Fréttir

Stórleikur á laugardag klukkan 16:00 KA/Þór gegn Haukum

Á laugardaginn klukkan 16:00 fær meistaraflokkur KA/Þór heimsókn úr Hafnarfirði þegar stórlið Hauka kemur í heimsókn í KA heimilið. Nú er brýnna en nokkru sinni að heimastelpurnar fái dyggan stuðning frá áhorfendum enda við harðskeytta andstæðinga að etja. KA/Þór stelpurnar ætla örugglega að bæta fyrir vonbrigðin í síðasta leik og mæta af fullum krafti í leikinn.

Dómaranámskeið föstudaginn 30. október

A-stigs dómaranámskeið í handknattleik verður haldið í KA-heimilinu föstudaginn 30. október kl. 19:30 til 22:00. Leiðbeinandi verður Brynjar Einarsson frá HDSÍ. A-stigs dómari hefur rétt til að dæma leiki frá 8. flokki til og með 5. flokki og er undanfari B-stigs dómara.

Breyting á æfingatímum 5. flokks karla

Gerð hefur verið breyting á æfingatíma hjá 5. flokki karla þannig að æfing sem var á þriðjudögum klukkan 17:00 í Íþróttahöllinni dettur út en í staðinn kemur æfing klukkan 16:00 á miðvikudögum, sem er líka í Íþróttahöllinni.

Gistinótt í KA heimili hjá 6. flokki drengja

Næstu helgi stendur mikið til hjá 6. flokki drengja. Stefnt er að því að gista aðfararnótt laugardagsins 31. október í KA heimilinu. Drengirnir eiga að mæta kl. 21 á föstudagskvöldið í KA heimilið og æft verður fram eftir kvöldi.

Verðskuldaður sigur hjá 3. flokki KA/Þór gegn Fylki

Síðstliðinn sunnudagsmorgun mættust KA/Þór og Fylkir í 1. deild 3. flokks kvenna. Fyrir hafði KA/Þór tapað illa gegn FH á útivelli þar sem nokkra lykilmenn vantaði ásamt því að liðið lék langt undir getu. Voru stelpurnar því staðráðnar í því að koma sér á beinu brautina gegn Fylki.

Tap hjá KA/Þór gegn Fylki - Myndasyrpa

Á laugardaginn tóku stelpurnar í KA/Þór á móti Fylki í N1-deild kvenna. Þórir Tryggvason var á staðnum vopnaður myndavélinni og sendi okkur myndir frá leiknum. Auk þeirra fer hér á eftir umfjöllun blaðamanns Vikudags um leikinn.

Heimaleikur KA/Þór á laugardag klukkan 16:00

Á laugardaginn klukkan 16:00 leikur meistaraflokkur KA/Þór sinn annan heimaleik í KA heimilinu. Andstæðingurinn að þessu sinni er Fylkir úr Árbænum. KA/Þór liðið hefur sýnt það í þeim tveim leikjum sem búnir eru að það býr heilmikið í liðinu og með góðum stuðningi áhorfenda og norðlenskum baráttuanda er heimavöllurinn illvinnandi vígi. Það er markvörðurinn geðþekki Reynir Þór Reynisson sem þjálfar Fylkisliðið. Skoðum aðeins umfjöllunina um Fylki úr N1 blaðinu.

B-lið 3. flokks kvenna fór suður um liðna helgi

Stelpurnar í b liði 3. flokks kvenna spiluðu tvo leiki um helgina. Á laugardagskvöldið spiluðu stelpurnar við Gróttu 2 á Seltjarnarnesinu. Leikurinn byrjaði heldur illa og komust Gróttu stelpur í full þægilega stöðu.

Tímarit N1-deildarinnar 2009-2010

Komið er út sérstakt kynningarrit N1 deildarinnar þar sem kynnt eru liðin sem taka þátt, bæði karlaliðin og kvennaliðin. Blaðið er unnið af Media Group ehf fyrir Handknattleikssamband Íslands. Tímaritið er veglegt og fullt af skemmtilegu efni.

Myndir frá leikjum strákanna í 4. flokki á laugardaginn

Síðastliðinn laugardag léku strákarnir í 4. flokki gegn Gróttu. Gengi KA strákanna í leikjunum var reyndar ekki eins og þeir höfðu ætlað sér. Þórir Tryggvason var mættur til leiks með myndavélina og sendi okkur nokkrar myndir af strákunum.