03.08.2009
Nú hefjast handboltaæfingar að nýju. Fyrsta æfing 4. flokks stráka verður á þriðjudaginn klukkan 18:45 en þá verður
útihlaup og stuttur fundur þar á eftir. Strákar mætið því í galla sem hæfir hlaupi og veðurfari.
Kveðja
Stefán Guðnason
30.07.2009
Það stendur mikið til hjá þeim félögum Sævari Árnasyni, Jóhanni Gunnari Jóhannssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni
þessa dagana en næstkomandi mánudag halda þeir í æfinga- og kynnisferð til Þýskalands. Þar verða þeir í heimsókn
hjá Alfreð Gíslasyni og meistaraliði hans Kiel fram á föstudaginn 7. ágúst.
03.07.2009
Frá hausti 2009 mun MA og VMA bjóða upp á afrekssvið sem valið er samhliða annarri braut. Ýmsar greinar verða með í vetur og hefur
Handknattleiksdeild KA hug á að vera með í þessu starfi.
Ítarlegri upplýsingar um málið fylgja hér á eftir.
28.05.2009
Hátt í 400 manns mættu á lokahóf handknattleiksdeildar sem haldið var miðvikudaginn 20. maí s.l. Veturinn hefur verið mjög góður
fyrir handboltann í KA en mikil fjölgun var í iðkendafjölda, voru þeir nú um 250. Það má m.a. þakka olympíusilfri
Íslendinga þessum aukna áhuga á sportinu. Einnig endurheimti KA þrjá reynslumikla þjálfara í vetur þá Jóa Bjarna,
Sævar Árna og Einvarð.
22.05.2009
Valinn hefur verið 14 manna lokahópur U-17 landsliðs Íslands í handbolta sem mun fara fyrir Íslands hönd á Ólympíuleika æskunnar
í Finnlandi en leikarnir fara fram í júlí.
Tveir KA-menn eru í lokahópnum og heita þeir Ásgeir Jóhann Kristinsson og Guðmundur Hólmar Helgason. Drengirnir voru á yngra ári í 3.
flokki í vetur en léku þó einnig báðir með 2. flokki hjá Akureyri Handboltafélagi, Guðmundur t.d. byrjaði úrslitaleikinn gegn
FH. Þá var Ásgeir í hóp hjá meistaraflokki eitt sinn í vetur.
Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!
22.05.2009
Þrír KA-menn hafa verið valdir í landsliðshóp U-15 ára í handbolta. Sá hópur mun æfa saman í lok maí.
Drengirnir frá KA eru: Daníel Matthíasson (línumaður), Finnur Heimisson (leikstjórnandi) og Kristján Már Sigurbjörnssson (hægri
skytta). Allir eru þeir á yngra ári í 4. flokki.
Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með valið.
19.05.2009
Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar KA fer fram í KA-heimilinu miðvikudaginn 20. maí kl. 18:00.
Farið verður í ýmsa leiki og þrautir leystar undir leiðsögn Einvarðs Jóhannssonar þjálfara.
15.05.2009
Núna á dögunum var valinn landsliðshópur U-17 í handbolta en sá hópur mun
æfa um helgina. Alls voru fjórir KA-menn valdir í hópinn. Það eru þeir Ásgeir Jóhann Kristinsson (skytta), Guðmundur Hólmar
Helgason (skytta og miðjumaður), Gunnar Bjarki Ólafsson (markvörður) og Sigþór Árni Heimisson (horna- og miðjumaður).
Þetta er glæsilegt afrek fyrir drengina að vera valdir í þennan hóp en þessir fjórir
hafa verið í hverjum einasta hóp síðan fyrst var farið að velja landsliðshópa fyrir þennan árgang. Við óskum þeim
innilega til hamingju með valið en athygli vekur þó að ekki séu fleiri frá KA í þessum hóp því að auki þessum eru svo
sannarlega einstaklingar sem eiga heima þarna
14.05.2009
Ekki verða fleiri laugardagsæfingar hjá strákunum en mánudags- og fimmtudagsæfingarnar halda áfram til mánaðarmóta.
Minnum á að lokahóf yngri flokka handboltans verður miðvikudaginn 20. maí en nánar verður fjallað um það hér á
síðunni fljótlega.
12.05.2009
KA/Þór lék sinn síðasta leik á tímabilinu á laugardag gegn Víkingi. Þetta var lokaleikur í úrslitakeppni
2.deildar.
Víkingar sigruðu í leiknum 26-25 eftir að staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Víking. Markahæstar í liði KA/Þórs
voru Arna Erlingsdóttir með 8 mörk og Emma Sardarsdóttir með 6 mörk.
Nú taka við þrek og kraftæfingar hjá stelpunum fram að sumarfríi í júní.
Stefnan er svo sett á að æfingar hefjist um miðjan júlí og að æfa af krafti til að taka þátt í efstu deild á næsta
vetri.