Fréttir

Góðir sigrar hjá KA/Þór

Á laugardaginn mættust KA/Þór og Víkingur í Víkinni og fóru stelpurnar í KA/Þór með öruggan fjórtán marka sigur, 22-36. Í hálfleik var munurinn orðinn tíu mörk, 7-17 og ljóst í hvað stefndi. Arna Valgerður Erlingsdóttir skoraði 8 mörk fyrir KA/Þór, Arndís Heimisdóttir skoraði 6 mörk og þær Katrín Vilhjálmsdóttir og Martha Hermannsdóttir komu næstar með 5 mörk hvor.

3. flokkur karla með heimaleiki á laugardaginn

Næstkomandi laugardag eiga bæði lið KA í 3. flokki karla heimaleiki, KA2 spilar við Þrótt og teljum við að þetta gæti orðið hörkuleikur strákarnir hafa verið að bæta sig jafnt og þétt í vetur. Leikurinn hefst kl:15.00.

Útileikur hjá KA/Þór á laugardaginn gegn Fram

Stelpurnar í KA/Þór fá erfitt verkefni að glíma við á laugardaginn þegar þær halda suður og mæta Fram klukkan 15:00. Leikið er í Framhúsinu í Safamýrinni.

Valsstúlkur reyndust ofjarlar KA/Þór í kvöld

Það var fyrirfram vitað að það yrði á brattann að sækja fyrir lið KA/Þór í kvöld þegar Valskonur mættu á svæðið, eina taplausa liðið í boltanum í dag. Valur tók leikinn þegar í sínar hendur og náðu fljótlega öruggri forystu ekki síst með öflugri vörn sem skilaði þeim aragrúa hraðaupphlaupa sem skiluðu ódýrum mörkum.

KA/Þór taka á móti toppliðið Vals á þriðjudaginn klukkan 19:00

Það verður enginn smáleikur í KA heimilinu á þriðjudagskvöldið þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti stórliði Vals í N1 deild kvenna. Valskonur hafa ekki tapað leik það sem af er tímabilsins og eru fyrir vikið heldur óárennilegar.

3. flokkur karla: Stórleikur gegn Þór á miðvikudag!

Næstkomandi miðvikudag verður stórleikur í KA heimilinu klukkan 19:15. Þá eigast við KA1 - Þór í derby leik. KA1 liðinu hefur gengið mjög vel það sem af er vetri og ætla svo sannarlega að halda áfram á þeirri braut.

Frábær ferð 5. flokks stráka á Selfoss

Strákarnir í 5 flokki fóru til Selfoss um helgina og spiluðu þar í 3. deild. Ekki er hægt að segja annað en strákarnir hafi lagt sig 100% fram því að þeir unnu alla sína leiki sannfærandi. Til hamingju með árangurinn strákar!

Flottur sigur KA/Þór á HK í dag

KA/Þór vann fjögurra marka sigur á HK, 27:23, er liðin mættust í KA- heimilinu í dag í N1- deild kvenna í handbolta.  Við byggjum hér á frásögn Vikudags frá leiknum.

Breyttir tíma á leikjum í KA-Heimilinu

Vegna góðs gengis strákanna okkar í Austurríki hefur allt leikjaplan helgarinnar riðlast en HSÍ hefur bannað að leikir fara fram á meðan leikir Íslendinga fara fram.

Leikur KA/Þór og HK hefst klukkan 15:30 á laugardaginn

Nú hefur verið ákveðið að leikur KA/Þór og HK í N1-deild kvenna á laugardaginn hefjist klukkan 15:30 eða skömmu eftir að leik Íslands og Frakka í undanúrslitum EM. Menn geta því horft á leikinn í sjónvarpinu og haldið svo handboltanum áfram með stelpunum en leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni í neðri hluta deildarinnar. KA/Þór er í 7. sætinu en HK í því 8. þar sem bæði lið hafa fimm stig.