Fréttir

Mikilvæg aukaæfing hjá 6. flokki stráka

Á morgun föstudag frá klukkan 14:30 - 15:30 verður aukaæfing í KA heimilinu fyrir 6. flokk stráka. Mjög mikilvægt er að allir mæti þar sem nú styttist í Vestmannaeyjaferðina. Kveðja Jóhannes Bjarnason

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA 16. apríl

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn 16. apríl í KA heimilinu kl. 18:00. Dagskrá  aðalfundar Handknattleiksdeildar KA Fundur settur. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar Reikningar Handknattleiksdeildar 2008 lagðir fram. Kosning í stjórn Handknattleiksdeildar Önnur mál Allir áhugamenn um handbolta á Akureyri eru hvattir til að mæta. Kveðja Erlingur formaður

4. flokkur karla: A-lið úr leik

A-lið 4. flokks lék gegn Haukum í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í gær. Leikurinn fór fram á Ásvöllum en liðin höfðu endað jöfn að stigum í deildinni. Haukar höfðu hins vegar innbyrðis viðureignirnar á KA. Það er skemmst frá því að segja að Haukar unnu sanngjarnan sigur 34-30 eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. KA er því úr leik í A-liðum.

4. flokkur kvenna lauk keppni á Íslandsmótinu um páskana

Stelpurnar í 4. flokk kvenna spiluðu þrjá daga í röð í páskafríinu. Á Íslandsmótinu átti A liðið eftir einn leik við Fjölni og B liðið átti eftir einn leik gegn HK. HK ákvað þó að koma með allan sinn flokk hingað norður og nýta tækifærið og spila æfingaleiki við lið KA. Í A liðum hefur HK verið á miklu skriði í 1. deildinni en eftir slæma byrjun hafa þær unnið sig upp töfluna og sitja nú í 4. sæti 1. deildarinnar.

Fjöldi frá KA í yngri landsliðum

/* Núna að undanförnu hafa verið valin unglingalandslið í handknattleik. KA á heila 7 fulltrúa í bæði 17 ára og 15 ára landsliðum drengja. Eins og fram kom um daginn voru nokkrar stúlkur einnig valdar í landslið. Rétt fyrir helgi voru 3 KA-menn valdir í U-15 ára landsliðið, þeir Daníel Matthíasson, Finnur Heimisson og Kristján Már Sigurbjörnsson. Fyrir stuttu voru svo 4 leikmenn frá KA valdir í U-17 landslið. Það eru þeir Ásgeir Jóhann Kristinsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Gunnar Bjarki Ólafsson og Sigþór Árni Heimisson. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með valið.

Æfingar hjá 6. flokki KA um páskana

Æfingar verða á eftirtalda daga um páskana: Fimmtudagur 2. apríl 2009 Mánudaginn 6. apríl 2009 Laugardagur 11. apríl 2009 Fimmtudagur 16. apríl 2009 Mánudagur 20. apríl 2009 Þeir foreldrar sem hafa skráð sig sem fararstjóra í ferðina til Vestmannaeyja hafi samband við undirritaðan strax eftir páska. Jóhannes G. Bjarnason sími: 662-3200

4. flokkur: B-1 vann stórsigur á Gróttu

B-1 í 4. flokki karla mætti toppliði Gróttu í dag. KA liðið tók áhættu og leituðu á vit hins ókunna en þeir prófuðu að gáfu sig alla í leikinn og fengu að sjá hversu miklu það myndi skila þeim. Það er skemmst frá því að segja að það skilaði stórsigri gegn liðinu í efsta sæti 30-20 eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik en KA liðið hreinlega glansaði í leiknum. Sigurinn tryggir liðinu nær örugglega heimaleik í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar sem hefst eftir skamma stund. Eftir þessa helgi er ljóst að ekkert lið fer heiltara inní þann hluta mótsins og KA-menn til alls líklegir leiki þeir áfram af þessum krafti.

4. flokkur: B-2 lýkur keppni

Annað af B-liðum 4. flokks karla lauk keppni á Íslandsmótinu í dag. B-2 liðið lék í 2. deild og stóð sig þar með prýði en í dag unnu þeir Fylki 29-23 eftir að hafa verið nokkra stund í gang. Liðið er í öðru sæti 2. deildar eins og er en mun að öllum líkindum enda í fjórða sæti. Í 18 leikjum vann liðið 12 sigra, gerði 1 jafntefli og tapaði 5 leikjum. Gleðilegt er að liðið skuli enda tímabilið á sigri því í allan vetur hafa leikmenn liðsins verið að bæta sig mikið. Margir leikmenn eru að spila stærri hlutverk en oft áður og aðrar stöður og hafa skilað þeirri áskorun frábærlega.

4. flokkur: Jafntefli og tap í spennandi leikjum

4. flokkur karla lék við Gróttu í dag tvo æsispennandi leiki. A-liðið lék á undan og átti mjög góðan leik. Eftir mikinn baráttuleik varð niðurstaðan 26-26 jafntefli eftir að Grótta hafi jafnað úr aukakasti þegar leiktíminn var búinn. B-1 lék afar furðulegan leik gegn Gróttu2. Eftir að hafa leitt framan af leik varð niðurstaðan 25-26 tap undir afar sérkennilegum kringumstæðum.

Stórleikir í 4. flokki í KA-Heimilinu

Um helgina fara fram stórleikir í 4. flokki karla. Öll þrjú lið flokksins eiga sína seinustu leiki í deild og er um mikið að keppa. Eftir slæma suðurferð fyrir stuttu þarf KA á góðum leikjum um helgina að halda. A-lið og B-1 eru nú að reyna að ná sem allra bestum sætum fyrir úrslitakeppnina og leikirnir því einkar mikilvægir. B-2 leika sinn seinasta leik í vetur en þeir hafa verið á mikilli uppleið í allan vetur. Laugardagur: 15:00: KA - Grótta (A-lið) 17:30: KA1 - Grótta2 (B-lið) Sunnudagur: 10:00: KA2 - Fylkir (B-lið) 11:00: KA1 - Grótta (B-lið)