju og spila með liði KA/Þórs í vetur.
17.09.2009
Kjarnafæðismótið í meistaraflokki kvenna í handknattleik hefur verið endurvakið. Mótið fer fram föstudaginn 18. sept. og laugardag
19. sept. í KA heimilinu á Akureyri.
Það er KA /Þór sem stendur fyrir þessu móti og þar mæta einnig HK, Fram, Stjarnan og Fylkir. Leiktími er 2x30
mínútur.
Athugið að gerð hefur verið smávægileg breyting á leikjaplani laugardagsins en það er nú eins og sýnt er hér að
neðan.
16.09.2009
Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á æfingatöflu yngri flokkanna og mikilvægt að fólk kynni sér breytingarnar. Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna í heild eða fá upplýsingar um hvern
flokk fyrir sig.
14.09.2009
Foreldrafundur vegna 4. flokks karla verður næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 í KA heimilinu.
Farið verður yfir veturinn og rætt um Svíþjóðarferðina sem farin verður næsta sumar.
Kv. Gulli og Stebbi
07.09.2009
Æfingar eru komnar á fullt hjá stelpunum í KA /Þór eins og meðfylgjandi myndir Þóris Tryggvasonar frá einni
útiæfingunni sýna. Ekki er þó alltaf á hreinu hvað er verið að æfa!
01.09.2009
Foreldrar stúlkna í 4. flokki handboltans eru beðnir að koma á fund í KA-heimilið á fimmtudaginn klukkan 20:00. Rætt verður um starfið
í vetur svo og væntanlega ferð á Partille Cup í Svíþjóð næsta vor.
Kveðja
Stefán Guðnason sími: 8682396
31.08.2009
Margar fyrirspurnir hafa borist um hvenær handboltaæfingar hjá yngri flokkum byrji. Verið er að leggja lokahönd á æfingatöfluna og ætti
hún að birtast nú á allra næstu dögum. Æfingar hefjast síðan í kjölfarið, væntanalega síðar í vikunni og
verður það tilkynnt hér á heimasíðunni.
25.08.2009
Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór hófust af fullum krafti um 10.ágúst. Þjálfari verður Hlynur Jóhannsson og honum til
aðstoðar Stefán Guðnason. Hlynur er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu því hann þjálfari sumar af stelpunum fyrir nokkrum
árum. Stefán Guðnason þjálfaði svo þær yngri í hópnum í fyrra.
24.08.2009
Handknattleiksdeild KA óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér dómgæslu fyrir félagið í vetur. Viðkomandi
verða sendir á dómaranámskeið til Reykjavíkur 11. -13. september og fá að því loknu réttindi til að dæma á efsta
stigi handboltans.
11.08.2009
Þeir Sævar, Jóhann Gunnar og Guðmundur flugu frá Akureyri til Kaupmannahafnar mánudaginn 3. ágúst og keyrðu svo beint til Kiel.
Þangað voru þeir komnir um eitt eftir miðnætti en Alfreð ætlaði að sækja þá á hótelið kl. átta næsta
morgun.