Fréttir

KA dagurinn verður haldinn á laugardaginn!

Hinn árlegi KA dagur fyrir handbolta, júdó og blak verður haldinn n.k. laugardag 17. október. Ýmislegt verður um að vera en meigin tilgangur dagsins er að innheimta æfingagjöld og skrá nýja þáttakendur. Skráning og innheimta hefst kl 10:30 og stendur til 13:30, á þessum tíma verður einnig boðið upp á leiki sem þjálfarar yngriflokka munu sjá um, íþrótta markað með notuðum og nýjum íþróttabúnaði. Einnig verður öllum boðið upp á veitingar, vöflur, kaffi eða safa. Við hvetjum sem flesta að láta sjá sig á laugardaginn! Þess ber að geta að æfingagjöld fyrir yngriflokkastarf knattspyrnudeildar er ekki hægt að greiða á þessum degi. Ef smellt er á lesa meira má lesa um nýtt og spennandi samvinnuverkefni sem allar deildir taka þátt í. Við minnum einnig á að það er nýtt kortatímabil!

Fréttabréf unglingaráðs Handknattleiksdeildar KA komið út

Út er komið fréttabréf unglingaráðs Handknattleiksdeildar KA þar sem fjallað er um starfið nú í upphafi vetrar, æfingagjöld, þjálfara, fundi og keppnisferðir. Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella hér.

Leikmenn KA/Þór valdir í æfingahópa landsliða

Fjórar stelpur í KA/Þór hafa verið valdar í æfingahópa kvennalandsliða sem verða með æfingar um næstu helgi. Steinþóra Sif Heimisdóttir var valin í 17 ára landsliðshóp og Arna Valgerður Erlingsdóttir, Emma Sardarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir voru valdar í 19 ára landslið.

Tap gegn FH í Hafnarfirðinum

FH sigraði KA/Þór á laugardaginn með 30 mörkum gegn 27 í N1 deild kvenna en staðan var 18-13 FH konum í vil í hálfleik. KA/Þór voru ekkert á því að gefast upp og náðu þær að jafna um miðbik síðari hálfleiks. FH stúlkur reyndust þó sterkari á lokamínútunum og unnu sigur 30-27.

Myndasyrpa frá leik KA/Þór gegn Fram á þriðjudaginn

Okkur hafa borist ljósmyndir frá Vikudegi úr leik KA/Þór gegn Fram frá síðasta þriðjudegi. Við færum Kristjáni hjá Vikudegi þökk fyrir myndirnar.

Hörkuleikur hjá KA/Þór gegn meistaraefnum Fram

KA/Þór og Fram mættust í kvöld í KA-heimilinu í 1. umferð N1 deildar kvenna í handbolta. Fram er spáð Íslandsmeistaratitlinum á ár en KA/Þór 8. sætinu.  Akureyrarstelpurnar báru þó enga sérstaka virðingu fyrir meistaraefnunum og komu öflugar til leiks og náðu 3-1 forystu í upphafi leiksins.

Spá formanna, fyrirliða og þjálfara um N1 deildina í vetur

Nú í hádeginu var birt spá formanna, fyrirliða og þjálfara liðanna í N1 deildinni um gengi liðanna í vetur. Þar er Fram spáð titlinum en KA/Þór 8. sætinu af þeim níu liðum sem spila í N1-deild kvenna. Það er því alvöruleikur sem í KA heimilinu á morgun þegar KA/Þór tekur á móti meistaraefnunum í Fram. Spáin fyrir N1 deild kvenna lítur þannig út:

Grunnskólamót í handbolta - Líf og fjör í K.A. heimilinu

Miðvikudaginn 23. september fór fram í KA heimilinu grunnskólamót í handbolta fyrir 5-6 bekk.  Um 200 krakkar mættu til leiks bæði strákar og stelpur, vanir og óvanir, frá flestum skólunum í bænum.  Að sögn skipuleggjenda, Jóa Bjarna og Sævars Árna, fór þátttakan fram úr björtustu vonum og varð úr hin besta skemmtun fyrir krakkana.

Foreldrar og forráðamenn iðkenda í 5. og 6. fl. kvenna - fundur

Ég vil minna á fund foreldra og forráðamanna stúlkna í 5. flokki kl. 17:00 og í 6. flokki kl. 18:00 á morgun, fimmtudaginn 24. september í KA-heimilinu við Dalsbraut. Miðar hafa verið sendir heim með stelpunum og ég hvet sem allra flesta til að láta sjá sig. Farið verður yfir starfið sem framundan er og ákvarðanir teknar varðandi þátttöku stúlknanna í mótum í vetur. Ef einhverjar spurningar vakna þá er um að gera að hafa samband. kveðja, Sindri Kristjánsson sindrik@gmail.com  868-7854

Kjarnafæðismótinu er lokið með sigri Stjörnunnar

Úrslit á Kjarnafæðismótinu í handknattleik meistaraflokks kvenna réðust í dag og má hér á eftir sjá úrslit úr öllum leikjum svo og röð liðanna.