Fréttir

Tilnefningar til íþróttafólks KA árið 2020

Nú þegar árið 2020 líður senn undir lok er komið að því að gera þetta óhefðbundna íþróttaár upp. Fyrr á árinu voru gerðar breytingar á útnefningu íþróttamanns KA og verður nú í fyrsta skiptið valinn íþróttakarl og íþróttakona félagsins
Lesa meira

Tilnefningar til Böggubikarsins, þjálfara og liða ársins

Böggubikarinn verður afhendur í sjöunda skiptið á 93 ára afmæli KA í janúar. Alls eru sjö ungir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2020. Þá verður í fyrsta skiptið valinn þjálfari og lið ársins hjá félaginu og eru 6 lið og 8 þjálfarar tilnefndir til verðlaunanna
Lesa meira

Vinningshafar í happadrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór

Smelltu á fréttina til að sjá vinningshafa í happadrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór Nálgast má vinningana í KA-heimilinu frá klukkan 16:00 á miðvikudaginn 16.desember og fram að Þorláksmessu gegn framvísun vinningsmiðans.
Lesa meira

Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur

Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19. Aðeins börn sem treysta sér að vera án foreldra sinna á meðan æfingunni stendur eru hvött til þess að koma.
Lesa meira

Æfingar yngriflokka hefjast á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, hefjast æfingar yngriflokka á ný eftir Covid pásu. Börn og unglingar á grunnskólaaldri (1. til 10. bekkur) geta nú öll farið að æfa aftur og hvetjum við okkar frábæru iðkendur eindregið til að koma sér strax aftur í gírinn eftir pásuna undanfarnar vikur
Lesa meira

Flöskugámur handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild KA er með gám á lóð KA þar sem hægt er að losa sig við tómar flöskuumbúðir og styrkja handboltastarfið hjá KA í leiðinni. Það er því um að gera að kíkja til okkar með flöskurnar og styðja starfið okkar í leiðinni!
Lesa meira

Handboltaleikjaskólinn áfram í fríi

Handboltaleikjaskóli KA verður ekki á morgun, sunnudaginn 25. október, vegna Covid stöðunnar. Stefnt er hinsvegar á að vera með tíma um næstu helgi og mun koma inn tilkynning þegar nær dregur
Lesa meira

KA/Þór með glæsileg náttföt til sölu

Kvennalið KA/Þórs í handboltanum er farið af stað með sölu á KA og Þórs náttfötum fyrir krakka sem og náttbuxur fyrir alla. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjárfesta í þessum glæsilegu náttfötum/náttbuxum og styrkja í leiðinni okkar frábæra lið
Lesa meira

Handboltaskólinn í fríi um helgina

Handboltaleikjaskóli KA fer í smá frí vegna Covid stöðunnar og verður því ekki tími á sunnudaginn. Handboltaleikjaskólinn er nýtt framtak hjá Handknattleikdeild KA sem gefur krökkum fædd árin 2015-2017 tækifæri á að hreyfa sig og fá smjörþefinn af því að æfa handbolta en skólinn fer iðulega fram kl. 10:00 í Naustaskóla á sunnudögum
Lesa meira

KA sækir Stjörnuna heim kl. 19:30

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í kvöld er KA sækir Stjörnuna heim í TM-Höllina. KA-liðið hefur farið vel af stað og er með fjögur stig af sex mögulegum og er taplaust eftir fyrstu þrjá leiki sína
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is