Fréttir

Hagkaup styrkir unglingaráð handknattleiksdeildar

Nýlega skrifuðu Hagkaup og unglingaráð Handknattleiksdeildar KA undir styrktarsamning. Við undirskriftina voru frá unglingaráði: Sigríður Jóhannsdóttir féhirðir  og Sigurður Tryggvason formaður.  Frá Hagkaup voru Þórhalla Þórhallsdóttir verslunarstjóri á Akureyri og Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaupa.

Líf og fjör á lokahófi yngri flokkanna - myndir

Það var heldur betur fjör á lokahófi yngri flokka Handknattleiksdeildar KA á föstudaginn. Farið var í margskonar leiki og sprell. Veittar viðurkenningar og loks endað með heljarinnar pizzuveislu. Þórir Tryggvason myndaði herlegheitin og hér á eftir er hægt að sjá stemminguna.

Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar

Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar KA fer fram í KA-heimilinu föstudaginn 21. maí kl. 18:00. Farið verður í ýmsa leiki og þrautir leystar undir leiðsögn Einvarðar Jóhannssonar þjálfara. Viðurkenningar verða veittar fyrir bestu leikmenn hvers árgangs og fyrir mestu framfarir í vetur. Á eftir býður Handknattleiksdeild KA öllum í pizzu og gos. Foreldrar og systkin eru eindregið hvött til að mæta með iðkendum. Handknattleiksdeild KA.

Vel heppnað lokahóf handboltans

Á miðvikudagskvöldið hélt Kvennaráð Handknattleiksdeildar KA lokahóf sitt fyrir meistara- og 3. flokk kvenna á Greifanum.   Allflestar stelpurnar voru mættar ásamt þjálfurum og stjórn og gerðu sér glaðan dag.   Farið var yfir stöðu liðsins og æfingar í maí ásamt framtíðarhorfum.  Þjálfararnir Hlynur Jóhannsson og Stefán Guðnason fengu þakklætisvott frá stjórn fyrir vel unnin störf.

Sannir meistarar standa við orð sín – myndir

Það var hugur í strákunum í 3. flokki fyrir úrslitaleikinn gegn Stjörnunni á sunnudaginn. Liðin höfðu mæst tvisvar um veturinn í deildinni og unnu sinn hvorn heimaleikinn. Það var reyndar eini tapleikur Stjörnunnar í deildinni. Það var því ljóst að baráttan yrði hörð og því stigu nokkrir leikmanna KA á stokk og strengdu þess heit að ef þeir ynnu leikinn myndu þeir láta snoða sig.

Tímabilið búið hjá 3. flokk kvenna

Um helgina var 3. flokkur kvenna að spila í úrslitum íslandsmótsins. Mótherjarnir í undanúrslitum voru lið HK. KA/Þór og HK höfðu spilað tvívegis yfir veturinn og hvort lið unnið einn leik. KA/Þór komst 1-0 yfir en átti eftir það lítinn möguleika í leiknum. HK fór í 5-1 og var munurinn mestur 8 mörk. Stelpurnar náðu aldrei að koma sér í gírinn sóknarlega og vörnin var afspyrnu léleg framan af, það var helst fyrir stórleik Lovísu í markinu að munurinn varð ekki stærri.

Tekið á móti Íslandsmeisturum 3. flokks karla - myndir

Íslandsmeistarar KA í 3. flokki karla komu heim í gærkvöldi með bikarinn eftirsótta. Tekið var á móti hópnum í KA heimilinu þar sem unglingaráðið, foreldrar og aðrir biðu strákanna. Eftir ávarp Sigfúsar Karlssonar var hverjum og einum liðsmanni afhent rós og síðan boðið í pizzuveislu.

3. flokkur karla: KA Íslandsmeistari

Strákarnir í 3. flokki KA urðu í dag Íslandsmeistarar er þeir unnu lið Stjörnunnar með einu marki 28-27 í æsispennandi úrslitaleik. Í gær sigruðu strákarnir lið FH 29-22 í fjögurra liða úrslitum. Strákarnir eru á leiðinni norður og er áætlað að þeir komi í KA heimilið um klukkan 20:30 í kvöld. Við óskum strákunum hjartanlega til hamingju með frábæran árangur og hvetjum stuðningsmenn til að fagna þeim við heimkomuna í kvöld.

Undanúrslit og úrslit í 3. flokki kvenna og karla um helgina

Um helgina fara fram undanúrslit og úrslit í 3. flokki kvenna og karla. Leikið er í Austurbergi. Leikjaplanið er eftirfarandi:

3. flokkur kvenna kominn í 4 liða úrslitin

Nú um helgina mætti A lið 3. flokks kvenna liði Víkings í 8 liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. KA/Þór stelpur gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og spiluðu á köflum virkilega góðan handbolta en féllu hins vegar niður í tóma steypu á stuttum kafla í fyrri hálfleik. Í stöðunni 16-4 fóru þær að slaka heldur mikið á og gerðu í raun sitt besta til þess að hleypa Víkingsstelpum inn í leikinn. Víkingsstelpur gengu á lagið og minnkuðu muninn í 18-11 og þannig stóð í hálfleik.