24.01.2010
Strákarnir á yngra ári 5. flokks áttu frábæran dag þegar þeir léku í deildarkeppninni á laugardaginn. Spilað var
á Seltjarnarnesi og áttu allir strákarnir fínan dag. Sérstaklega má segja að Arnaldur markvörður og fyrirliði hafi farið á kostum
og drifið sína menn áfram.
22.01.2010
Góð stemming var í KA heimilinu í dag á leik Austurríkis og Íslands en leikurinn var geysilega spennandi. Honum lauk með svekkandi jafntefli 37-37.
Við ræddum við þau Stebba Guðna og Mörthu Hermans um leikinn og einnig komandi leik KA/Þórs um helgina. Sannkölluð handboltaveisla verður
nefnilega í KA - Heimilinu á laugardag, kl 16:00 hefst leikur KA/Þórs og Víkings sem verður væntanlega mjög spennandi, þar á eftir
verður svo hægt að horfa á leik Íslands og Dana á breiðtjaldi. Boðið verður upp á frábærar veitingar á góðu
verði, votar og þurrar. Foreldrar eru einnig hvattir til að taka börnin með og gera þetta af fjölskyldustemmingu.
21.01.2010
Eftir töluvert hlé er nú komið að heimaleik KA/Þór í N1-deildinni. Á laugardaginn kemur lið Víkings í heimsókn og
hefst leikurinn klukkan 16:00 í KA-heimilinu.
Liðin hafa mæst tvisvar í vetur, fyrst þann 11. nóvember í bikarkeppninni og þá sigraði KA/Þór með yfirburðum, 36-13
hér í KA-heimilinu.
21.01.2010
Á laugardaginn klukkan 14:00 eiga KA1 og Fram að spila í 3. flokki karla. Þetta er toppslagur og því mikilvægt að fá sem flesta til að
koma og hvetja strákana.
Strákarnir hafa byrjað árið mjög vel og ætla svo sannarlega að halda áfram á þeirri sigurbraut sem þeir hafa verið á.
21.01.2010
Næstkomandi föstudag (22. janúar) fer yngra ár 6. flokks til Reykjavíkur til að taka þátt í þriðju umferð
Íslandsmótsins í handbolta.
Nú er niðurröðun á mótinu um helgina ljós og drengirnir þurfa að mæta kl. 11.00 í KA heimilið. Rétt er að
ítreka að verð ferðarinnar er kr. 3.000 sem greiðist við brottför og er ekki hægt að greiða með kortum.
19.01.2010
Fyrsti leikur Íslands á EM var í kvöld á móti Serbum og lauk honum með afar svekkjandi jafntefli 29 - 29. Aðalstjórn KA tók upp á
því að sýna leikinn á breiðtjaldi fyrir félagsmenn og bauð einnig upp á pizzur o.fl. á hagstæðu verði. Mætingin
hefði þó mátt vera meiri og hvetjum við alla að mæta á næsta leik, fimmtudaginn n.k. kl 16:00. Tíðindamaður síðunnar
tók Jónatan Magnússon og Tryggva Gunnars tali eftir leikinn.
19.01.2010
Í dag er fyrsti í handbolta, eða það má að a.m.k. orða það þannig, en í kvöld mætir Ísland Serbum á EM
í handbolta. Leikurinn verður, eins og áður hefur komið fram, sýndur í KA heimilinu og mun Jónatan Magnússon spjalla um sínar
væntingar fyrir EM hálftíma fyrir leik. En í tilefni dagsins ætlum við að birta hér myndband sem tíðindamaður síðunnar fann
á ferðum sínum um netið á dögunum. Myndbandið er af skondnu atviki í lok leiks KA og Þórs í 16 liða úrslitum SS-Bikarsins
1998. Þetta atvik lýsir vel stemmingunni hér í "gamla daga" þegar KA og Þór öttu kappi og leikvangurinn fylltist af æpandi fólki og
spennan var mikil. Við erum ekki alveg klárir á hverjir eru að lýsa en talið er að þetta sé frá útsendingu Aksjón.
15.01.2010
KA2 spilar á móti HK á laugardag klukkan 15:30 en fljótlega á eftir eða klukkan 17:30 spilar KA1 á móti
Stjörnunni í miklum toppbaráttu leik. Strákarnir hafa verið að sýna fína leiki og hvetjum við því alla til að koma og hvetja
strákana.
14.01.2010
Stelpurnar í 4. flokki kvenna fóru suður og spiluðu þrjá leiki um síðustu helgi.
Mótið hefur spilast heldur illa fyrir stelpurnar en
fyrir helgina höfðu þær spilað fimm leiki, þrjú töp og tveir sigrar. Það hefur einkennt stelpurnar að tapa heldur stórt þar sem
þær hafa átt í erfiðleikum með að halda haus þegar á móti blæs.
12.01.2010
Strákarnir í 4. flokki stóðu í ströngu á laugardaginn og léku alls fjóra leiki, en KA er með þrjú lið í
Íslandsmóti 4. flokks.
A liðið spilaði við FH í Höllinni en FH liðið er efst í 1. deildinni. KA strákarnir lentu undir í fyrri hálfleik en FH leiddi
með fimm mörkum í hálfleik, 12-17. KA strákarnir bitu frá sér í seinni hálfleik en svo fór að lokum að FH sigraði með
eins marks mun, 27-28. KA liðið situr í 5. sæti fyrstu deildar eftir leikinn.