Tilnefningar til íţróttafólks KA áriđ 2020

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Júdó | Blak

Nú ţegar áriđ 2020 líđur senn undir lok er komiđ ađ ţví ađ gera ţetta óhefđbundna íţróttaár upp. Fyrr á árinu voru gerđar breytingar á útnefningu íţróttamanns KA og verđur nú í fyrsta skiptiđ valinn íţróttakarl og íţróttakona félagsins.

Tilnefningar til íţróttakarls KA áriđ 2020

Blakkarl ársins 2020 - Miguel Mateo Castrillo

Mateo var stigahćsti leikmađur Mizuno deildarinnar og var auk ţess í úrvalsliđi deildarinnar á yfirstöđnu tímabili. Mateo er ekki eingöngu leikmađur karlaliđs KA heldur skilađi hann deildarmeistaratitli međ kvennaliđinu sem ţjálfari en vegna covid var engin bikarkeppni né úrslitakeppni.

Nú í haust vann hann ofurbikar BLÍ međ KA og var ţar mjög atkvćđamikill. Hann stóđ sig einnig vel á strandblaksmótum í sumar, en hann tók ţátt á tveimur mótum ţar sem hann vann gull og brons. Mateo er íţróttinni til mikilla sóma og er mikil fyrirmynd allra ţeirra sem stunda íţróttina, hann gefur mikiđ af sér bćđi innan sem utan vallar. Hann er bćđi elskađur og dáđur af yngri iđkendum sem horfa upp til hans á sama tíma og ţau reyna ađ vera jafn góđ og hann.

Handboltakarl ársins 2020 - Andri Snćr Stefánsson

Andri Snćr hefur ţjónađ Akureyringum í fjöldamörg ár sem einn skemmtilegasti og frambćrilegasti handboltamađur bćjarins. Undanfarin ár hefur hann boriđ fyrirliđaband KA í Olísdeild karla og boriđ ţađ međ sćmd. Andri Snćr er frábćr leikmađur sem gefur alltaf mikiđ af sér til liđsfélaga sinna og allra í kringum íţróttina. Leikgleđi og góđmennska skín í gegnum Andra Snć sem hefur ţrátt fyrir ađ vera "ađeins" 34 ára gamall spilađ međ meistaraflokki í 17 ár.

Andri Snćr var fyrirliđi KA sem endađi í 10. sćti Olísdeildar karla á síđasta tímabili (ţegar ţađ var flautađ af). Skorađi 41 mark í 20 leikjum. Er í dag annar af tveimur fyrirliđum liđsins sem stendur í 7. sćti Olísdeildar á núverandi tímabili. Fyrir utan afrek inn á handboltavellinum undanfarin áratug og rúmlega ţađ ţá hefur Andri tekiđ ađ sér ţjálfun kvennaliđs KA/Ţór ţar sem hann stýrđi ţeim til sigurs í leik um Meistara Meistaranna gegn Fram í haust. Ţar áđur ţjálfađi Andri ungmennaliđ KA og 3. flokk félagsins međ miklum glćsibrag.

Júdókarl ársins 2020 - Adam Brands Ţórarinsson

Ţó ađ tímabiliđ hafi veriđ stutt hjá júdófólki ţá tókst Adam ađ vinna brons á Reykjavík International Games og gull á norđurlandsmóti. Hann hefur sýnt fćrni á júdóvellinum sem fáir hafa yfir ađ ráđa og fórnfýsi á ćfingum til ađ gefa af ţekkingu sinni og reynslu, sem gerir alla í kringum hann betri bćđi
innan vallar sem utan.

Knattspyrnukarl ársins 2020 - Brynjar Ingi Bjarnason

Brynjar Ingi var valinn besti leikmađur KA í knattspyrnu áriđ 2020 af leikmönnum, stjórn og stuđningsmönnum. Brynjar Ingi lék stórt hlutverk í Pepsi-deildarliđi KA sem endađi tímabiliđ í 7. sćti og lék hann alla leiki liđsins í deild og bikar. Brynjar Ingi, sem er ósérhlífinn leikmađur, lék í hjarta varnarinnar sem fékk ađeins á sig 21 mark í 18 leikjum. Ađeins tvö liđ fengu á sig fćrri mörk og tapađi KA ađeins ţremur leikjum sumariđ 2020.

Brynjar Ingi er hreinn og beinn drengur sem ađ hefur vaxiđ mikiđ sem knattspyrnumađur undanfarin ár. Hann hefur alla burđi til ţess ađ verđa einn besti miđvörđur Íslands en Brynjar er ađeins 21 árs gamall. Hann hefur sýnt ađ ţolinmćđi og elja eru einkenni sem ađ ungir knattspyrnumenn ţurfa ađ
hafa til ţess ađ ná langt.

Tilnefningar til íţróttakonu KA áriđ 2020

Blakkona ársins 2020 - Gígja Guđnadóttir

Gígja Guđnadóttir er einn af burđarásum meistaraflokks kvenna í blaki sem á undanförnum árum hefur átt í góđu gengi. Gígja sem er fyrirliđi liđsins og einn af máttarstólpum ţess var lykilleikmađur ţegar liđiđ tryggđi sér Deildarmeistaratitilinn á síđasta tímabili. Ţá spilar Gígja einnig mikilvćgt hlutverk í A-landsliđi Íslands en liđiđ keppti á Novotel Cup í Lúxemborg í janúar 2020 en ţar vann liđiđ til bronsverđlauna.

Gígja er fyrirmynd allra ungmenna og er ekki bara góđur íţróttamađur heldur einnig fyrirmyndar einstaklingur innan sem utan vallar. Hún gefur mikiđ af sér, stundar heilbrigt líferni og er ábyrg og metnađarfull í ţví sem hún tekur sér fyrir hendur.

Handboltakona ársins 2020 - Ásdís Guđmundsdóttir

Ásdís Guđmundsdóttir er ein af burđarásum í góđu og spennandi liđi KA/Ţórs sem keppir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Ásdís er drífandi liđsmađur, bćđi innan sem utan vallar. Hún hefur ţrátt fyrir ungan aldur spilađ í meistaraflokki félagsins í 7 ár.

Skorađi 64 mörk í 16 leikjum fyrir KA/Ţór tímabiliđ 2019/2020 í Olísdeild kvenna og 6 mörk í 3 leikjum ţađ sem af er núverandi tímabili. Spilađi til úrslita međ KA/Ţór í bikarkeppni HSÍ voriđ 2020 og varđ Meistarari meistaranna haustiđ 2020. Ásdís var valin í B-landsliđ Íslands og tók ţar áđur ţátt á HM í Ungverjalandi međ U21 árs landsliđi Íslands.

Ásdís er frábćr fyrirmynd fyrir yngri iđkendur félagsins. Hún ţjálfar yngstu flokkana hjá Ţór og hefur alltaf gefiđ mikiđ af sér utan vallar. Hún er einnig mikil baráttukona fyrir kvennaíţróttum og jafnrétti kynjanna í allri umfjöllun og umgjörđ.

Júdókona ársins 2020 - Berenika Bernat

Berenika lagđi upp međ ađ taka ţetta tímabil međ trompi sem ein efnilegasta og fremsta júdókona landsins. Međ ósérhlífni var hún komin í hörku keppnisformi og tilbúin í ađ taka tímabiliđ međ trompi.

Ţađ var ekki viđ ráđiđ hvernig utanađkomandi öfl léku júdófólk grátt, en ţá skiptir mestu hvernig viđ hlúum ađ ţeim sem standa okkur nćst, og í Bereniku eiga ungir iđkendur mikla fyrirmynd sem sýnir ţeim hversu langt metnađur og vinnusemi geta komiđ ţeim, í júdó og öđrum hliđum lífsins.

Knattspyrnukona ársins 2020 - Karen María Sigurgeirsdóttir

Karen María er lykilleikmađur í Pepsideildarliđi Ţór/KA í efstu deild sem endađi í sjöunda sćti. Hún er stór hluti af sterku liđi Ţór/KA. Hún er einkar efnileg, enda ung ađ árum og getur náđ langt í sinni grein. Hún tók ţátt í 15 leikjum Ţór/KA sumariđ 2020 og skorađi í ţeim ţrjú mörk.

Ţá lék Karen ţrjá landsleiki međ U19 ára landsliđi Íslands í vor. Karen er frábćr fyrirmynd fyrir yngri iđkendur hjá KA og Ţór. Hún er jákvćđ og drífandi og hefur einnig komiđ ađ ţjálfun yngri flokka hjá KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is